22. ágúst 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
Í upphafi fundar var samþykkt að taka nýtt mál, Betri samgöngur - samgöngusáttmálinn, á dagskrá fundarins sem verði mál nr. 9 á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Sorpa - ESA mál202408104
Tillaga frá SSH um afgreiðslu máls er lýtur að ESA máli Sorpu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu SSH að efnahagsleg starfsemi Sorpu bs. verði færð í félag, eða eftir atvikum félög, með takmarkaðri ábyrgð í því skyni að ljúka máli gagnvart ESA. Efnahagsleg starfsemi í þessu tilliti tekur til reksturs móttöku- og flokkunarstöðvar í Gufunesi, gas- og jarðgerðarstöðvar á Álfsnesi og urðunarstaðar á Álfsnesi. Tillögur um nánari útfærslur þessa munu liggja fyrir í upphafi árs 2025.
2. Uppbygging að Varmá202311403
Tillaga um að kannaður verði áhugi markaðsaðila á tveimur þróunarverkefnum á Varmársvæði með það að markmiði að fá hæfa og áhugasama aðila til samstarfs um þróun og uppbyggingu.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um könnun á áhuga aðila á tveimur þróunarverkefnum á Varmársvæðinu. Rúnar Bragi Guðlaugsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
3. Þátttaka Mosfellsbæjar í verkefninu Fótbolti fyrir alla202408173
Lagt er til að Mosfellsbær taki þátt í verkefninu Fótbolti fyrir alla og veiti styrk til að standa m.a. straum af stuðningsþjónustu við iðkendur frá hausti 2024 til ársloka 2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um þátttöku í verkefninu Fótbolti fyrir alla og styrkveitingu til verkefnisins.
4. Hlégarður - umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisleyfis - Pallaball Aftureldingar202408181
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna Pallaballs Aftureldingar þann 31. ágúst nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tímabundins tækifærisleyfis vegna Pallaballs þann 31. ágúst 2024 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Bæjarráð leggur áherslu á að við undirbúning og framkvæmd verði horft til þeirra ábendinga sem fram koma í fyrirliggjandi umsögn.
5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar - viðauki202303627
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024 lagður fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2024. Heildaráhrif viðaukans á fjárhagsáætlun ársins eru þau að rekstrarniðurstaða verður óbreytt, fjárfestingar aukast um 150 m.kr., handbært fé lækkar um 150 m.kr. auk þess sem endurfjármögnun langtímalána nemur 141 m.kr.
Gestir
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
6. Rekstur deilda janúar til júní 2024202408079
Yfirlit yfir rekstur deilda janúar til júní 2024 lagt fram til kynningar.
Yfirlit yfir rekstur deilda janúar til júní 2024 kynnt.
Gestir
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar - breyting á gjaldskrám202303627
Tillaga um lækkun á gjaldskrám leikskóla, dagforeldra og frístundaselja lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum lækkun á gjaldskrám leikskóla, dagforeldra og frístundaselja í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
8. Útboð á kaupum á LED lömpum til götulýsingar202401528
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að taka tilboði í uppsetningu á LED lömpum vegna endurnýjunar götulýsingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að taka tilboði Bergraf ehf. í uppsetningu á LED lömpum vegna endurnýjunar götulýsingar.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
9. Betri samgöngur samgöngusáttmáli202301315
Uppfærður samgöngusáttmáli ásamt fylgigögnum lagður fram.
Uppfærður samgöngusáttmáli ásamt fylgigögnum, sem undirritaður var 21. ágúst með fyrirvara um afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar, lagður fram á fundinum til upplýsinga. Kynning á sáttamálanum fer fram á næsta fundi bæjarráðs þann 29. ágúst nk.
- Fylgiskjal1. Viðauki við Samgöngusáttmálann ásamt framkvæmda- og fjárstreymisáætlun.pdfFylgiskjal2. Samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald.pdfFylgiskjal3. Yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála.pdfFylgiskjal4. Glærur frá kynningarfundi 20.08.24.pdfFylgiskjalGreinargerð viðræðuhóps_agust2024.pdfFylgiskjal1. Minnisblað samþykkt á fundi forsætisráðherra fjármála og efnahagsráðherra og innviðaráðherra með bæjarstjórum sveitarfélaganna borgarstjóra og samtök.pdfFylgiskjal2. Cowi Mannvit 2024 Capital Area Transport Pact Socioeconomic Analysis.pdfFylgiskjal3. Minnisblað rýnihóps um úrbætur á stjórnkerfi samgöngusáttmála (2024).pdfFylgiskjal4. Minnisblað um Miklubraut í jarðgöng. (2023).pdfFylgiskjal5. Betri samgöngur. Samgöngusáttmálinn. Mörkun og skilgreining framkvæmda. (2024).pdfFylgiskjal6. Uppfærð rekstraráætlun almenningssamgangna Nýtt leiðanet með Borgarlínu (2024).pdfFylgiskjal7. Forsendur rekstraráætlunar Nýs leiðanets. (2024).pdfFylgiskjalSamgongusattmali_undirritadur.pdf