Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. febrúar 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
 • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Anna Sigriður Guðna­dótt­ir, vara­formað­ur, stýrði fund­in­um í fjar­veru Höllu Kar­en­ar Kristjáns­dótt­ur, formanns.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Heim­ild til rann­sókna á Fossvallaklif­um202401527

  MosVeitur óska eftir samþykki bæjarráðs til þess að hefjast handa við rannsóknarboranir við Fossvallaklif til að kanna möguleika á framtíðarnýtingu þessa svæðis.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila MosVeit­um að hefjast handa við rann­sókn­ar­bor­an­ir við Fossvallaklif í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

  Gestir
  • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
  • 2. Betri sam­göng­ur sam­göngusátt­máli202301315

   Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram til kynningar.

   Sex mán­aða skýrsla Betri sam­gangna ohf. um stöðu og fram­gang verk­efna lögð fram.

  • 3. Til­laga um regl­ur um styrki til íþrótta­fólks vegna ferða­kostn­að­ar202312275

   Reglur um styrki til íþróttafólks vegna ferðakostnaðar lagðar fram til afgreiðslu.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um regl­ur um styrki til íþrótta­fólks vegna ferða­kostn­að­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu, með þeim breyt­ing­um sem lagð­ar voru til á fund­in­um, og vís­ar þeim til stað­fest­ing­ar í bæj­ar­stjórn. Jafn­framt er sam­þykkt að upp­færð­ar regl­ur verði lagð­ar fyr­ir íþrótta- og tóm­stunda­nefnd til kynn­ing­ar.

   Gestir
   • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
   • 4. Ráðn­ing íþrótta- og lýð­heilsu­full­trúa202401099

    Tillaga um ráðningu íþrótta- og lýðheilsufulltrúa.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að Guð­jón Svans­son verði ráð­inn íþrótta- og lýð­heilsu­full­trúi í Mos­fells­bæ í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    Bæj­ar­ráð býð­ur Guð­jón Svans­son vel­kom­inn til starfa hjá Mos­fells­bæ.

    Gestir
    • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
    • 5. Kæra til úr­skurð­ar­nefnd­ar vegna ákvörð­un­ar um álagn­ingu dag­sekta202401562

     Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna stjórnvaldsákvörðunar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar um álagningu dagsekta vegna smáhýsa á lóðinni Hamrabrekku 11.

     Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­lög­manni að fara með hags­muni Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:40