Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. apríl 2024

Far­sæld­artún, sjálf­seign­ar­stofn­un í þágu barna, ung­menna og fjöl­skyldna, í sam­starfi við Mið­stöð hönn­un­ar og arki­tekt­úrs, aug­lýs­ir val­ferli þar sem leitað er að teymi til að vinna nýtt deili­skipu­lag fyr­ir Skála­túns­svæð­ið í Mos­fells­bæ.

Verk­efn­ið snýst um að móta fram­tíð­ar­skipu­lag fyr­ir Far­sæld­artún. Á svæð­inu verða ýms­ar bygg­ing­ar sem munu hýsa að­ila sem veita börn­um, ung­menn­um og fjöl­skyld­um þeirra þjón­ustu. Gert er ráð fyr­ir að skipu­lag svæð­is­ins taki mið af því að styðja sem best við far­sæld barna en á svæð­inu munu m.a. verða op­in­ber­ar stofn­an­ir, auk fé­laga­sam­taka og sjálf­stætt starf­andi sér­fræð­inga. Hringrás­ar­hugs­un skal höfð að leið­ar­ljósi við gerð deili­skipu­lags­ins.

Æski­legt er að í teymi séu a.m.k. einn arki­tekt og einn lands­lags­arki­tekt með góða þekk­ingu á deili­skipu­lags­gerð, sjálf­bær­um lausn­um og þarf­agrein­ingu.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á vef Mið­stöðv­ar hönn­un­ar og arki­tekt­úrs sem vinn­ur að val­ferl­inu í sam­starfi við Far­sæld­artún.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00