Skipulagsnefnd og bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafa samþykkt að kynna til umsagnar og athugasemda frumdrög og vinnslutillögu nýs aðalskipulags sveitarfélagsins til 2040, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Frumdrög aðalskipulagsins taka á helstu breytingum og markmiðasetningu fyrir nýtt aðalskipulag, auk helstu uppfærslna í samræmi við skipulagslög og reglugerð. Ekki er um að ræða endanlega tillögu og munu gefast frekari tækifæri til kynninga og athugasemda á síðari stigum. Skipulagið mun verða unnið í stafrænni útgáfu.
Áætlun um heildarendurskoðun gildandi aðalskipulags Mosfellsbæjar [2011-2030] var samþykkt af bæjarstjórn árið 2018. Skipulagslýsing verkefnis var kynnt haustið 2020.
Gögn nýs skipulags verða aðgengileg og birt á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar mánudaginn 12. júní. Gögn til umsagnar eru frumdrög nýrrar greinargerðar, þéttbýlisuppdráttur, sveitarfélagauppdráttur og rammahluti Blikastaðalands. Allar umsagnir og athugasemdir við frumdrög aðalskipulagsins skulu berast rafrænt í gegnum gáttina. Hagaðilar nýta sér rafræn skilríki við ritun umsagna.
Umsagnafrestur er til og með 12. september 2023.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Breyting á deiliskipulagi Helgafellshverfis: Ný grenndarstöð við Vefarastræti
Grenndarkynning á umsókn um byggingaleyfi – Hjarðarland 1
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 28. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Hjarðarlands 1, Mosfellsbæ.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu – Laxatunga 43
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxatungu 43.