Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. desember 2024

Fimmtu­dag­inn 5. des­em­ber síð­ast­lið­inn var hald­inn op­inn íbúa­fund­ur um Far­sæld­artún sem áður hét Skála­tún. Fjöl­marg­ir íbú­ar hafa sýnt um­ræð­unni um Far­sæld­artún áhuga enda er far­sæld barna og ung­menna mál­efni sem snert­ir alla.

Markmið fund­ar­ins var að upp­lýsa íbúa og aðra hags­muna­að­ila um þá starf­semi sem er í mót­un í Far­sæld­ar­túni og fram­tíð­ar­sýn svæð­is­ins. Tæp­lega 100 manns sóttu fund­inn.

Góð­ar um­ræð­ur mynd­uð­ust og voru fund­ar­gest­ir al­mennt sam­mála um að Far­sæld­artún verði mik­il lyftistöng fyr­ir Mos­fells­bæ þar sem fjöl­marg­ir sér­fræð­ing­ar koma til með að starfa og veita ráð­gjöf á svæð­inu auk þess sem Mos­fells­bær setji gott for­dæmi fyr­ir önn­ur sveit­ar­fé­lög með því að hafa far­sæld barna og ung­menna að leið­ar­ljósi.

Á fund­in­um kynnti Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar samn­ing­inn sem gerð­ur var við Mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­ið um starf­semi og skipu­lag í Far­sæld­ar­túni. Sól­ey Ragn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar Far­sæld­ar­túns fór yfir fyr­ir­hug­aða starf­semi og fram­tíð­ar­sýn. Full­trú­ar hönn­un­art­eym­is, Silja Trausta­dótt­ir frá Eflu og Magnea Guð­munds­dótt­ir frá T Stiku, fóru yfir skipu­lag um upp­bygg­ingu sem er í mót­un í Far­sæld­ar­túni. Að lok­um kynnti Ólöf Á. Farest­veit, for­stjóri Barna- og fjöl­skyldu­stofu þá starf­semi sem er áætluð í Far­sæld­ar­túni til fram­tíð­ar lit­ið og starf­semi nýja heim­il­is­ins sem verð­ur í bráða­birgða­hús­næði í Blöndu­hlíð.

Far­sæld­artún á að byggjast upp með áherslu á hlý­legt og fal­legt um­hverfi fyr­ir þá þjón­ustu sem þar verð­ur veitt af hálfu op­in­berra að­ila, fé­laga­sam­taka og einka­að­ila. Í deili­skipu­lagi Far­sæld­ar­túns verð­ur gert ráð fyr­ir ný­bygg­ing­um sem verða sér­hann­að­ar fyr­ir þá þjón­ustu sem þar á að veita en í Far­sæld­ar­túni munu börn, ung­menni og fjöl­skyld­ur sækja fjöl­breytta þjón­ustu, með­ferð­ar­úr­ræði og tíma­bundna bú­setu og eða vist­un. Einn­ig er gert ráð fyr­ir þjón­ustu­bygg­ing­um fyr­ir skrif­stof­ur Ráð­gjaf­ar- og grein­ing­ar­stöðv­ar, Mið­stöð mennt­un­ar og skóla­þjón­ustu og Barna- og fjöl­skyldu­stofu. Ekki er gert ráð fyr­ir að Stuðl­ar í heild sinni flytji í Far­sæld­artún, eins og hef­ur kom­ið fram í op­in­berri um­ræðu.


Á efstu mynd, frá vinstri: Magnea Guð­munds­dótt­ir, Silja Trausta­dótt­ir, Funi Sig­urðs­son, Ólöf Á Farest­veit, Sól­ey Ragn­ars­dótt­ir, Regína Ás­valds­dótt­ir og Valdi­mar Birg­is­son (fund­ar­stjóri).

Á neðstu mynd: Fund­ar­gest­ir.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00