Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. mars 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Styrk­ir til greiðslu fast­eigna­skatts 2023202303020

    Tillaga um veitingu styrkja til félaga og félagasamtaka árið 2023 til greiðslu fasteignaskatts á grundvelli reglna Mosfellsbæjar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að veita styrki skv. regl­um um styrki til greiðslu fast­eigna­skatts til þriggja fé­laga og fé­laga­sam­taka í sam­ræmi við gild­andi regl­ur og til­lögu tóm­stunda­full­trúa. Þau fé­lög sem veitt­ur er styrk­ur á ár­inu 2023 eru Flug­klúbb­ur Mos­fells­bæj­ar, Rauði kross­inn í Mos­fells­bæ og Skáta­fé­lag­ið Skjöld­ung­ur. Heild­ar­fjár­hæð styrkja er kr. 1.539.485.

  • 2. Að­al­fund­ur Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga ohf 2023202303397

    Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 31. mars 2023.

    Lagt fram.

  • 3. Betri sam­göng­ur sam­göngusátt­máli202301315

    Samgöngusáttmáli - verkáætlun um uppfærslu forsenda og undirbúning viðauka lögð fram til kynningar.

    Bók­un bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar:
    Í sam­göngusátt­mál­an­um felst sam­eig­in­leg sýn rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á hvern­ig um­ferð­ar­vandi svæð­is­ins verð­ur best leyst­ur til lengri tíma. Sú fjölg­un íbúa sem gert er ráð fyr­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fram til 2040 krefst þess að hald­ið verði rétt á spil­un­um með hags­muni fram­tíð­arkyn­slóða í for­grunni. Þeg­ar hafa nokk­ur verk­efni ver­ið fram­kvæmd sem sýna strax kosti þess sam­st­arf og gefa fyr­ir­heit um fram­tíð­ina. Nýtt sam­komulag um upp­færslu kostn­að­ar­áætl­ana stórra fram­kvæmda m.t.t verð­hækk­ana sem orð­ið hafa og vanáætl­ana í ein­hverj­um til­vik­um er gott og nauð­syn­legt skref. Bætt­ar sam­göng­ur eru lífs­gæða­mál fyr­ir alla íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þær minnka meng­un, stytta ferða­tíma og auka val um ferða­máta

  • 4. Til­laga D lista um upp­lýs­inga­öflun um leigu ann­arra sveit­ar­fé­laga á hús­næði í Mos­fells­bæ.202303419

    Tillaga D lista þar sem lagt er til að bæjarstjóra og velferðarsviði verði falið að afla upplýsinga um hve margar íbúðir Reykjavík, önnur sveitarfélög og ríkið leigja í Mosfellsbæ fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd. Einnig er óskað upplýsinga um hve margar íbúðir í Mosfellsbæ eru framleigðar á vegum annarra sveitarfélaga og ríkisins.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með tveim­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að afla upp­lýs­inga í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu. Full­trú­ar B, C og S lista sitja hjá.

  • 5. Hús­næð­is­mál bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar202301136

    Tillaga um leigu á hluta af 6. hæð í Þverholti 2.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um leigu á hluta af 6. hæð í Þver­holti 2 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    Gestir
    • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
    • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
    • 6. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027202303627

      Tillaga um upphaf vinnu við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar 2024 til 2027.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að hefja vinnu við fjár­hags­áætlun 2024-2027 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

      Gestir
      • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
    • 7. Leik­skól­ar - fyr­ir­komulag haust­ið 2023202303054

      Lagt er til að bæjarráð staðfesti fyrirliggjandi þjónustusamning við LFA um leikskólavist allt að 50 barna frá 1. ágúst 2023. Jafnframt er lagt til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna viðbótarfjármagns vegna samningsins.

      Bæj­ar­ráð stað­fest­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi þjón­ustu­samn­ing Mos­fells­bæj­ar við LFA, um leik­skóla­vist allt að 50 barna frá 1. ág­úst 2023. Jafn­framt er sam­þykkt að fela fjár­mála­stjóra að gera við­auka við fjár­hags­áætlun vegna við­bót­ar fjár­magns kr. 23.679.800 vegna samn­ings­ins.

