Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. ágúst 2024

Bæj­ar­há­tíð­in Í tún­inu heima var form­lega sett á há­tíð­ar­dagskrá í fé­lags­heim­il­inu Hlé­garði í Mos­fells­bæ í gær.

Við það tæki­færi voru jafn­framt veitt­ar um­hverfis­við­ur­kenn­ing­ar og út­nefn­ing bæj­arlista­manns fór fram. Að þessu sinni varð leir­lista­kon­an Þóra Sig­ur­þórs­dótt­ir fyr­ir val­inu.

Rík hefð hef­ur skap­ast fyr­ir há­tíð­inni og eru það íbú­arn­ir sjálf­ir sem skapa stemm­ing­una og há­tíð­ina sjálfa með því með­al ann­ars að bjóða heim í garð­ana sína, standa fyr­ir götugrill­um og skipu­leggja við­burði.

Þekkt­ir dag­skrárlið­ir bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar eru á sín­um stað, Ullarpartý og mark­aðs­stemm­ing í Ála­fosskvos, flug­véla- og forn­bíla­sýn­ing á Tungu­bökk­um, kjúk­linga­festi­val, götugrill og Palla­ball í fé­lags­heim­il­inu Hlé­garði.

Hápunkt­ur há­tíð­ar­inn­ar er á laug­ar­dags­kvöld þeg­ar stór­tón­leik­ar fara fram á Mið­bæj­ar­torgi. Á tón­leik­un­um stíga á svið GDRN, Húbba Búbba, Gildr­an, Hr. Eydís ásamt Ernu Hrönn, Páll Ósk­ar og Pat­rik. Tón­leik­arn­ir eru fjöl­skyldu­skemmt­un og leggja skipu­leggj­end­ur áherslu á að gest­ir skemmti sér vel og ör­yggi sé í for­gangi.

Á há­tíð­inni fer sam­an menn­ing og áhersla á hreyf­ingu enda er Mos­fells­bær sann­kall­að­ur úti­vist­ar­bær. Há­tíð­in hef­ur stækkað á síð­ustu árum og því er mik­il­vægt að huga vel að ör­yggi gesta og því hef­ur gæsla við há­tíð­ina ver­ið aukin. Sam­st­arf lög­reglu, starfs­fólks fé­lags­mið­stöðva, barna­vernd­ar og ann­arra sem að gæslu koma er ætlað að halda vel utan um há­tíð­ina þann­ig að öll kom­ist heil heim.

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri hvet­ur for­eldra til að fylgjast vel með börn­um sín­um: „Við leggj­um áherslu á að við­burð­ir Í tún­inu heima eru ætl­að­ir allri fjöl­skyld­unni og hvetj­um til sam­veru for­eldra og barna. Mik­il­vægt er að regl­um um úti­vist­ar­tíma sé fylgt en þær kveða á um að börn 12 ára og yngri megi vera úti til kl. 22 á kvöld­in og ung­ling­ar 13 til 16 ára til mið­nætt­is. Börn mega ekki vera á al­manna­færi utan fyrr­greinds tíma nema í fylgd með full­orðn­um.“

Upp­lýs­ing­ar um dagskrá há­tíð­ar­inn­ar má finna á: mos.is/dagskra

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00