1. febrúar 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Anna Sigriður Guðnadóttir, varaformaður, stýrði fundinum í fjarveru Höllu Karenar Kristjánsdóttur, formanns.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heimild til rannsókna á Fossvallaklifum202401527
MosVeitur óska eftir samþykki bæjarráðs til þess að hefjast handa við rannsóknarboranir við Fossvallaklif til að kanna möguleika á framtíðarnýtingu þessa svæðis.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila MosVeitum að hefjast handa við rannsóknarboranir við Fossvallaklif í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
2. Betri samgöngur samgöngusáttmáli202301315
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram til kynningar.
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. um stöðu og framgang verkefna lögð fram.
3. Tillaga um reglur um styrki til íþróttafólks vegna ferðakostnaðar202312275
Reglur um styrki til íþróttafólks vegna ferðakostnaðar lagðar fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum reglur um styrki til íþróttafólks vegna ferðakostnaðar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu, með þeim breytingum sem lagðar voru til á fundinum, og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn. Jafnframt er samþykkt að uppfærðar reglur verði lagðar fyrir íþrótta- og tómstundanefnd til kynningar.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
4. Ráðning íþrótta- og lýðheilsufulltrúa202401099
Tillaga um ráðningu íþrótta- og lýðheilsufulltrúa.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Guðjón Svansson verði ráðinn íþrótta- og lýðheilsufulltrúi í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Bæjarráð býður Guðjón Svansson velkominn til starfa hjá Mosfellsbæ.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
5. Kæra til úrskurðarnefndar vegna ákvörðunar um álagningu dagsekta202401562
Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna stjórnvaldsákvörðunar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar um álagningu dagsekta vegna smáhýsa á lóðinni Hamrabrekku 11.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarlögmanni að fara með hagsmuni Mosfellsbæjar í málinu.