      Gestir
      • Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
      • 8. Starf­semi leik­skóla í dymb­il­viku202303626

        Lagt er til við bæjarráð að leiksskólastjórum verði heimilt að bjóða þeim foreldrum sem taka leyfi fyrir börn sín alla daga dymbilvikunnar að fella niður leikskólagjöld þá daga.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila leiks­skóla­stjór­um að bjóða þeim for­eldr­um sem taka leyfi fyr­ir börn sín alla daga dymb­il­vik­unn­ar að fella nið­ur leik­skóla­gjöld þá daga.

        Gestir
        • Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
      • 9. Skar­hóla­braut - stofn­lögn að vatnstanki202212210

        Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda á grundvelli tilboðs hans.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að semja við lægst­bjóð­anda, Urð og grjót ehf., að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt.

        Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 5 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því kær­anda var eða mátti verða kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

        Gestir
        • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
      • 10. Reykja­veg­ur - um­ferðarör­yggi202302074

        Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Jarðval sf., á grundvelli tilboðs þeirra að því gefnu að skilyrði útboðsgagna verði uppfyllt

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að semja við lægst­bjóð­anda, Jarð­val sf., að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt.

        Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 5 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því kær­anda var eða mátti verða kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

        Gestir
        • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
      • 11. Hleðslu­stöðv­ar í Mos­fells­bæ202202023

        Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmdir við uppsetningu hverfahleðslustöðva í Mosfellsbæ

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út fram­kvæmd­ir við upp­setn­ingu hverfa­hleðslu­stöðva í Mos­fells­bæ í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

        Gestir
        • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
        • 12. Samn­ing­ur um fé­lags­þjón­ustu og þjón­ustu við fatlað fólk 2023-2026202303367

          Lagt er til að bæjarráð samþykki að skrifað verði undir samning milli Kjósahrepps og Mosfellsbæjar um félagsþjónustu við fatlað fólk til ársins 2026.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að skrif­að verði und­ir fyr­ir­liggj­andi samn­ing milli Kjósa­hrepps og Mos­fells­bæj­ar um fé­lags­þjón­ustu við fatlað fólk sem gildi til árs­ins 2026.

          Gestir
          • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
          • 13. Samn­ing­ur um barna­vernd­ar­þjón­ustu 2023-2026202303368

            Lagt er til að bæjarráð samþykki að skrifað verði undir samning milli Kjósahrepps og Mosfellsbæjar um barnaverndarþjónustu til ársins 2026.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að skrif­að verði und­ir fyr­ir­liggj­andi samn­ing milli Kjósa­hrepps og Mos­fells­bæj­ar um barna­vernd­ar­þjón­ustu sem gildi til árs­ins 2026.

            Gestir
            • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
            • 14. Sum­ar­opn­un þjón­ustu­vers á bæj­ar­skrif­stof­um Mos­fells­bæj­ar 2023202303487

              Tillaga um sumaropnun þjónustuvers bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar 2023 frá 12. júní - 11. ágúst.

              Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um til­lögu um sum­ar­opn­un þjón­ustu­vers bæj­ar­skrif­stofa Mos­fells­bæj­ar 2023. Rún­ar Bragi Guð­laugs­son sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

              Gestir
              • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
            • 15. Gagn­ger­ar breyt­ing­ar á reglu­verki Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga202303425

              Erindi frá Innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á gagngerum breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem nýverið voru kynntar í samráðsgátt stjórnvalda.

              Lagt fram.

            • 16. Drög að skýrslu verk­efna­stjórn­ar um starfs­að­stæð­ur kjör­inna full­trúa.202210046

              Bréf frá innviðaráðherra og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

              Bæj­ar­ráð vís­ar bréf­inu ásamt skýrslu verk­efna­stjórn­ar um bætt­ar starfs­að­stæð­ur kjör­inna full­trúa til bæj­ar­stjóra.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:06