Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. apríl 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
 • Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að taka nýtt mál á dagskrá fund­ar­ins, upp­bygg­ing að Varmá, sem verð­ur nr. 9 á dagskrá fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Breyt­ing á legu brauta á Hlíða­velli202212133

  Lögð fyrir bæjarráð tillaga að breytingu Hlíðavallar ásamt samkomulagi við GM um fyrsta áfanga framkvæmda.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa til skipu­lags­nefnd­ar skipu­lags­gerð Hlíða­vall­ar og stækk­un vall­ar­ins um 6,4 ha í sam­ræmi við til­lögu Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar sem nefn­ist 1B.

  Þá sam­þykk­ir bæj­ar­ráð fyr­ir­liggj­andi drög að sam­komu­lagi við Golf­klúbb Mos­fells­bæj­ar um fyrsta áfanga vinnu við að­lög­un Hlíða­vall­ar að nær­liggj­andi byggð.

  Gestir
  • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
 • 2. Varmár­skóli - vesturálma - end­ur­bæt­ur202404244

  Lögð er fram til kynningar skýrsla EFLU um innivist vesturálmu Varmárskóla. Jafnframt er óskað heimildar bæjarráðs til að framkvæma verðfyrirspurn vegna 1. áfanga endurbóta í tengslum við rakamyndun í kjallara vesturálmu.

  Bæj­ar­ráð fel­ur um­hverf­is­sviði að rýna fyr­ir­liggj­andi skýrslu EFLU um inni­vist vesturálmu í sam­ráði við fræðslu- og frí­stunda­svið.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmd verð­fyr­ir­spurn­ar vegna 1. áfanga lag­fær­inga sök­um raka­skemmda í kjall­ara vesturálmu Varmár­skóla, í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

  Gestir
  • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
  • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
  • 3. Íþróttamið­stöðin að Varmá - end­ur­bæt­ur 2024202404301

   Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í endurbætur á ytra byrði Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá í samræmi við fjárfestingaáætlun.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fara í end­ur­bæt­ur á ytra byrði Íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar að Varmá í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

   Gestir
   • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
   • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
   • 4. Kvísl­ar­skóli lóð­ar­frá­gang­ur202404259

    Óskað er heimildar til útboðs á endurbótum á dreni og lóð Kvíslarskóla í samræmi við fjárfestingaáætlun.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila út­boð á end­ur­bót­um á lóða­frá­gangi og dreni við Kvísl­ar­skóla í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    Gestir
    • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
    • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
    • 5. Grennd­ar­stöðv­ar í Mos­fells­bæ202302133

     Lagt er til að bæjarráð heimili umhverfissviði að fara í verðfyrirspurn vegna framkvæmda við grenndarstöðvar í Bogatanga og Vogatungu.

     Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að fara í verð­fyr­ir­spurn vegna fyr­ir­hug­aðra fram­kvæmda við grennd­ar­stöðv­ar í Bo­ga­tanga og Voga­tungu í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

     Gestir
     • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
     • 6. Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um ra­f­ræna vökt­un202104247

      Uppfærðar reglur um rafræna vöktun lagðar fram til samþykktar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um nýj­ar regl­ur um ra­f­ræna vökt­un.

     • 7. Stofn­fram­lög vegna Úu­götu 10-12202403796

      Lagt er til að samþykkt verði stofnframlag til Bjargs íbúðafélags vegna byggingar 24 íbúða við Úugötu 10-12 í Mosfellsbæ.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að veita Bjargi íbúða­fé­lagi stofn­fram­lag vegna bygg­ing­ar á 24 íbúð­um að Úu­götu 10-12. Jafn­framt er fyr­ir­liggj­andi sam­komulag við Bjarg um upp­bygg­ingu leigu­íbúða í Mos­fells­bæ sam­þykkt.

      • 8. Að­al­fund­ar­boð 2024 - Betri sam­göng­ur202404125

       Boð á aðalfund Betri samgangna ohf. sem fram fer 23. apríl nk. lagt fram til kynningar.

       Lagt fram.

      • 9. Upp­bygg­ing að Varmá202311403

       Þarfagreining vegna þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá unnin af stýrihópi um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá lögð fram til kynningar.

       Kynn­ing fór fram á þarf­agrein­ingu vegna þjón­ustu- og að­komu­bygg­ing­ar að Varmá. Þarf­agrein­ing­in er lið­ur í vinnu stýri­hóps um end­ur­skoð­un á fram­tíð­ar­sýn fyr­ir íþrótta­svæð­ið að Varmá. Bæj­ar­ráð vís­ar þarf­agrein­ing­unni til kynn­ing­ar í við­eig­andi fasta­nefnd­um sveita­fé­lags­ins.

       Gestir
       • Sif Sturludóttir, leiðtogi upplýsingastjórnunar

      Fund­ur bæj­ar­ráðs 25. apríl nk. fell­ur nið­ur þar sem fund­inn ber upp á frídag. Næsti fund­ur bæj­ar­ráðs fer fram 2. maí nk.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:44