Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. febrúar 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kol­við­ur, ósk um 12 til­raun­ar­eiti í skógrækt á Mos­fells­heiði201904297

    Erindi Kolviðar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skógrækt á Mosfellsheiði

    Áfanga­skýrsla, dags. 17. des­em­ber 2020, um skóg­rækt­ar­tilraun á Mos­fells­heiði lögð fram til kynn­ing­ar. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­indi Kol­við­ar og Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar, frá 1. fe­brú­ar 2021, til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs.

  • 2. Deili­skipu­lags­breyt­ing II á Esju­mel­um - Kæra202008350

    Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru Mosfellsbæjar og íbúa við Leirvogstungu vegna deiliskipulags á Esjumelum lögð fram til kynningar.

    Úr­skurð­ur úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála í máli nr. 96/2020, kæra á ákvörð­un borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur frá 2. júlí 2020 um að sam­þykkja breyt­ingu á deili­skipu­lagi Esju­mela á Kjal­ar­nesi vegna lóð­ar­inn­ar nr. 6 við Brons­sléttu, lagð­ur fram.

    Nið­ur­staða úr­skurð­ar­nefnd­ar­inn­ar er sú að starf­semi mal­bik­un­ar­stöðv­ar sem heim­iluð er með hinu kærða deili­skipu­lagi þyki ekki þess eðl­is að hún snerti grennd­ar­hags­muni kær­enda eða aðra ein­stak­lega lögvarða hags­muni þeirra með þeim hætti að þeir geti tal­ist eiga kæru­að­ild í mál­inu. Kröfu um ógild­ingu deili­skipu­lags­ákvörð­un­ar­inn­ar var því vísað frá úr­skurð­ar­nefnd­inni. Einn nefnd­ar­mað­ur skil­aði séráliti og tel­ur kær­end­ur eiga lögvarða hags­muni til að fá mál­ið tek­ið til efn­is­legr­ar af­greiðslu.

    Upp­lýst var að í und­ir­bún­ingi sé kvört­un til Um­boðs­manns Al­þing­is vegna máls­ins til við­bót­ar við kvört­un vegna fyrri deili­skipu­lags­breyt­ing­ar við Esju­mela.

  • 3. Þjón­usta sveit­ar­fé­laga 2020 - Gallup202101011

    Aukaspurningar frá Gallup í tengslum við könnun á þjónustu sveitarfélaga 2020.

    Nið­ur­stöð­ur spurn­inga í aukapakka Gallup í tengsl­um við könn­un á þjón­ustu sveit­ar­fé­laga 2020 lagð­ar fram til kynn­ing­ar.

    Gestir
    • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:08