Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. nóvember 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Neyð­arstig Al­manna­varna vegna nátt­úru­ham­fara á Reykja­nesi202311368

    Veittar verða upplýsingar í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi og rýmingu á Grindavíkursvæðinu.

    Bæj­ar­stjóri skýrði frá hlut­verki og verk­efn­um neyð­ar­stjórn­ar og fram­kvæmda­stjórn­ar al­manna­varn­ar­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og fór yfir stöðu mála varð­andi að­stoð við íbúa Grinda­vík­ur.

    • 2. Funda­dagskrá 2024202311032

      Tillaga að fundadagskrá bæjarráðs fyrir árið 2024.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi funda­dagskrá bæj­ar­ráðs fyr­ir árið 2024.

    • 3. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2023202301251

      Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga. Um er að ræða lang­tíma­lán kr. 800.000.000, með loka­gjald­daga þann 20. fe­brú­ar 2039, í sam­ræmi við skil­mála sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 2312_56.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standi tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­ur og fram­lög til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

      Er lán­ið tek­ið til að fjár­magna fram­kvæmd­ir sveit­ar­fé­lags­ins og end­ur­fjármögn­un af­borg­ana eldri lána sem fel­ur í sér að vera verk­efni sem hef­ur al­menna efna­hags­lega þýð­ingu, sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.

      Jafn­framt er Regínu Ás­valds­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

      Gestir
      • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
    • 4. Er­indi Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar varð­andi upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja og sam­starfs­vett­vang Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar202311366

      Erindi Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja og samstarfsvettvang Mosfellsbæjar og Aftureldingar.

      Áskor­an­ir formanna­fund­ar Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar varð­andi heild­ar­sýn og skipu­lagn­ingu íþrótta­mann­virkja að Varmá, varð­andi knatt­spyrnu­völl og frjálsí­þrótta­svæði og sam­starfs­vett­vang Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar lagð­ar fram og rædd­ar.


      ***
      Bók­un B, C og S lista:
      Bæj­ar­ráðs­menn B, S og C lista árétta að á 1598. fundi bæj­ar­ráðs þann 19.10.2023 var ákveð­ið að breyta sam­setn­ingu sam­ráðsvett­vangs Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar. Eng­in reynsla er komin á þá breyt­ingu og því leitt að Aft­ur­eld­ing hafi sagt sig ein­hliða frá sam­ráði við bæj­ar­yf­ir­völd.

      Hvað varð­ar fram­tíð­ar­sýn fyr­ir íþrótta­svæð­ið að Varmá þá hef­ur ver­ið unn­ið jafnt og þétt að henni, m.a. með hönn­un á svæð­inu við að­al­völl­inn, þar sem búið er að gróf­hanna að­skiln­að á milli knatt­spyrnu­vall­ar og frjálsí­þrótta­braut­ar og mæla út fyr­ir stærri stúku. Enn frem­ur hef­ur ver­ið far­ið ít­ar­lega yfir teikn­ingu að þjón­ustu­bygg­ingu, með það í huga að skoða mögu­leika á breyt­ing­um. Bent er á að fyr­ir þess­um bæj­ar­ráðs­fundi ligg­ur minn­is­blað frá Um­hverf­is­sviði þar sem far­ið er yfir stöðu upp­bygg­ing­ar m.t.t. skipu­lags- og um­hverf­is­þátta.

      Hvað varð­ar áskor­un formanna inn­an UMFA um að báð­ir vell­ir verði full­klár­að­ir í ein­um áfanga þá kem­ur fram í of­an­greindu minn­is­blaði að ekki sé tal­ið ráð­legt að vinna að fót­bolta­velli og frjálsí­þrótta­velli sam­tím­is. Frjálsí­þrótta­völl­ur verð­ur byggð­ur að Varmá og tíma­setn­ing þess­ar­ar fram­kvæmd­ar verð­ur ákveð­in í fjár­hags­áætlun

      ***
      Fund­ar­hlé hófst kl. 8:54. Fund­ur hófst aft­ur kl. 09:02

      ***

      Bók­un D lista:
      Sú staða sem komin er upp í sam­skipt­um Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar er mik­ið áhyggju­efni og von­brigði.

