Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. janúar 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bruni í Álfs­nesi 8. janú­ar 2021202101204

    Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, gefur upplýsingar um bruna í Álfsnesi 8. janúar sl.

    Jón Viggó Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sorpu, og Eið­ur Guð­munds­son, stað­ar­stjóri í Álfs­nesi, gáfu upp­lýs­ing­ar og svör­uðu spurn­ing­um um bruna í Álfs­nesi 8. janú­ar sl.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu
    • Eiður Guðmundsson, staðarstjóri í Álfsnesi
    • Tómas Guðbjartsson, umhverfisstjóri
    • 2. Þjón­usta sveit­ar­fé­laga 2020 - Gallup202101011

      Matthías Þorvaldsson kynnir niðurstöður skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga á árinu 2020.

      Á fund bæj­ar­ráðs mætti Matth­ías Þor­valds­son, frá Gallup og gerði grein fyr­ir helstu nið­ur­stöð­um þjón­ustu­könn­un­ar með­al íbúa Mos­fells­bæj­ar á ár­inu 2020. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að senda skýrsl­una til kynn­ing­ar í fasta­nefnd­um.

      Bæj­ar­ráð bók­aði eft­ir­far­andi: Bæj­ar­ráð fagn­ar góðri út­komu Mos­fells­bæj­ar úr þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­lag­ana fyr­ir árið 2020. Í meg­in­at­rið­um er nið­ur­stað­an já­kvæð og íbú­ar í heild­ina lit­ið ánægð­ir með þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins. Mos­fells­bær sit­ur í efstu sæt­um með­al bæj­ar­fé­laga á Ís­landi eins og und­an­farin ár. Skýrsl­an verð­ur kynnt í nefnd­um bæj­ar­ins og gef­ur tæki­færi til þess að rýna þjón­ustu­þætti bæj­ar­ins með það að mark­miði að bæta þjón­ust­una enn frek­ar bæj­ar­bú­um til hags­bóta.

      Gestir
      • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptasviðs
      • Matthías Þorvaldsson, Gallup
      • 3. Samn­ing­ur - Þing­valla­veg­ur um Mos­fells­dal202012002

        Drög að samningi við Vegagerðina í tengslum um endurbyggingu Þingvallavegar lögð fram til samþykktar. Samkvæmt samningnum mun Vegagerðin annast samningagerð við landeigendur um kaup á nauðsynlegu landi vegna aðkomu að Jónstótt.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi sam­komulag við Vega­gerð­ina er teng­ist samn­ing­um við eig­anda að landi Hraðastaða I vegna nýs deili­skipu­lags kring­um Jón­st­ótt.

        • 4. Þver­holt 1 - ósk um stækk­un lóð­ar við Bari­on202010334

          Ósk um stækkun lóðarinnar Þverholt 1 til vesturs. Umbeðin umsögn bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

          Er­indi frestað vegna tíma­skorts.

          • 5. Bjark­ar­holt 7-9 - ósk um stækk­un lóð­ar202101234

            Borist hefur erindi frá Guðmundi Oddi Víðissyni með ósk um stækkun lóðar Bjarkarholts 7-9 til suðurs í samræmi við framlögð gögn.

            Er­indi frestað vegna tíma­skorts.

            • 6. Um­sókn­ir um lóð­ir í Leir­vogstungu við Fossa­tungu og Kvísl­artungu 2018201804017

              Tillaga um úthlutun lóðanna Fossatungu 24-26.

              Er­indi frestað vegna tíma­skorts.

              • 7. Verk­falls­listi Mos­fells­bæj­ar201909226

                Óskað eftir heimild til að auglýsa lista yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsheimild fyrir árið 2021, með fyrirvara um breytingar vegna samráðs við viðkomandi stéttarfélög.

                Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi lista yfir þau störf sem und­an­þeg­in eru verk­falli, með fyr­ir­vara um breyt­ing­ar sem kunna að leiða af at­huga­semd­um stétt­ar­fé­laga. Jafn­framt sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að aug­lýsa list­ann í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05