Mál númer 202101011
- 24. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #779
Þjónusta sveitarfélaga - málefni eldri borgara - vangaveltur vegna ítarkönnunar
Afgreiðsla 22. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 779. fundi bæjarstjórnar.
- 24. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #779
Skýrsla um þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 12. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 779. fundi bæjarstjórnar.
- 10. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #778
Könnun Gallup á afstöðu íbúa til þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 26. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. mars 2021
Öldungaráð Mosfellsbæjar #22
Þjónusta sveitarfélaga - málefni eldri borgara - vangaveltur vegna ítarkönnunar
Öldungaráð fagnar niðurstöðu fjölskyldunefndar varðandi þá ákvörðun að ætla að greina þjónusta við eldri borgara í Mosfellsbæ enn betur en þjónustukönnun frá árinu 2020 gerði.
Öldungaráð mun gefa sér viku (síðasti skiladagur 17. mars 2021) í að senda inn hugmyndir af viðfangsefnum/spurningum sem ráðið leggur til að haft verði til hliðsjónar í þeirri könnun varðandi málefni eldri borgara.
- 10. mars 2021
Notendaráð fatlaðs fólks #12
Skýrsla um þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Þjónustukönnun sveitarfélaga 2020 kynnt fyrir notendaráði.
- 2. mars 2021
Menningar- og nýsköpunarnefnd #26
Könnun Gallup á afstöðu íbúa til þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar kynnir þjónustukönnun Gallup fyrir 2020
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Skýrsla um þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1477. fundar ungmennaráðs samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Skýrsla um þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 243. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Kynning á niðurstöðum skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga á árinu 2020
Afgreiðsla 216. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Skýrsla um þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 303. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Aukaspurningar frá Gallup í tengslum við könnun á þjónustu sveitarfélaga 2020.
Afgreiðsla 1477. fundar bæjarráðs samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Skýrsla um þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 21. öldungaráði lögð fram til kynningar á 777. fundi bæjarstjórnar.
- 18. febrúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1477
Aukaspurningar frá Gallup í tengslum við könnun á þjónustu sveitarfélaga 2020.
Niðurstöður spurninga í aukapakka Gallup í tengslum við könnun á þjónustu sveitarfélaga 2020 lagðar fram til kynningar.
- 18. febrúar 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #216
Kynning á niðurstöðum skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga á árinu 2020
Lagt fram til kynningar.
- 16. febrúar 2021
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #59
Skýrsla um þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
frestað
- 16. febrúar 2021
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #303
Skýrsla um þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Þjónustukönnun Gallup 2020 lögð fram til kynningar.
Fjölskyldunefnd telur mikilvægt að greina nánar niðurstöður könnunarinnar vegna málaflokks fatlaðs fólks og aldraðra. Nefndin felur fjölskyldusviði, í samvinnu við fræðslu- og frístundasvið sem og umhverfissvið, að framkvæma nánari þjónustukönnun í málaflokki fatlaðs fólks. Einnig felur nefndin fjölskyldusviði að framkvæma nánari þjónustukönnun í málaflokki eldri borgara, til samræmis við stefnu Mosfellsbæjar um málefni eldri borgara.
- 11. febrúar 2021
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #243
Skýrsla um þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Arnar Jónsson Forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar, kynnti þjónustukönnun Gallup fyrir 2020.
- 10. febrúar 2021
Öldungaráð Mosfellsbæjar #21
Skýrsla um þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Skýrsla um þjónustu Mosfellsbæjar frá árinu 2020 kynnt öldungaráði og rædd.
Jónas Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun: "Ég geri það að tillögu minni að á næsta fundi Öldungaráðs verði tekin á dagskrá umræða um að gerð verði þjónustukönnun meðal eldri borgara í Mosfellsbæ, um viðhorf þeirra og væntingar til þjónustunnar fyrir þann aldurshóp sem og aðferðafræði og efnistök slíkrar könnunar".
