23. mars 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2023202303020
Tillaga um veitingu styrkja til félaga og félagasamtaka árið 2023 til greiðslu fasteignaskatts á grundvelli reglna Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrki skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til þriggja félaga og félagasamtaka í samræmi við gildandi reglur og tillögu tómstundafulltrúa. Þau félög sem veittur er styrkur á árinu 2023 eru Flugklúbbur Mosfellsbæjar, Rauði krossinn í Mosfellsbæ og Skátafélagið Skjöldungur. Heildarfjárhæð styrkja er kr. 1.539.485.
2. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2023202303397
Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 31. mars 2023.
Lagt fram.
3. Betri samgöngur samgöngusáttmáli202301315
Samgöngusáttmáli - verkáætlun um uppfærslu forsenda og undirbúning viðauka lögð fram til kynningar.
Bókun bæjarráðs Mosfellsbæjar:
Í samgöngusáttmálanum felst sameiginleg sýn ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á hvernig umferðarvandi svæðisins verður best leystur til lengri tíma. Sú fjölgun íbúa sem gert er ráð fyrir á höfuðborgarsvæðinu fram til 2040 krefst þess að haldið verði rétt á spilunum með hagsmuni framtíðarkynslóða í forgrunni. Þegar hafa nokkur verkefni verið framkvæmd sem sýna strax kosti þess samstarf og gefa fyrirheit um framtíðina. Nýtt samkomulag um uppfærslu kostnaðaráætlana stórra framkvæmda m.t.t verðhækkana sem orðið hafa og vanáætlana í einhverjum tilvikum er gott og nauðsynlegt skref. Bættar samgöngur eru lífsgæðamál fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, þær minnka mengun, stytta ferðatíma og auka val um ferðamáta4. Tillaga D lista um upplýsingaöflun um leigu annarra sveitarfélaga á húsnæði í Mosfellsbæ.202303419
Tillaga D lista þar sem lagt er til að bæjarstjóra og velferðarsviði verði falið að afla upplýsinga um hve margar íbúðir Reykjavík, önnur sveitarfélög og ríkið leigja í Mosfellsbæ fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd. Einnig er óskað upplýsinga um hve margar íbúðir í Mosfellsbæ eru framleigðar á vegum annarra sveitarfélaga og ríkisins.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að fela bæjarstjóra að afla upplýsinga í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Fulltrúar B, C og S lista sitja hjá.
5. Húsnæðismál bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar202301136
Tillaga um leigu á hluta af 6. hæð í Þverholti 2.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum leigu á hluta af 6. hæð í Þverholti 2 í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
6. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027202303627
Tillaga um upphaf vinnu við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar 2024 til 2027.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hefja vinnu við fjárhagsáætlun 2024-2027 í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
7. Leikskólar - fyrirkomulag haustið 2023202303054
Lagt er til að bæjarráð staðfesti fyrirliggjandi þjónustusamning við LFA um leikskólavist allt að 50 barna frá 1. ágúst 2023. Jafnframt er lagt til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna viðbótarfjármagns vegna samningsins.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi þjónustusamning Mosfellsbæjar við LFA, um leikskólavist allt að 50 barna frá 1. ágúst 2023. Jafnframt er samþykkt að fela fjármálastjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna viðbótar fjármagns kr. 23.679.800 vegna samningsins.
Gestir
- Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
8. Starfsemi leikskóla í dymbilviku202303626
Lagt er til við bæjarráð að leiksskólastjórum verði heimilt að bjóða þeim foreldrum sem taka leyfi fyrir börn sín alla daga dymbilvikunnar að fella niður leikskólagjöld þá daga.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila leiksskólastjórum að bjóða þeim foreldrum sem taka leyfi fyrir börn sín alla daga dymbilvikunnar að fella niður leikskólagjöld þá daga.
Gestir
- Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
9. Skarhólabraut - stofnlögn að vatnstanki202212210
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda á grundvelli tilboðs hans.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við lægstbjóðanda, Urð og grjót ehf., að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því kæranda var eða mátti verða kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
10. Reykjavegur - umferðaröryggi202302074
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Jarðval sf., á grundvelli tilboðs þeirra að því gefnu að skilyrði útboðsgagna verði uppfyllt
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við lægstbjóðanda, Jarðval sf., að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því kæranda var eða mátti verða kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
11. Hleðslustöðvar í Mosfellsbæ202202023
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmdir við uppsetningu hverfahleðslustöðva í Mosfellsbæ
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út framkvæmdir við uppsetningu hverfahleðslustöðva í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
12. Samningur um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk 2023-2026202303367
Lagt er til að bæjarráð samþykki að skrifað verði undir samning milli Kjósahrepps og Mosfellsbæjar um félagsþjónustu við fatlað fólk til ársins 2026.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að skrifað verði undir fyrirliggjandi samning milli Kjósahrepps og Mosfellsbæjar um félagsþjónustu við fatlað fólk sem gildi til ársins 2026.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
14. Sumaropnun þjónustuvers á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar 2023202303487
Tillaga um sumaropnun þjónustuvers bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar 2023 frá 12. júní - 11. ágúst.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum tillögu um sumaropnun þjónustuvers bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar 2023. Rúnar Bragi Guðlaugsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
15. Gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga202303425
Erindi frá Innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á gagngerum breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem nýverið voru kynntar í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram.
16. Drög að skýrslu verkefnastjórnar um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.202210046
Bréf frá innviðaráðherra og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.
Bæjarráð vísar bréfinu ásamt skýrslu verkefnastjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa til bæjarstjóra.