Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. janúar 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Lagn­ing skíða­göngu­brauta í Mos­fells­bæ 2024202401032

    Tillaga um gerð samkomulags vegna lagningar skíðagöngubrauta á Blikastöðum og við Hafravatn til reynslu árið 2024.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um gerð sam­komu­lags um lagn­ingu skíða­göngu­brauta við Hafra­vatn og á Blika­töð­um á ár­inu 2024.

  • 2. Út­boð á sorp­hirðu202312352

    Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út sorphirðu frá heimilum í Mosfellsbæ.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að undirbúa útboð á sorphirðu frá heimilum.

  • 3. Römp­um upp Ís­land202310031

    Tillaga um samstarf við Römpum upp Ísland varðandi uppsetningu rampa við opinberar byggingar í Mosfellsbæ 2024.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila að um­hverf­is­sviði fara í sam­st­arf við Römp­um upp Ís­land um upp­setn­ingu 47 rampa við 17 op­in­ber­ar bygg­ing­ar í Mos­fells­bæ í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir sér­stakri ánægju sinni yfir frum­kvæði Römp­um upp Ís­land varð­andi að­gengi allra að op­in­ber­um stöð­um á Ís­landi. Ljóst er að gríð­ar­legs átaks varð­andi að­gengi er þörf í ís­lensku sam­fé­lagi. Bæj­ar­ráð fagn­ar sér­stak­lega sam­fé­lags­legri sýn ábyrgð­ar­að­ila og þakk­ar fyr­ir út­tekt og fyr­ir­hug­aða römp­un við op­in­ber­ar bygg­ing­ar í Mos­fells­bæ.

  • 4. End­ur­skoð­un á fram­tíð­ar­sýn fyr­ir íþrótta­svæði að Varmá - stýri­hóp­ur202311403

    Drög að erindisbréfi stýrihóps um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá lagt fram til afgreiðslu.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi drög að er­ind­is­bréfi stýri­hóps um end­ur­skoð­un á fram­tíð­ar­sýn fyr­ir íþrótta­svæð­ið að Varmá í sam­ræmi við þær breyt­ing­ar sem sam­þykkt­ar voru á fund­in­um. Gert er ráð fyr­ir að til­nefn­ing­ar verði lagð­ar fyr­ir til sam­þykkt­ar á næsta fundi bæj­ar­ráðs.

    • 5. Út­tekt á upp­lýs­inga­tækni­mál­um Mos­fells­bæj­ar202401110

      Lagt er til að bæjarráð samþykki að fara í úttekt á upplýsingaþjónustu, kerfis- og tækniumhverfi Mosfellsbæjar með áherslu á þjónustustig, kostnað, öryggismál, persónuvernd og innkaup.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila úttekt á upplýsingaþjónustu, kerfis- og tækniumhverfi Mosfellsbæjar með áherslu á þjónustustig, kostnað, öryggismál, persónuvernd og innkaup í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.

    • 6. Hús­næð­is­mál Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins bs.202312327

      Bréf frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. (SHS) varðandi tillögur starfshóps um húsnæðismál SHS er lúta að staðsetningu slökkvistöðva á höfuðborgarsvæðinu auk greinagerðar starfshópsins, sem stjórn SHS hefur samþykkt og vísað til aðildarsveitarfélaganna.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að unn­ið verði að fram­gangi fram­kvæmda­áætl­un­ar í sam­ræmi við til­lög­ur starfs­hóps­ins og sam­þykki stjórn­ar SHS. Ekki er gert ráð fyr­ir að til­lög­urn­ar hafi áhrif á fjár­hags­áætlun sveit­ar­fé­lags­ins á yf­ir­stand­andi ári. Bæj­ar­ráð fel­ur fjár­mála­stjóra í sam­ráði við fjár­mála­stjóra að­ild­ar­sveit­ar­fé­lag­anna að und­ir­búa til­lögu að fjár­mögn­un fyr­ir árið 2025 sem og lang­tíma­áætlan­ir í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lög­ur starfs­hóps­ins.

    • 7. Til­laga um regl­ur um styrki til íþrótta­fólks vegna ferða­kostn­að­ar202312275

      Reglur um styrki til íþróttafólks vegna ferðakostnaðar, sem íþrótta- og tómstundanefndar samþykkti að vísa til afgreiðslu bæjarráðs á 274. fundi nefndarinnar, lagðar fram til afgreiðslu.

      Regl­ur um styrki til íþrótta­fólks vegna ferða­kostn­að­ar voru tekn­ar til um­ræðu á fund­in­um, af­greiðslu máls­ins frestað.

      Gestir
      • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta og lýðheilsusviðs
        Dagný Krist­ins­dótt­ir vék af fundi kl. 09:17.
      • 8. Kæra til ÚUA vegna stjórn­valdsákvörð­un­ar er varð­ar smá­hýsi á lóð­inni Hamra­brekku 11202311511

        Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram til kynningar.

        Úr­skurð­ur­inn lagð­ur fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:25