Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. febrúar 2021 kl. 16:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
  • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
  • Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
  • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
  • Gerður Pálsdóttir (GP) áheyrnarfulltrúi
  • Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
  • Þórunn Ósk Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Dagný Björk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Elísa Hörn Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi

Fundargerð ritaði

Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Þjón­usta sveit­ar­fé­laga 2020 - Gallup202101011

    Skýrsla um þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.

    Nið­ur­stöð­ur úr þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­lag­anna fyr­ir árið 2020 liggja nú fyr­ir. Mos­fells­bær sit­ur í efstu sæt­um með­al bæj­ar­fé­laga á Ís­landi eins og und­an­farin ár.
    Í meg­in­at­rið­um er nið­ur­staða könn­un­ar já­kvæð og íbú­ar á heild­ina lit­ið ánægð­ir með þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins. Í skóla­mál­um eru íbú­ar ánægð­ir með þjón­ustu leik­skól­anna en ánægja með þjón­ustu grunn­skól­anna minnk­ar ör­lít­ið á milli ára. Þess­ar vís­bend­ing­ar gefa til­efni til að rýna nið­ur­stöð­ur nán­ar og greina hvaða þjón­ustu­þætt­ir megi bet­ur fara. Fyr­ir ligg­ur að fara af stað með rýni­hópa­vinnu sem og skoða þau mæli­tæki og nið­ur­stöð­ur sem þeg­ar eru til stað­ar í innra og ytra mati skól­anna.

    Gestir
    • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar
  • 2. Ungt fólk októ­ber 2020202011196

    Niðurstöður Rannsóknar og greiningar meðal nemenda í 8.,9.og 10.bekk október 2020

    Lagð­ar voru fram nið­ur­stöð­ur úr könn­un­inni Ungt fólk 2020, 8.-10.bekk­ur. Um er ræða við­bót­ar­könn­un sem lögð var fyr­ir til að skoða stöðu ungs fólks á COVID tím­um. Nið­ur­stöð­ur benda til að auk­inn­ar neyslu vímu­efna í elsta ár­gang­in­um sem og að úti­vist­ar­tími er ekki virt­ur hjá hluta hóps­ins.
    Könn­un­in hef­ur ver­ið kynnt öll­um for­eldr­um í 8.-10. bekk, starfs­fólki grunn­skóla, fé­lags­mið­stöðv­ar, ráð­um og nefnd­um Mos­fells­bæj­ar og for­varna­hópi Mos­fells­bæj­ar. Að­gerðaráætlun ligg­ur fyr­ir og var kynnt á á fund­in­um af verk­efna­stjóra skóla­þjón­ustu og tóm­stunda- og for­varna­full­trúa.
    Fræðslu­nefnd árétt­ar að sam­staða sam­fé­lags­ins í for­varn­ar­mál­um er mik­il­væg. Fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs er fal­ið að efna til íbúa­fund­ar með yf­ir­skrift­inni „það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ en meg­in­markmið þess fund­ar er að þétta for­van­ar­net­ið á milli heim­ila, íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga og skóla.

    Gestir
    • Edda Davíðsdóttir, tómstunda- og forvarnafulltrúi og Ragnheiður Axelsdóttir, verkefnastjóri skólaþjónustu
  • 3. Tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar Fræðslu­sviðs 2021202101334

    Lykiltölur á Fræðslu-og frístundasviði Mosfellsbæjar, janúar 2021.

    Lagð­ar fram og kynnt­ar nokkr­ar af helstu lyk­il­töl­um á fræðslu-og frí­stunda­sviði Mos­fells­bæj­ar, janú­ar 2021.

  • 4. Áskor­un varð­andi fram­boð grænkera­fæð­is í skól­um202012360

    Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum lögð fram til kynningar. Á 1471. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókað: "Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum lögð fram. Líkt og fram kemur í áskoruninni er grænkera fæði í boði í grunnskólum Mosfellsbæjar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að áskorunin verði kynnt fyrir fræðslunefnd".

    Sam­tök grænkera á Ís­landi sem sendi sveit­ar­stjórn­um á Ís­landi áskor­un varð­andi fram­boð grænkera­fæð­is í skól­um lögð fram. Líkt og fram kem­ur í áskor­un­inni er grænkera fæði í boði í leik- og grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar.

    Bók­un Við­reisn­ar í Mos­fells­bæ:
    Við­reisn fagn­ar því að við séum leið­andi sveita­fé­lag í þess­um efn­um, enda lögð­um við fram til­lög­ur þess efn­is að bjóða fólki upp á val um græn­met­is/veg­an fæðu á 366. fundi fræðslu­nefnd­ar 11. sept­em­ber 2019. Breyt­ing­ar hafa orð­ið við skrán­ingu í mötu­neyti en upp­lýs­ing­arn­ar eru enn ekki að­gengi­leg­ar fólki á heima­síðu og í stefn­um bæj­ar­ins. Er það ósk Við­reisn­ar að gera þess­ar upp­lýs­ing­ar að­gengi­leg­ar á vef­síð­um skól­anna sem og í sam­þykkt­um bæj­ar­ins um mötu­neyti. Klár­um mál­ið al­veg og ger­um það sýni­legt svo fólk sé með­vitað um þetta val.

  • 5. Klöru­sjóð­ur 2021202101462

    Skilgreindir áhersluþættir 2021

    Klöru­sjóð­ur hef­ur það að mark­miði að stuðla að ný­sköp­un og fram­þró­un í skóla- og frí­stund­astarfi Mos­fells­bæj­ar. Út­hlutað er úr Klöru­sjóði einu sinni ári og aug­lýst verð­ur eft­ir um­sókn­um nú á vor­mán­uð­um. Á næsta fundi fræðslu­nefnd­ar verða skil­greind­ir áherslu­þætt­ir sjóðs­ins þetta árið.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00