Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um þann 06.11.2024 að kynna skipu­lags- og verk­lýs­ingu fyr­ir Far­sæld­artún í Mos­fells­bæ. Sett er fram skipu­lags­lýs­ing vegna deili­skipu­lags Far­sæld­ar­túns þ.e. heild­ar­end­ur­skoð­un­ar á gild­andi deili­skipu­lagi Skála­túns. Verk­efn­ið snýst um að móta fram­tíð­ar­skipu­lag fyr­ir Far­sæld­artún.

Nýju skipu­lagi svæð­is­ins og starf­semi nýrr­ar sjálf­seign­ar­stofn­un­ar er ætlað að styðja sem best við far­sæld barna og á svæð­inu verða bygg­ing­ar sem munu hýsa að­ila sem veita börn­um, ung­menn­um og fjöl­skyld­um þeirra þjón­ustu s.s. op­in­ber­ar stofn­an­ir, sér­skóli, fé­laga­sam­tök og sjálf­stætt starf­andi sér­fræð­ing­ar. Við vinnslu skipu­lags­ins verð­ur leit­ast við að greina stað­ar­and­ann og sögu stað­ar­ins í sam­hengi við sögu Mos­fells­bæj­ar. Markmið skipu­lags­lýs­ing­ar er fyrst og fremst að kynna fyr­ir íbú­um og helstu hag­að­il­um áform skipu­lags­ins, ferli og sam­ráð.

Gef­inn er kost­ur á að koma at­huga­semd­um eða ábend­ing­um á fram­færi vegna til­lögu í Skipu­lags­gátt­inni, mál nr. 1457/2024.

Um­sagna­frest­ur er til og með 10. janú­ar 2025.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00