Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. nóvember 2024

Í gær, þriðju­dag­inn 26. nóv­em­ber, opn­aði Ásmund­ur Ein­ar Daða­son, mennta- og barna­mála­ráð­herra, með­ferð­ar­heim­il­ið Blöndu­hlíð, sem stað­sett er á Far­sæld­ar­túni í Mos­fells­bæ. Með­ferð­ar­heim­il­ið er fyr­ir ung­menni á aldr­in­um 13–18 ára sem glíma við hegð­un­ar- og fíkni­vanda og verð­ur rek­ið af Barna- og fjöl­skyldu­stofu.

Með­ferð­ar­heim­il­inu er ætlað að vera við­bót við grein­ing­ar- og með­ferð­ar­deild Stuðla. Með því að bæta við öðru með­ferð­ar­heim­ili er unnt að að­greina bet­ur börn með mis­mun­andi vanda og veita á þann hátt sér­hæfð­ari þjón­ustu. Áætlað er að börn með þyngri vanda fái áfram grein­ingu og með­ferð á með­ferð­ar­deild Stuðla. Með­ferð­ar­heim­il­ið Blöndu­hlíð á Far­sæld­ar­túni verð­ur opn­ara úr­ræði en þeg­ar er á Stuðl­um.

Vinna við stofn­un með­ferð­ar­heim­il­is­ins hófst seint á síð­asta ári þeg­ar þörf var á frek­ari að­grein­ingu milli ung­menna eft­ir að Stuðl­ar fóru að taka við börn­um í afplán­un og gæslu­varð­hald. Leigu­samn­ing­ur um hús­næð­ið var und­ir­rit­að­ur í sum­ar og síð­sum­ars var haf­ist handa við fram­kvæmd­ir á hús­næð­inu til þess að það hent­aði til þeirr­ar notk­un­ar sem ætluð var. Eft­ir að brun­inn varð á Stuðl­um í októ­ber, fækk­aði með­ferðarpláss­um á Stuðl­um um tvö rými sem voru færð yfir á neyð­ar­vist­un Stuðla til bráða­birgða. Allt kapp var þá sett í fram­kvæmd­ir á nýja með­ferð­ar­heim­il­inu til að mæta þeim þörf­um sem eru knýj­andi fyr­ir börn í við­kvæmri stöðu.

Blöndu­hlíð er stað­sett á Far­sæld­ar­túni, áður Skála­túni, þar sem unn­ið er að hönn­un nýs þjón­ustukjarna fyr­ir börn og ung­menni. Með Far­sæld­ar­túni er mark­mið­ið að byggja upp mið­stöð sam­starfs lyk­il­stofn­ana og fé­laga­sam­taka sem starfa í þágu far­sæld­ar barna.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00