3. febrúar 2021 kl. 16:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Gerður Pálsdóttir (GP) áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Kristín Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Þórunn Ósk Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Dagný Björk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elísa Hörn Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónusta sveitarfélaga 2020 - Gallup202101011
Skýrsla um þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Niðurstöður úr þjónustukönnun sveitarfélaganna fyrir árið 2020 liggja nú fyrir. Mosfellsbær situr í efstu sætum meðal bæjarfélaga á Íslandi eins og undanfarin ár.
Í meginatriðum er niðurstaða könnunar jákvæð og íbúar á heildina litið ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins. Í skólamálum eru íbúar ánægðir með þjónustu leikskólanna en ánægja með þjónustu grunnskólanna minnkar örlítið á milli ára. Þessar vísbendingar gefa tilefni til að rýna niðurstöður nánar og greina hvaða þjónustuþættir megi betur fara. Fyrir liggur að fara af stað með rýnihópavinnu sem og skoða þau mælitæki og niðurstöður sem þegar eru til staðar í innra og ytra mati skólanna.Gestir
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar
2. Ungt fólk október 2020202011196
Niðurstöður Rannsóknar og greiningar meðal nemenda í 8.,9.og 10.bekk október 2020
Lagðar voru fram niðurstöður úr könnuninni Ungt fólk 2020, 8.-10.bekkur. Um er ræða viðbótarkönnun sem lögð var fyrir til að skoða stöðu ungs fólks á COVID tímum. Niðurstöður benda til að aukinnar neyslu vímuefna í elsta árganginum sem og að útivistartími er ekki virtur hjá hluta hópsins.
Könnunin hefur verið kynnt öllum foreldrum í 8.-10. bekk, starfsfólki grunnskóla, félagsmiðstöðvar, ráðum og nefndum Mosfellsbæjar og forvarnahópi Mosfellsbæjar. Aðgerðaráætlun liggur fyrir og var kynnt á á fundinum af verkefnastjóra skólaþjónustu og tómstunda- og forvarnafulltrúa.
Fræðslunefnd áréttar að samstaða samfélagsins í forvarnarmálum er mikilvæg. Framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs er falið að efna til íbúafundar með yfirskriftinni „það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ en meginmarkmið þess fundar er að þétta forvanarnetið á milli heimila, íþrótta- og tómstundafélaga og skóla.Gestir
- Edda Davíðsdóttir, tómstunda- og forvarnafulltrúi og Ragnheiður Axelsdóttir, verkefnastjóri skólaþjónustu
3. Tölulegar upplýsingar Fræðslusviðs 2021202101334
Lykiltölur á Fræðslu-og frístundasviði Mosfellsbæjar, janúar 2021.
Lagðar fram og kynntar nokkrar af helstu lykiltölum á fræðslu-og frístundasviði Mosfellsbæjar, janúar 2021.
4. Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum202012360
Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum lögð fram til kynningar. Á 1471. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókað: "Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum lögð fram. Líkt og fram kemur í áskoruninni er grænkera fæði í boði í grunnskólum Mosfellsbæjar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að áskorunin verði kynnt fyrir fræðslunefnd".
Samtök grænkera á Íslandi sem sendi sveitarstjórnum á Íslandi áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum lögð fram. Líkt og fram kemur í áskoruninni er grænkera fæði í boði í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar.
Bókun Viðreisnar í Mosfellsbæ:
Viðreisn fagnar því að við séum leiðandi sveitafélag í þessum efnum, enda lögðum við fram tillögur þess efnis að bjóða fólki upp á val um grænmetis/vegan fæðu á 366. fundi fræðslunefndar 11. september 2019. Breytingar hafa orðið við skráningu í mötuneyti en upplýsingarnar eru enn ekki aðgengilegar fólki á heimasíðu og í stefnum bæjarins. Er það ósk Viðreisnar að gera þessar upplýsingar aðgengilegar á vefsíðum skólanna sem og í samþykktum bæjarins um mötuneyti. Klárum málið alveg og gerum það sýnilegt svo fólk sé meðvitað um þetta val.5. Klörusjóður 2021202101462
Skilgreindir áhersluþættir 2021
Klörusjóður hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi Mosfellsbæjar. Úthlutað er úr Klörusjóði einu sinni ári og auglýst verður eftir umsóknum nú á vormánuðum. Á næsta fundi fræðslunefndar verða skilgreindir áhersluþættir sjóðsins þetta árið.