21. janúar 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bruni í Álfsnesi 8. janúar 2021202101204
Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, gefur upplýsingar um bruna í Álfsnesi 8. janúar sl.
Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, og Eiður Guðmundsson, staðarstjóri í Álfsnesi, gáfu upplýsingar og svöruðu spurningum um bruna í Álfsnesi 8. janúar sl.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu
- Eiður Guðmundsson, staðarstjóri í Álfsnesi
- Tómas Guðbjartsson, umhverfisstjóri
2. Þjónusta sveitarfélaga 2020 - Gallup202101011
Matthías Þorvaldsson kynnir niðurstöður skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga á árinu 2020.
Á fund bæjarráðs mætti Matthías Þorvaldsson, frá Gallup og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þjónustukönnunar meðal íbúa Mosfellsbæjar á árinu 2020. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að senda skýrsluna til kynningar í fastanefndum.
Bæjarráð bókaði eftirfarandi: Bæjarráð fagnar góðri útkomu Mosfellsbæjar úr þjónustukönnun sveitarfélagana fyrir árið 2020. Í meginatriðum er niðurstaðan jákvæð og íbúar í heildina litið ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins. Mosfellsbær situr í efstu sætum meðal bæjarfélaga á Íslandi eins og undanfarin ár. Skýrslan verður kynnt í nefndum bæjarins og gefur tækifæri til þess að rýna þjónustuþætti bæjarins með það að markmiði að bæta þjónustuna enn frekar bæjarbúum til hagsbóta.Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptasviðs
- Matthías Þorvaldsson, Gallup
3. Samningur - Þingvallavegur um Mosfellsdal202012002
Drög að samningi við Vegagerðina í tengslum um endurbyggingu Þingvallavegar lögð fram til samþykktar. Samkvæmt samningnum mun Vegagerðin annast samningagerð við landeigendur um kaup á nauðsynlegu landi vegna aðkomu að Jónstótt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samkomulag við Vegagerðina er tengist samningum við eiganda að landi Hraðastaða I vegna nýs deiliskipulags kringum Jónstótt.
4. Þverholt 1 - ósk um stækkun lóðar við Barion202010334
Ósk um stækkun lóðarinnar Þverholt 1 til vesturs. Umbeðin umsögn bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Erindi frestað vegna tímaskorts.
5. Bjarkarholt 7-9 - ósk um stækkun lóðar202101234
Borist hefur erindi frá Guðmundi Oddi Víðissyni með ósk um stækkun lóðar Bjarkarholts 7-9 til suðurs í samræmi við framlögð gögn.
Erindi frestað vegna tímaskorts.
6. Umsóknir um lóðir í Leirvogstungu við Fossatungu og Kvíslartungu 2018201804017
Tillaga um úthlutun lóðanna Fossatungu 24-26.
Erindi frestað vegna tímaskorts.
7. Verkfallslisti Mosfellsbæjar201909226
Óskað eftir heimild til að auglýsa lista yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsheimild fyrir árið 2021, með fyrirvara um breytingar vegna samráðs við viðkomandi stéttarfélög.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi lista yfir þau störf sem undanþegin eru verkfalli, með fyrirvara um breytingar sem kunna að leiða af athugasemdum stéttarfélaga. Jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að auglýsa listann í B-deild Stjórnartíðinda.