Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. júlí 2023

Það var mik­ið um dýrð­ir þeg­ar Mos­fells­bær bauð íbúa og starfs­fólk Skála­túns vel­kom­ið í þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar í blíðskap­ar­veðri í Skála­hlíð­inni þann 3. júlí.

Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri, ávarp­aði starfs­fólk og íbúa og færði af þessu til­efni frá­far­andi fram­kvæmda­stjóra Skála­túns, Þóreyju I. Guð­munds­dótt­ur, blóm­vönd. Bæj­ar­stjór­inn naut liðsinn­is bæj­ar­full­trúa og starfs­fólks við að grilla pyls­ur ofan í gesti og Jógv­an Han­sen skemmti af sinni al­kunnu snilld.

Í Skála­hlíð búa 32 íbú­ar og starfs­fólk er rúm­lega 100 og því starfa nú vel yfir 900 manns í sveit­ar­fé­lag­inu öllu eft­ir sam­ein­ing­una. Bú­seta og dag­þjón­usta Skála­túns bæt­ast í hóp ann­arra starfs­staða á vel­ferð­ar­sviði Mos­fells­bæj­ar sem eru nú orðn­ir 14. Skála­tún hóf starf­semi sína 1954 og starfs­fólk­ið þar býr yfir mik­illi þekk­ingu og reynslu á sviði þjón­ustu við fatlað fólk. Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri vel­ferð­ar­sviðs, seg­ist vera ein­stak­lega ánægð með að fá þenn­an öfl­uga hóp starfs­fólks yfir til Mos­fells­bæj­ar og hlakk­ar til sam­starfs­ins á kom­andi árum. Þá seg­ir hún að með sam­ein­ing­unni skap­ist mörg skemmti­leg og spenn­andi tæki­færi til áfram­hald­andi þró­un­ar á þjón­ustu á kom­andi árum.

Mik­il und­ir­bún­ing­ur ligg­ur að baki sam­ein­ing­unni, enda að mörgu að hyggja við að sam­ein­ingu tveggja stofn­ana. Sig­ríð­ur Ind­riða­dótt­ir var feng­in til að stýra breyt­inga­ferl­inu og seg­ir hún ferl­ið hafa ver­ið ein­stak­lega skemmti­legt sam­vinnu­verk­efni stjórn­enda og starfs­fólks Skála­túns og Mos­fells­bæj­ar. Mos­fells­bær legg­ur mikla áherslu á að halda vel utan um bæði starfs­fólk og íbúa í sam­ein­ing­ar­ferl­inu og með­al ann­ars hafa ver­ið haldn­ir upp­lýs­inga- og vinnufund­ir með öllu starfs­fólki og stjórn­end­um sem og íbú­um og að­stand­end­um. Á næstu vik­um verð­ur unn­ið áfram í að móta sam­eig­in­lega vinnu­stað­ar­menn­ingu á vel­ferð­ar­sviði og má sem dæmi nefna að í lok ág­úst er áætl­að­ur sam­eig­in­leg­ur starfs­dag­ur alls starfs­fólks á vel­ferð­ar­sviði í Hlé­garði.

1. Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri, Ás­geir Sveins­son bæj­ar­full­trúi, Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs og Þóra Hjaltested stóðu vakt­ina við grillin.
2. Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir og Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar.
3. Jógv­an og Ólaf­ur Þormar.
4. Und­ir­bún­ings­hóp­ur­inn að störf­um. Frá vinstri: Þóra Hjaltested bæj­arlg­mað­ur, Anna María Ax­els­dótt­ir fjár­mála­deild, Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri vel­ferð­ar­sviðs, Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri, Sig­ríð­ur Ind­riða­dótt­ir breyt­inga­stjóri, Hrafn­hild­ur Sig­ur­hans­dótt­ir deild­ar­stjóri launa­deild­ar og Þórey I. Guð­munds­dótt­ir frá­far­andi fram­kvæmda­stjóri Skála­túns.

5. - 7. Stemn­ing­in í Skála­túni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00