Bæjarhátíðin okkar Í túninu heima heppnaðist einstaklega vel og var þátttakan frábær að vanda.
Veðrið var allskonar eins og myndirnar sýna en stemmingin var alltaf einstök sama hvar var komið. Mosfellsbær vill þakka skipuleggjendum, styrktaraðilum, listafólki, íbúum sem buðu heim og öllum þeim sem tóku þátt á einn eða annan hátt kærlega fyrir. Það er mikil vinna sem liggur að baki hátíð sem þessari en það eru fyrst og fremst íbúar í Mosfellsbæ sem hafa með þátttöku sinni og framlagi skapað þessa skemmtilegu hefð í bænum okkar. Meðfylgjandi er myndasyrpa sem við getum notið og látið okkur hlakka til næstu hátíðar sem verður venju samkvæmt síðustu helgina í ágúst 2024.
Í túninu heima 2023
Ljósmyndari: Thule Photo
Tindahlaupið 2023
Ljósmyndir: Aðsendar
Hátíðardagskrá í Hlégarði
Ljósmyndir: Raggi Óla
Gildran - Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2023
Umhverfisviðurkenningar 2023
Starfsaldursviðurkenningar 2023
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir