Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Á svæði Skála­túns mun rísa ný byggð sem mun hýsa að­ila sem veita börn­um, ung­menn­um og fjöl­skyld­um þeirra þjón­ustu og mun rekst­ur­inn, eins og hann hef­ur ver­ið und­an­farin ár, því taka breyt­ing­um eins og áður hef­ur kom­ið fram. Þeir íbú­ar sem þeg­ar eru bú­sett­ir á svæð­inu halda áfram að búa þar og njóta þjón­ustu frá Mos­fells­bæ en upp­bygg­ing svæð­is­ins mun taka nokk­urn tíma.

Í þeim til­gangi að marka nýtt upp­haf á svæð­inu réð­ist sjálf­seign­ar­stofn­un­in í nafna­sam­keppni. Rúm­lega 150 til­lög­ur bár­ust. Nið­ur­staða dóm­nefnd­ar var að heit­ið „Far­sæld­artún“ yrði hlut­skarp­ast. Vinn­ings­haf­arn­ir heita Gerð­ur Páls­dótt­ir, Guð­rún Birna Ein­ars­dótt­ir og Sig­ur­veig Gunn­ars­dótt­ir og hver um sig hlaut 100.000 króna pen­inga­verð­laun og við­ur­kenn­ing­ar­skjal.

Orð­ið far­sæld merk­ir sam­kvæmt orða­bók „það að farn­ast vel í líf­inu“. Sam­kvæmt lög­um um sam­þætt­ingu þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barna, far­sæld­ar­lög­un­um, merk­ir far­sæld barns þær „að­stæð­ur sem skapa barni skil­yrði til að ná lík­am­leg­um, sál­ræn­um, vits­muna­leg­um, sið­ferði­leg­um og fé­lags­leg­um þroska og heilsu á eig­in for­send­um til fram­tíð­ar. Dóm­nefnd­in taldi að vís­an í tún væri m.a. vís­an í gamla tíma þar sem fyrra heiti svæð­is­ins var Skála­tún. Einn­ig að þann­ig væri vísað í hefð­ir Mos­fells­bæj­ar eins og bæj­ar­há­tíð­ina „Í tún­inu heima“. Þá eru tún tákn um grósku og upp­skeru, sem vís­ar til þess starfs sem fara mun fram á svæð­inu þeg­ar það hef­ur ver­ið byggt.

Dóm­nefnd­in var skip­uð þrem­ur full­trú­um, Ásmundi Ein­ari Daða­syni, mennta- og barna­mála­ráð­herra, f.h. mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­is­ins, Önnu Sig­ríði Guðna­dótt­ur bæj­ar­full­trúa, f.h. Mos­fells­bæj­ar og Ragn­ari Jóns­syni, f.h. aug­lýs­inga­stof­unn­ar TVIST.

Sjálf­seigna­stofn­un­in hef­ur haf­ið sam­st­arf við hönn­un­ar­mið­stöð Ís­land og far­ið verð­ur í val­ferli til að leita að teymi arki­tekta og fleiri fag­að­ila til að móta hug­mynd­ir og til­lög­ur að deili­skipu­lagi svæð­is­ins. Mark­mið­ið er að val á teymi liggi fyr­ir í vor og þá verði haf­inn und­ir­bún­ing­ur að deili­skipu­lagi svæð­is­ins.

Ný­lega sam­þykkti stjórn­in að gera samn­ing við Karla í skúr­um um eft­ir­lit með þeim hús­eign­um á svæð­inu sem ekki eru í notk­un og á einni af mynd­un­um má sjá Sól­eyju Ragn­ars­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra Far­sæld­ar­túns og Jón B Guð­munds­son fyr­ir hönd Karla í skúr­um skrifa und­ir samn­ing þess efn­is.

Mynd 1: Vinn­ings­haf­ar og dóm­nefnd.
Mynd 2: Sól­ey Ragn­ars­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Far­sæld­ar­túns og Jón B Guð­munds­son fyr­ir hönd Karla í skúr­um skrifa und­ir samn­ing­inn.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00