Farsældartún, sjálfseignarstofnun í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, auglýsir valferli þar sem leitað er að teymi til að vinna nýtt deiliskipulag fyrir Skálatúnssvæðið í Mosfellsbæ.
Verkefnið snýst um að móta framtíðarskipulag fyrir Farsældartún. Á svæðinu verða ýmsar byggingar sem munu hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra þjónustu. Gert er ráð fyrir að skipulag svæðisins taki mið af því að styðja sem best við farsæld barna en á svæðinu munu m.a. verða opinberar stofnanir, auk félagasamtaka og sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Hringrásarhugsun skal höfð að leiðarljósi við gerð deiliskipulagsins.
Æskilegt er að í teymi séu a.m.k. einn arkitekt og einn landslagsarkitekt með góða þekkingu á deiliskipulagsgerð, sjálfbærum lausnum og þarfagreiningu.
Nánari upplýsingar má finna á vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sem vinnur að valferlinu í samstarfi við Farsældartún.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði