11. febrúar 2021 kl. 16:15,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Sturla Sær Erlendsson formaður
- Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Andrea Jónsdóttir aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Branddís Ásrún Pálsdóttir aðalmaður
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónusta sveitarfélaga 2020 - Gallup202101011
Skýrsla um þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Arnar Jónsson Forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar, kynnti þjónustukönnun Gallup fyrir 2020.
Gestir
- Arnar jónsson
2. Ungt fólk október 2020202011196
Niðurstöður Rannsóknar og greiningar meðal nemenda í 8.,9.og 10.bekk október 2020
Lagðar voru fram niðurstöður úr könnuninni Ungt fólk 2020, 8.-10.bekkur. Um er ræða viðbótarkönnun sem lögð var fyrir til að skoða stöðu ungs fólks á COVID tímum. Niðurstöður benda til aukinnar neyslu vímuefna í elsta árganginum sem og að útivistartími er ekki virtur hjá hluta hópsins. Könnunin hefur verið kynnt öllum foreldrum í 8.-10. bekk, starfsfólki grunnskóla, félagsmiðstöðvar, ráðum og nefndum Mosfellsbæjar og forvarnahópi Mosfellsbæjar. Aðgerðaráætlun liggur fyrir og var kynnt á fundinum af tómstunda- og forvarnafulltrúa.
Framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs hefur nú þegar verið falið að efna til íbúafundar með yfirskriftinni „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ en meginmarkmið þess fundar verður að þétta forvarnarnetið á milli heimila, skóla og íþrótta- og tómstundafélaga.Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir ánægju sinni með aðgerðir og því markmiði að fá þá aðila sem koma að málum barna og unglinga til að ræða stöðuna og vinna saman að forvörnum.