Samþykkt var að setja á dagskrá tillögu Jónasar Sigurðssonar á næsta fundi ráðsins.
- 10. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #776
Könnun Gallup á afstöðu íbúa til þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1475. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 776. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #776
Skýrsla um þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 386. fundar fræðslunefndar samþykkt á 776. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #776
Á 775. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að vísa til bæjarráðs tillögu bæjarfulltrúa L-lista er varðar ákvörðun um hvort kaupa eigi spurningar í aukapakka Gallup í tengslum við könnun á þjónustu sveitarfélaga 2020.
Afgreiðsla 1475. fundar bæjarráðs samþykkt á 776. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #776
Lagðar eru fram til kynningar niðurstöður þjónustukönnunar Gallups meðal íbúa Mosfellsbæjar á árinu 2020. Skýrslunni var vísað til kynningar í skipulagsnefnd á 1473. fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla 532. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 776. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. febrúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #532
Lagðar eru fram til kynningar niðurstöður þjónustukönnunar Gallups meðal íbúa Mosfellsbæjar á árinu 2020. Skýrslunni var vísað til kynningar í skipulagsnefnd á 1473. fundi bæjarráðs.
Lagt fram og kynnt.
- 4. febrúar 2021
Lýðræðis- og mannréttindanefnd #16
Könnun Gallup á afstöðu íbúa til þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þakkar fyrir kynninguna á þjónustukönnun sveitarfélagana fyrir árið 2020. Í meginatriðum er niðurstaða íbúa gagnvart þjónustu Mosfellsbæjar jákvæð og þeir eru á heildina litið ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins. Mosfellsbær situr í efstu sætum meðal bæjarfélaga á Íslandi eins og undanfarin ár en ánægjan minnkar á milli ára á afmörkuðum sviðum og eykst á öðrum. Þar eru því til staðar vísbendingar sem gefa tilefni til að rýna niðurstöður nánar og vinna að umbótum.
- 4. febrúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1475
Á 775. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að vísa til bæjarráðs tillögu bæjarfulltrúa L-lista er varðar ákvörðun um hvort kaupa eigi spurningar í aukapakka Gallup í tengslum við könnun á þjónustu sveitarfélaga 2020.
Bæjarráð samþykkt með einu atkvæði S-lista að kaupa spurningar í aukapakka Gallup í tengslum við könnun á þjónustu sveitarfélaga 2020. Bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.
- 3. febrúar 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #386
Skýrsla um þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Niðurstöður úr þjónustukönnun sveitarfélaganna fyrir árið 2020 liggja nú fyrir. Mosfellsbær situr í efstu sætum meðal bæjarfélaga á Íslandi eins og undanfarin ár.
Í meginatriðum er niðurstaða könnunar jákvæð og íbúar á heildina litið ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins. Í skólamálum eru íbúar ánægðir með þjónustu leikskólanna en ánægja með þjónustu grunnskólanna minnkar örlítið á milli ára. Þessar vísbendingar gefa tilefni til að rýna niðurstöður nánar og greina hvaða þjónustuþættir megi betur fara. Fyrir liggur að fara af stað með rýnihópavinnu sem og skoða þau mælitæki og niðurstöður sem þegar eru til staðar í innra og ytra mati skólanna. - 27. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #775
Matthías Þorvaldsson kynnir niðurstöður skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga á árinu 2020.
Tillaga L-lista:
Bæjarstjórn samþykkir að kaupa spurningar í aukapakka Gallup í tengslum við þjónustukönnun sveitarfélaga 2020, spurningar sem í grófum dráttum fjalla svör aðspurðra og varða fjárhag heimila og horfur, starfsöryggi og aðgerðir sveitarfélagsins vegna COVID-19.Málsmeðferðartillaga um að vísa tillögunni til umræðu bæjarráðs samþykkt með fimm atkvæðum D- og V-lista. Bæjarfulltrúar C-, L-, M- og S-lista greiddu atkvæði gegn málsmeðferðartillögu.
