Það voru 200 hlauparar bæði hundar og menn sem tóku þátt í Hundahlaupinu sem var haldið í Mosfellsbæ miðvikudaginn 28. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina. Boðið var upp á tvær vegalengdir þ.e. 2 km skemmtiskokk og svo 5 km tímatöku og var hlutfall þátttakenda svipað í báðum vegalengdunum. Veðrið var frábært og gleðin ríkjandi eins og myndirnar sýna.
Tengt efni
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir
Dagskrá Í túninu heima 2024
Góða skemmtun!