Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Starf­semi

Svæð­ið gerir ráð fyr­ir fjölbreyttum þjón­ustukjarna í þágu barna og fjöl­skyld­na. Barna og fjöl­skyldu­stofa gerir ráð fyrir að flytja skrifstofu sína á svæð­ið og þar verði m.a. veitt bú­setu­úr­ræði fyr­ir börn og ung­menni ásamt með­ferð­arein­ingu fyr­ir ung­menni. Þá er gert ráð fyr­ir Mið­stöð mennt­un­ar og skóla­þjón­ustu og Ráð­gjaf­ar- og grein­ing­ar­stöð auk þess að sjálf­stætt starf­andi að­ilar og fé­laga­sam­tök, sem starfa í þágu barna og fjölskyldna, verði með sína starf­semi á svæð­inu.


Markmið

  • Skapa barn­vænt um­hverfi með áhersl­ur á gæði byggð­ar, al­menn­ings­rýma og gróð­urs.
  • Móta byggð í sátt við þá byggð sem fyr­ir er og tek­ur til­lit til nú­ver­andi íbúa, veð­ur­fars, hljóð­vist­ar, birtu­skil­yrða og of­an­vatns­lausna.
  • Að leik- og al­menn­ings­svæði Far­sæld­ar­túns séu eft­ir­sókn­ar­verð fyr­ir alla og nýti kosti Borg­ar­línu fyr­ir fjöl­breytt­an ferða­máta.
  • Sam­þætt­ing byggð­ar og nátt­úru, sam­fé­lags­leg gæði, hringrás­ar­hugs­un, fjöl­breytt­an ferða­máta, stíga­teng­ing­ar við nú­ver­andi byggð sem og góð­ar teng­ing­ar við úti­vist­ar- og íþrótta­svæði Mos­fells­bæj­ar.
  • Mynda um­gjörð um fal­lega byggð sem mót­ast og bygg­ist á löng­um tíma og grund­vall­ist á þrem­ur þátt­um sjálf­bærni; sam­fé­lagi, efna­hagi og um­hverfi.

Skipu­lag

Far­sæld­artún á að byggjast upp sem hlý­legt og fal­legt um­hverfi fyr­ir þá þjón­ustu sem þar verð­ur veitt af hálfu op­in­berra að­ila, fé­laga­sam­taka og einka­að­ila. Hver sú þjón­usta er varð­ar börn, ung­menni og fjöl­skyld­ur þeirra get­ur átt pláss á svæð­inu, en ná­býli mis­mun­andi þjón­ustu­veit­enda og sér­fræð­inga er ómet­an­legt þeg­ar til­gang­ur­inn er að veita barni og þeirra nán­ustu þjón­ustu með heild­stæð­um hætti. Í deili­skipu­lagi Far­sæld­ar­túns verð­ur gert ráð fyr­ir ný­bygg­ing­um sem verða sér­hann­að­ar fyr­ir þá þjón­ustu sem þar á að veita en í Far­sæld­ar­túni munu börn, ung­menni og fjöl­skyld­ur sækja fjöl­breytta þjón­ustu, með­ferð­ar­úr­ræði og tíma­bundna bú­setu og eða vist­un.


Með­ferð­ar­heim­ili í Blöndu­hlíð

Nýtt með­ferð­ar­heim­ili fyr­ir ung­menni var kynnt á dögunum og stefnt er á opnun um miðjan desember. Það verður hýst tíma­bund­ið í Blöndu­hlíð í Far­sæld­ar­túni. For­svars­menn sveit­ar­fé­lag­a hafa lengi kallað eft­ir því að rík­ið sinni sín­um hlut í með­ferð­ar­starfi fyr­ir börn og ung­menni en skort­ur hefur verið í nokkurn tíma á lögbundnum með­ferð­ar­úr­ræð­um af hálfu ríkisins. Opnun Blönduhlíðar er því mikilvægt skref í þeirri vegferð að fjölga meðferðarúrræðum fyrir börn.


Frétt­ir

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00