11. janúar 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lagning skíðagöngubrauta í Mosfellsbæ 2024202401032
Tillaga um gerð samkomulags vegna lagningar skíðagöngubrauta á Blikastöðum og við Hafravatn til reynslu árið 2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um gerð samkomulags um lagningu skíðagöngubrauta við Hafravatn og á Blikatöðum á árinu 2024.
2. Útboð á sorphirðu202312352
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út sorphirðu frá heimilum í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að undirbúa útboð á sorphirðu frá heimilum.
3. Römpum upp Ísland202310031
Tillaga um samstarf við Römpum upp Ísland varðandi uppsetningu rampa við opinberar byggingar í Mosfellsbæ 2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila að umhverfissviði fara í samstarf við Römpum upp Ísland um uppsetningu 47 rampa við 17 opinberar byggingar í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir sérstakri ánægju sinni yfir frumkvæði Römpum upp Ísland varðandi aðgengi allra að opinberum stöðum á Íslandi. Ljóst er að gríðarlegs átaks varðandi aðgengi er þörf í íslensku samfélagi. Bæjarráð fagnar sérstaklega samfélagslegri sýn ábyrgðaraðila og þakkar fyrir úttekt og fyrirhugaða römpun við opinberar byggingar í Mosfellsbæ.
4. Endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæði að Varmá - stýrihópur202311403
Drög að erindisbréfi stýrihóps um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá lagt fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi stýrihóps um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá í samræmi við þær breytingar sem samþykktar voru á fundinum. Gert er ráð fyrir að tilnefningar verði lagðar fyrir til samþykktar á næsta fundi bæjarráðs.
5. Úttekt á upplýsingatæknimálum Mosfellsbæjar202401110
Lagt er til að bæjarráð samþykki að fara í úttekt á upplýsingaþjónustu, kerfis- og tækniumhverfi Mosfellsbæjar með áherslu á þjónustustig, kostnað, öryggismál, persónuvernd og innkaup.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila úttekt á upplýsingaþjónustu, kerfis- og tækniumhverfi Mosfellsbæjar með áherslu á þjónustustig, kostnað, öryggismál, persónuvernd og innkaup í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
6. Húsnæðismál Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.202312327
Bréf frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. (SHS) varðandi tillögur starfshóps um húsnæðismál SHS er lúta að staðsetningu slökkvistöðva á höfuðborgarsvæðinu auk greinagerðar starfshópsins, sem stjórn SHS hefur samþykkt og vísað til aðildarsveitarfélaganna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að unnið verði að framgangi framkvæmdaáætlunar í samræmi við tillögur starfshópsins og samþykki stjórnar SHS. Ekki er gert ráð fyrir að tillögurnar hafi áhrif á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins á yfirstandandi ári. Bæjarráð felur fjármálastjóra í samráði við fjármálastjóra aðildarsveitarfélaganna að undirbúa tillögu að fjármögnun fyrir árið 2025 sem og langtímaáætlanir í samræmi við fyrirliggjandi tillögur starfshópsins.
7. Tillaga um reglur um styrki til íþróttafólks vegna ferðakostnaðar202312275
Reglur um styrki til íþróttafólks vegna ferðakostnaðar, sem íþrótta- og tómstundanefndar samþykkti að vísa til afgreiðslu bæjarráðs á 274. fundi nefndarinnar, lagðar fram til afgreiðslu.
Reglur um styrki til íþróttafólks vegna ferðakostnaðar voru teknar til umræðu á fundinum, afgreiðslu málsins frestað.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta og lýðheilsusviðs
8. Kæra til ÚUA vegna stjórnvaldsákvörðunar er varðar smáhýsi á lóðinni Hamrabrekku 11202311511
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram til kynningar.
Úrskurðurinn lagður fram.