***
Bókun C-, D-, L-, S- og V-lista:
Bæjarfulltrúar C-, D-, L-, S- og V-lista taka undir bókun bæjarráðs þar sem góðri útkomu Mosfellsbæjar úr þjónustukönnun sveitarfélagana fyrir árið 2020 er fagnað. Í meginatriðum er niðurstaðan jákvæð og íbúar í heildina litið ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins. Mosfellsbær situr í efstu sætum meðal bæjarfélaga á Íslandi eins og undanfarin ár. Skýrslan verður kynnt í nefndum bæjarins og gefur tækifæri til þess að rýna þjónustuþætti bæjarins með það að markmiði að bæta þjónustuna enn frekar bæjarbúum til hagsbóta.Bókun M-lista:
Það er mat bæjarfulltrúa Miðflokksins að þessi bókun Bæjarráðs sé stórundarleg í ljósi þess að ekkert virðist vera að lagast í skipulagsmálum og í málefnum er snúa að fötluðum. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi er m.a. skipaður þeim flokkum sem mynda meirihluta í Mosfellsbæ. Það virðist ekki verða til þess að fjármagn fylgi t.a.m. loforðum um fjölgun NPA-samninga. Slík innihaldslaus loforð eru ámælisverð af hálfu ríkis og framangreindra stjórnmálahreyfinga, t.a.m. Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs (VG). Þjónusta við eldri borgara mætti greinilega vera betri. Bærinn sýnir fremur lakan árangur hvað þjónustu grunnskólanna varðar sem kemur sérstaklega á óvart og sterkar líkur á að það stafi af stefnu meirihlutans í Mosfellsbæ síðustu ár mun fremur en gagnrýni á störf okkar góða starfsfólks í skólunum. Sama má segja um menningarmál almennt. Þetta er hreinlega alls ekki jákvæð könnun í mörgum þáttum fyrir Mosfellsbæ, því miður.Bókun S-lista:
Ánægjulegt er að heildarniðurstaða Mosfellsbæjar í þjónustukönnun Gallup er góð.Mikilvægt er fyrir bæinn að fylgjast með því hvaða skoðun bæjarbúar hafa á þjónustu sveitarfélagsins, og þá sérstaklega skoðanir þeirra sem nýta þjónustuna og þurfa á henni að halda. Í þessari könnun eru vísbendingar um skoðun bæjarbúa á ýmsum þjónustuþáttum. Nauðsynlegt er fyrir bæjaryfirvöld að vinna sérstaklega að því að kanna ástæður þess t.d. að að þjónusta við fatlað fólk og aldraða fær svo lága einkunn sem raun ber vitni. Að vinna markvisst úr niðurstöðum þessarar könnunar er algjört forgangsatriði því ef það er ekki gert er marklaust að leggja hana fyrir.
***
Afgreiðsla 1473. fundar bæjarráðs samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna. - 21. janúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1473
Matthías Þorvaldsson kynnir niðurstöður skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga á árinu 2020.
Á fund bæjarráðs mætti Matthías Þorvaldsson, frá Gallup og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þjónustukönnunar meðal íbúa Mosfellsbæjar á árinu 2020. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að senda skýrsluna til kynningar í fastanefndum.
Bæjarráð bókaði eftirfarandi: Bæjarráð fagnar góðri útkomu Mosfellsbæjar úr þjónustukönnun sveitarfélagana fyrir árið 2020. Í meginatriðum er niðurstaðan jákvæð og íbúar í heildina litið ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins. Mosfellsbær situr í efstu sætum meðal bæjarfélaga á Íslandi eins og undanfarin ár. Skýrslan verður kynnt í nefndum bæjarins og gefur tækifæri til þess að rýna þjónustuþætti bæjarins með það að markmiði að bæta þjónustuna enn frekar bæjarbúum til hagsbóta.