23. nóvember 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
2. Fundadagskrá 2024202311032
Tillaga að fundadagskrá bæjarráðs fyrir árið 2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi fundadagskrá bæjarráðs fyrir árið 2024.
3. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2023202301251
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með fimm atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Um er að ræða langtímalán kr. 800.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2312_56.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Gestir
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
4. Erindi Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja og samstarfsvettvang Mosfellsbæjar og Aftureldingar202311366
Erindi Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja og samstarfsvettvang Mosfellsbæjar og Aftureldingar.
Áskoranir formannafundar Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi heildarsýn og skipulagningu íþróttamannvirkja að Varmá, varðandi knattspyrnuvöll og frjálsíþróttasvæði og samstarfsvettvang Mosfellsbæjar og Aftureldingar lagðar fram og ræddar.
***
Bókun B, C og S lista:
Bæjarráðsmenn B, S og C lista árétta að á 1598. fundi bæjarráðs þann 19.10.2023 var ákveðið að breyta samsetningu samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar. Engin reynsla er komin á þá breytingu og því leitt að Afturelding hafi sagt sig einhliða frá samráði við bæjaryfirvöld.Hvað varðar framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá þá hefur verið unnið jafnt og þétt að henni, m.a. með hönnun á svæðinu við aðalvöllinn, þar sem búið er að grófhanna aðskilnað á milli knattspyrnuvallar og frjálsíþróttabrautar og mæla út fyrir stærri stúku. Enn fremur hefur verið farið ítarlega yfir teikningu að þjónustubyggingu, með það í huga að skoða möguleika á breytingum. Bent er á að fyrir þessum bæjarráðsfundi liggur minnisblað frá Umhverfissviði þar sem farið er yfir stöðu uppbyggingar m.t.t. skipulags- og umhverfisþátta.
Hvað varðar áskorun formanna innan UMFA um að báðir vellir verði fullkláraðir í einum áfanga þá kemur fram í ofangreindu minnisblaði að ekki sé talið ráðlegt að vinna að fótboltavelli og frjálsíþróttavelli samtímis. Frjálsíþróttavöllur verður byggður að Varmá og tímasetning þessarar framkvæmdar verður ákveðin í fjárhagsáætlun
***
Fundarhlé hófst kl. 8:54. Fundur hófst aftur kl. 09:02***
Bókun D lista:
Sú staða sem komin er upp í samskiptum Mosfellsbæjar og Aftureldingar er mikið áhyggjuefni og vonbrigði.
Það að fulltrúar Aftureldingar hafi séð sig knúna til að segja sig úr samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar, sem hefur verið starfræktur síðan 2019 með góðum árangri, er tilkomin vegna vinnubragða og ákvarðanatöku meirihluta Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í málefnum tengdum Aftureldingu og íþróttarsvæðinu að Varmá. Ákvarðanataka sem var án samráðs eða samstarfs við félagið hefur orðið þess valdandi að mikil upplausn er í stjórnum deilda Aftureldingar.
Afturelding er stærsta íþróttafélag bæjarins með fjölda sjálfboðaliða en fáa starfsmenn miðað við fjölda deilda og iðkenda.
Fulltrúar D-lista í bæjarráði leggja mikla áherslu á að bæjarstjóri og fulltrúar meirihlutans bregðist skjótt við og formgeri á ný samstarf við Aftureldingu sem stuðli að tafarlausri uppbyggingu á íþróttasvæðinu að Varmá sem og að veita félaginu, starfsfólki, iðkendum og sjálfboðaliðum öflugan stuðning við hið gríðarlega mikilvæga starf sem unnið er innan félagsins.Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
- FylgiskjalSamþykkt formannafundar Ungmennafélagsins Aftureldingar -Samráðsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar.pdfFylgiskjalÁskorun til bæjarstjórnar -Heildrsýn og skipulagning íþróttamannvirkja að Varmá.pdfFylgiskjalÁskorun til bæjarstjórnar -Fullkláraður knattspyrnuvöllur og frjálsíþróttasvæði.pdf
5. Erindi frá Frjálsíþróttasambandi Íslands202311389
Erindi frá Frjálsíþróttasambandi Íslands þar sem skorað er á bæjarstjórn Mosfellsbæjar að standa vörð um innviði fyrir frjálsíþróttastarf í Mosfellsbæ og þannig um leið fjölbreytt íþróttalíf til framtíðar.
Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands varðandi innviði fyrir frjálsíþróttastarf lagt fram og rætt.
