Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 06.11.2024 að kynna skipulags- og verklýsingu fyrir Farsældartún í Mosfellsbæ. Sett er fram skipulagslýsing vegna deiliskipulags Farsældartúns þ.e. heildarendurskoðunar á gildandi deiliskipulagi Skálatúns. Verkefnið snýst um að móta framtíðarskipulag fyrir Farsældartún.
Nýju skipulagi svæðisins og starfsemi nýrrar sjálfseignarstofnunar er ætlað að styðja sem best við farsæld barna og á svæðinu verða byggingar sem munu hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra þjónustu s.s. opinberar stofnanir, sérskóli, félagasamtök og sjálfstætt starfandi sérfræðingar. Við vinnslu skipulagsins verður leitast við að greina staðarandann og sögu staðarins í samhengi við sögu Mosfellsbæjar. Markmið skipulagslýsingar er fyrst og fremst að kynna fyrir íbúum og helstu hagaðilum áform skipulagsins, ferli og samráð.
Gefinn er kostur á að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri vegna tillögu í Skipulagsgáttinni, mál nr. 1457/2024.
Umsagnafrestur er til og með 10. janúar 2025.