18. apríl 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að taka nýtt mál á dagskrá fundarins, uppbygging að Varmá, sem verður nr. 9 á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Breyting á legu brauta á Hlíðavelli202212133
Lögð fyrir bæjarráð tillaga að breytingu Hlíðavallar ásamt samkomulagi við GM um fyrsta áfanga framkvæmda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa til skipulagsnefndar skipulagsgerð Hlíðavallar og stækkun vallarins um 6,4 ha í samræmi við tillögu Golfklúbbs Mosfellsbæjar sem nefnist 1B.
Þá samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi drög að samkomulagi við Golfklúbb Mosfellsbæjar um fyrsta áfanga vinnu við aðlögun Hlíðavallar að nærliggjandi byggð.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
2. Varmárskóli - vesturálma - endurbætur202404244
Lögð er fram til kynningar skýrsla EFLU um innivist vesturálmu Varmárskóla. Jafnframt er óskað heimildar bæjarráðs til að framkvæma verðfyrirspurn vegna 1. áfanga endurbóta í tengslum við rakamyndun í kjallara vesturálmu.
Bæjarráð felur umhverfissviði að rýna fyrirliggjandi skýrslu EFLU um innivist vesturálmu í samráði við fræðslu- og frístundasvið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila framkvæmd verðfyrirspurnar vegna 1. áfanga lagfæringa sökum rakaskemmda í kjallara vesturálmu Varmárskóla, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
3. Íþróttamiðstöðin að Varmá - endurbætur 2024202404301
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í endurbætur á ytra byrði Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá í samræmi við fjárfestingaáætlun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fara í endurbætur á ytra byrði Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
4. Kvíslarskóli lóðarfrágangur202404259
Óskað er heimildar til útboðs á endurbótum á dreni og lóð Kvíslarskóla í samræmi við fjárfestingaáætlun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila útboð á endurbótum á lóðafrágangi og dreni við Kvíslarskóla í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
5. Grenndarstöðvar í Mosfellsbæ202302133
Lagt er til að bæjarráð heimili umhverfissviði að fara í verðfyrirspurn vegna framkvæmda við grenndarstöðvar í Bogatanga og Vogatungu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að fara í verðfyrirspurn vegna fyrirhugaðra framkvæmda við grenndarstöðvar í Bogatanga og Vogatungu í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
6. Reglur Mosfellsbæjar um rafræna vöktun202104247
Uppfærðar reglur um rafræna vöktun lagðar fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum nýjar reglur um rafræna vöktun.
7. Stofnframlög vegna Úugötu 10-12202403796
Lagt er til að samþykkt verði stofnframlag til Bjargs íbúðafélags vegna byggingar 24 íbúða við Úugötu 10-12 í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Bjargi íbúðafélagi stofnframlag vegna byggingar á 24 íbúðum að Úugötu 10-12. Jafnframt er fyrirliggjandi samkomulag við Bjarg um uppbyggingu leiguíbúða í Mosfellsbæ samþykkt.
8. Aðalfundarboð 2024 - Betri samgöngur202404125
Boð á aðalfund Betri samgangna ohf. sem fram fer 23. apríl nk. lagt fram til kynningar.
Lagt fram.
9. Uppbygging að Varmá202311403
Þarfagreining vegna þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá unnin af stýrihópi um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá lögð fram til kynningar.
Kynning fór fram á þarfagreiningu vegna þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá. Þarfagreiningin er liður í vinnu stýrihóps um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá. Bæjarráð vísar þarfagreiningunni til kynningar í viðeigandi fastanefndum sveitafélagsins.
Gestir
- Sif Sturludóttir, leiðtogi upplýsingastjórnunar
Fundur bæjarráðs 25. apríl nk. fellur niður þar sem fundinn ber upp á frídag. Næsti fundur bæjarráðs fer fram 2. maí nk.