Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. janúar 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hlíð­ar­tún 9 - ósk um stækk­un lóð­ar og yfir­öku lands202210523

    Erindi frá húseiganda Hlíðartúns 9 um stækkun lóðar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um stækk­un lóð­ar og fel­ur lög­manni Mos­fells­bæj­ar að gera sam­komulag við máls­hefjend­ur í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

  • 2. Langi­tangi 11-35 við Hamra­borg - út­hlut­un lóða202212321

    Upplýsingar um lóðir sem fyrirhugað er að úthluta við Langatanga.

    Upp­lýs­ing­ar og um­ræða um þær lóð­ir sem fyr­ir­hug­að er að út­hluta við Langa­tanga 11-35 við Hamra­borg.

    Gestir
    • Kristinn Pálsson
  • 3. Fossa­tunga 28 og 33 - út­hlut­un lóða202212322

    Upplýsingar um lóðir sem fyrirhugað er að úthluta við Fossatungu.

    Upp­lýs­ing­ar og um­ræða um þær lóð­ir sem fyr­ir­hug­að er að út­hluta við Fossa­tungu 28 og 33.

    Gestir
    • Kristinn Pálsson
  • 4. Hamra­borg - Langi­tangi202201407

    Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægsbjóðenda, Jarðval sf., á grundvelli tilboðs hans.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga­við­ræðna við Jarð­val sf. af því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt. Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 5 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

  • 5. Bún­að­ur og rekst­ur Hlé­garðs202301430

    Ósk um heimild bæjarráðs til að verja allt að 6 m.kr. til kaupa á búnaði vegna starfsemi Hlégarðs og utanumhalds vegna undirbúnings og framkvæmd viðburða í Hlégarði.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um heim­ild til að verja allt að 6 m.kr. til kaupa á bún­aði vegna starf­semi Hlé­garðs og ut­an­um­halds vegna und­ir­bún­ings og fram­kvæmd við­burða í Hlé­garði. Sam­hliða und­ir­búi for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar gerð gjald­skrár fyr­ir af­not af hús­inu.

    • 6. Betri sam­göng­ur sam­göngusátt­máli202301315

      Kynning á sex mánaða skýrslu Betra samganga.

      Sex mán­aða skýrsla Betri sam­ganga lögð fram til kynn­ing­ar.

      Gestir
      • Pétur Lockton
      • Þröstur Guðmundsson
    • 7. Betri sam­göng­ur - sam­göngusátt­mál­inn202107097

      Framlög til Betri samgangna ohf. árið 2023.

      Lagt fram

      Gestir
      • Pétur Lockton
      • 8. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2023202301251

        Minnisblað fjármálastjóra um aðgang að skammtímafjármögnun

        Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að veita Regínu Ás­valds­dótt­ur, bæj­ar­stjóra og Pétri Jens Lockton, fjár­mála­stjóra, heim­ild til að taka skamm­tíma­lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga ohf. að fjár­hæð allt að 750 m.kr. upp í fyr­ir­hug­að­ar lán­tök­ur hjá sjóðn­um á ár­inu 2023. Í heim­ild­inni felst um­boð til þess að und­ir­rita lána­samn­inga við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga ohf. og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­tök­um þess­um, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

        Jafn­framt er sam­þykkt að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar veiti Regínu Ás­valds­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar og Pétri Jens Lockton, fjár­mála­stjóra, heim­ild til að und­ir­rita við­auka við samn­ing við Ís­lands­banka frá 21.03.2019 þar sem gild­is­tími 750 m.kr. yf­ir­drátt­ar­heim­ild­ar er fram­lengd­ur til 01.03.2024.

        Gestir
        • Pétur Lockton
        • 9. Fjár­hags­áætlun svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2023202209558

          Fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2023 lögð fram til samþykktar.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætlun svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30