      Það að full­trú­ar Aft­ur­eld­ing­ar hafi séð sig knúna til að segja sig úr sam­ráðsvett­vangi Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar, sem hef­ur ver­ið starf­rækt­ur síð­an 2019 með góð­um ár­angri, er til­komin vegna vinnu­bragða og ákvarð­ana­töku meiri­hluta Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar í mál­efn­um tengd­um Aft­ur­eld­ingu og íþrótt­ar­svæð­inu að Varmá. Ákvarð­ana­taka sem var án sam­ráðs eða sam­starfs við fé­lag­ið hef­ur orð­ið þess vald­andi að mik­il upp­lausn er í stjórn­um deilda Aft­ur­eld­ing­ar.

      Aft­ur­eld­ing er stærsta íþrótta­fé­lag bæj­ar­ins með fjölda sjálf­boða­liða en fáa starfs­menn mið­að við fjölda deilda og ið­k­enda.

      Full­trú­ar D-lista í bæj­ar­ráði leggja mikla áherslu á að bæj­ar­stjóri og full­trú­ar meiri­hlut­ans bregð­ist skjótt við og form­geri á ný sam­st­arf við Aft­ur­eld­ingu sem stuðli að taf­ar­lausri upp­bygg­ingu á íþrótta­svæð­inu að Varmá sem og að veita fé­lag­inu, starfs­fólki, ið­k­end­um og sjálf­boða­lið­um öfl­ug­an stuðn­ing við hið gríð­ar­lega mik­il­væga starf sem unn­ið er inn­an fé­lags­ins.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
    • 5. Er­indi frá Frjálsí­þrótta­sam­bandi Ís­lands202311389

      Erindi frá Frjálsíþróttasambandi Íslands þar sem skorað er á bæjarstjórn Mosfellsbæjar að standa vörð um innviði fyrir frjálsíþróttastarf í Mosfellsbæ og þannig um leið fjölbreytt íþróttalíf til framtíðar.

      Er­indi Frjálsí­þrótta­sam­bands Ís­lands varð­andi inn­viði fyr­ir frjálsí­þrótt­ast­arf lagt fram og rætt.

      ***
      Bók­un B, C og S lista:
      Meiri­hluti bæj­ar­ráðs tek­ur und­ir með Frjálsí­þrótta­sam­band­inu um að að­staða fyr­ir ið­k­end­ur frjálsra íþrótta þurfi að vera fyr­ir hendi. Eft­ir tals­verða vinnu og sam­töl við hag­að­ila var tekin sú ákvörð­un að að­skilja vell­ina enda ljóst að ákvörð­un um að leggja gervi­gras á fót­bolta­völl­inn haml­ar sam­nýt­ingu deild­anna. Frjálsí­þrótta­völl­ur verð­ur byggð­ur að Varmá og tíma­setn­ing þeirr­ar fram­kvæmd­ar verð­ur ákveð­in í fjár­hags­áætlun.

      Bók­un D og L lista:
      Bæj­ar­full­trú­ar D og L lista lögðu fram við fyrri um­ræðu fjár­hags­áætl­un­ar til­lögu um að fram­kvæmd­ir við að­al­völl Aft­ur­eld­ing­ar og þar á með­al frjálsí­þrótta­vall­ar verði klár­uð í ein­um ver­káfanga.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
    • 6. Upp­bygg­ing að Varmá202311403

      Minnisblað um stöðu uppbyggingar á Varmársvæðinu með tilliti til skipulags- og umhverfisþátta.

      Til­laga B, C og S lista:
      Meiri­hluti bæj­ar­ráðs legg­ur til að bæj­ar­stjóra verði fal­ið að út­búa drög að er­ind­is­bréfi fyr­ir stýri­hóp um end­ur­skoð­un á fram­tíð­ar­sýn fyr­ir íþrótta­svæð­ið að Varmá og leggja fyr­ir bæj­ar­ráð. Með­al þess sem stýri­hóp­ur­inn skal skoða er hver ytri rammi svæð­is­ins skuli vera, gera drög að kostn­að­ar­mati ein­stakra fram­kvæmda og skoða mögu­leg­ar fjár­mögn­un­ar­leið­ir vegna upp­bygg­ing­ar að­stöðu.

      ***
      Fund­ar­hlé hófst kl. 09:36. Fund­ur hófst aft­ur kl. 09:47.

      ***

      Til­lag­an sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

      ***
      Bók­un B, C og S lista:
      Meiri­hluti bæj­ar­ráðs þakk­ar fyr­ir skýrt og gott minn­is­blað um Varmár­svæð­ið: Stöðumat vegna skipu­lags- og um­hverf­is­þátta á íþrótta­svæð­inu að Varmá og fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir.