***
Bókun B, C og S lista:
Meirihluti bæjarráðs tekur undir með Frjálsíþróttasambandinu um að aðstaða fyrir iðkendur frjálsra íþrótta þurfi að vera fyrir hendi. Eftir talsverða vinnu og samtöl við hagaðila var tekin sú ákvörðun að aðskilja vellina enda ljóst að ákvörðun um að leggja gervigras á fótboltavöllinn hamlar samnýtingu deildanna. Frjálsíþróttavöllur verður byggður að Varmá og tímasetning þeirrar framkvæmdar verður ákveðin í fjárhagsáætlun.Bókun D og L lista:
Bæjarfulltrúar D og L lista lögðu fram við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar tillögu um að framkvæmdir við aðalvöll Aftureldingar og þar á meðal frjálsíþróttavallar verði kláruð í einum verkáfanga.Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
6. Uppbygging að Varmá202311403
Minnisblað um stöðu uppbyggingar á Varmársvæðinu með tilliti til skipulags- og umhverfisþátta.
Tillaga B, C og S lista:
Meirihluti bæjarráðs leggur til að bæjarstjóra verði falið að útbúa drög að erindisbréfi fyrir stýrihóp um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá og leggja fyrir bæjarráð. Meðal þess sem stýrihópurinn skal skoða er hver ytri rammi svæðisins skuli vera, gera drög að kostnaðarmati einstakra framkvæmda og skoða mögulegar fjármögnunarleiðir vegna uppbyggingar aðstöðu.***
Fundarhlé hófst kl. 09:36. Fundur hófst aftur kl. 09:47.***
Tillagan samþykkt með fimm atkvæðum.
***
Bókun B, C og S lista:
Meirihluti bæjarráðs þakkar fyrir skýrt og gott minnisblað um Varmársvæðið: Stöðumat vegna skipulags- og umhverfisþátta á íþróttasvæðinu að Varmá og fyrirhugaðar framkvæmdir.Í fyrirliggjandi minnisblaði umhverfissviðs kemur fram að til staðar eru nokkur ólík skipulagsáform og áætlanir við Varmársvæðið og nauðsynlegt sé að rýna þau áform og skapa heildstæða áætlun fyrir þetta fjölbreytta svæði. Meirihlutinn tekur undir þessar ráðleggingar umhverfissviðs og beinir því til bæjarstjóra að þessi víðari sýn á svæðið verði einnig skoðuð í samhengi við vinnu við endurskoðun framtíðarsýnar fyrir íþróttasvæðið.
Bókun D lista:
Eins og fram kemur í bókun okkar í máli nr. 4 í þessari fundagerð, hvetjum við meirihluta bæjarstjórnar og bæjaryfirvöld til þess að formgera á ný samstarf við Aftureldingu um uppbyggingu á Varmársvæðinu sem allra fyrst.Mikil vinna undanfarin ár hefur verið unnin og mikið af gögnum liggja fyrir, m.a. í skýrslu Eflu þar sem kemur fram framtíðarsýn og uppbyggingaráform að Varmá, ásamt forgangsröðun að uppbyggingu.
Sú vinna og þau gögn ættu að nýtast vel í áframhaldandi vinnu við að koma löngu ákveðnum framkvæmdum við Íþróttasvæðið við Varmá af staðGestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
7. Samstarf Aftureldingar og Mosfellsbæjar202311386
Tillaga D lista til bæjarráðs þar sem óskað er eftir umræðu um samstarf Aftureldingar og Mosfellsbæjar.
Dagný Kristinsdóttir vék af fundi kl. 10:04Umræða um samstarf Aftureldingar og Mosfellsbæjar auk þess sem vísað var til fyrri umræðu og afgreiðslu á fundinum í málum 4-6.
***
Bókun D lista:
Bæjarráðsfulltrúar D lista vísa í bókun sína í máli nr. 4 í þessari fundargerð um stöðu mála sem komin er upp í samstarfi Aftureldingar og Mosfellsbæjar.8. Fjárhagsáætlun Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins - bókanir eigendavettvangs202311130
Bókanir eigendavettvangs skíðasvæðanna lagðar fram ásamt fjárhagsáætlun skíðasvæðanna og gjaldskrá fyrir árið 2024.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
9. Starfs- og fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2024202311373
Starfs- og fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2024 ásamt tillögu um árgjald lögð fram til samþykktar.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
10. Áramótabrenna neðan Holtahverfis við Leirvog - umsagnarbeiðni202311351
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna Áramótabrennu neðan Holtahverfis við Leirvog.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
11. Þrettándabrenna neðan Holthverfis við Leirvog - umsagnarbeiðni202311364
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna þrettándabrennu neðan Holtahverfis við Leirvog.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
12. Fyrirspurn frá Alþingi um lögbundnar nefndir innan sveitarfélaga202311372
Erindi innviðaráðuneytis vegna fyrirspurnar frá Alþingi um lögbundnar nefndir innan sveitarfélaga. Svara er óskað eigi síðar en 24. nóvember nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hlutast til um að erindinu verði svarað.
13. Frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl)202311370
Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl). Umsagnarfrestur er til 1. desember nk.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
14. Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga202311349
Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis varðandi frumvarp innviðaráðherra um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til 30. nóvember nk.
Málinu frestað vegna tímaskorts.