      Í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði um­hverf­is­sviðs kem­ur fram að til stað­ar eru nokk­ur ólík skipu­lags­áform og áætlan­ir við Varmár­svæð­ið og nauð­syn­legt sé að rýna þau áform og skapa heild­stæða áætlun fyr­ir þetta fjöl­breytta svæði. Meiri­hlut­inn tek­ur und­ir þess­ar ráð­legg­ing­ar um­hverf­is­sviðs og bein­ir því til bæj­ar­stjóra að þessi víð­ari sýn á svæð­ið verði einn­ig skoð­uð í sam­hengi við vinnu við end­ur­skoð­un fram­tíð­ar­sýn­ar fyr­ir íþrótta­svæð­ið.

      Bók­un D lista:
      Eins og fram kem­ur í bók­un okk­ar í máli nr. 4 í þess­ari funda­gerð, hvetj­um við meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar og bæj­ar­yf­ir­völd til þess að form­gera á ný sam­st­arf við Aft­ur­eld­ingu um upp­bygg­ingu á Varmár­svæð­inu sem allra fyrst.

      Mik­il vinna und­an­farin ár hef­ur ver­ið unn­in og mik­ið af gögn­um liggja fyr­ir, m.a. í skýrslu Eflu þar sem kem­ur fram fram­tíð­ar­sýn og upp­bygg­ingaráform að Varmá, ásamt for­gangs­röðun að upp­bygg­ingu.
      Sú vinna og þau gögn ættu að nýt­ast vel í áfram­hald­andi vinnu við að koma löngu ákveðn­um fram­kvæmd­um við Íþrótta­svæð­ið við Varmá af stað

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
    • 7. Sam­st­arf Aft­ur­eld­ing­ar og Mos­fells­bæj­ar202311386

      Tillaga D lista til bæjarráðs þar sem óskað er eftir umræðu um samstarf Aftureldingar og Mosfellsbæjar.

      Um­ræða um sam­st­arf Aft­ur­eld­ing­ar og Mos­fells­bæj­ar auk þess sem vísað var til fyrri um­ræðu og af­greiðslu á fund­in­um í mál­um 4-6.

      ***
      Bók­un D lista:
      Bæj­ar­ráðs­full­trú­ar D lista vísa í bók­un sína í máli nr. 4 í þess­ari fund­ar­gerð um stöðu mála sem komin er upp í sam­starfi Aft­ur­eld­ing­ar og Mos­fells­bæj­ar.

      Dagný Krist­ins­dótt­ir vék af fundi kl. 10:04
    • 8. Fjár­hags­áætlun Skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins - bók­an­ir eig­enda­vett­vangs202311130

      Bókanir eigendavettvangs skíðasvæðanna lagðar fram ásamt fjárhagsáætlun skíðasvæðanna og gjaldskrá fyrir árið 2024.

      Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

      • 9. Starfs- og fjár­hags­áætlun Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyr­ir árið 2024202311373

        Starfs- og fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2024 ásamt tillögu um árgjald lögð fram til samþykktar.

        Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

        • 10. Ára­móta­brenna neð­an Holta­hverf­is við Leir­vog - um­sagn­ar­beiðni202311351

          Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna Áramótabrennu neðan Holtahverfis við Leirvog.

          Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

          • 11. Þrett­ánda­brenna neð­an Holt­hverf­is við Leir­vog - um­sagn­ar­beiðni202311364

            Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna þrettándabrennu neðan Holtahverfis við Leirvog.

            Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

            • 12. Fyr­ir­spurn frá Al­þingi um lög­bundn­ar nefnd­ir inn­an sveit­ar­fé­laga202311372

              Erindi innviðaráðuneytis vegna fyrirspurnar frá Alþingi um lögbundnar nefndir innan sveitarfélaga. Svara er óskað eigi síðar en 24. nóvember nk.

              Bæj­ar­ráð fel­ur bæj­ar­stjóra að hlutast til um að er­ind­inu verði svarað.

            • 13. Frum­varp til laga um skatta og gjöld (gistinátta­skatt­ur, áfeng­is­gjald o.fl)202311370

              Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl). Umsagnarfrestur er til 1. desember nk.

              Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

              • 14. Frum­varp til laga um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga202311349

                Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis varðandi frumvarp innviðaráðherra um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til 30. nóvember nk.

                Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:06