18. febrúar 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kolviður, ósk um 12 tilraunareiti í skógrækt á Mosfellsheiði201904297
Erindi Kolviðar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skógrækt á Mosfellsheiði
Áfangaskýrsla, dags. 17. desember 2020, um skógræktartilraun á Mosfellsheiði lögð fram til kynningar. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindi Kolviðar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, frá 1. febrúar 2021, til umsagnar umhverfissviðs.
2. Deiliskipulagsbreyting II á Esjumelum - Kæra202008350
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru Mosfellsbæjar og íbúa við Leirvogstungu vegna deiliskipulags á Esjumelum lögð fram til kynningar.
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 96/2020, kæra á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 2. júlí 2020 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6 við Bronssléttu, lagður fram.
Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er sú að starfsemi malbikunarstöðvar sem heimiluð er með hinu kærða deiliskipulagi þyki ekki þess eðlis að hún snerti grenndarhagsmuni kærenda eða aðra einstaklega lögvarða hagsmuni þeirra með þeim hætti að þeir geti talist eiga kæruaðild í málinu. Kröfu um ógildingu deiliskipulagsákvörðunarinnar var því vísað frá úrskurðarnefndinni. Einn nefndarmaður skilaði séráliti og telur kærendur eiga lögvarða hagsmuni til að fá málið tekið til efnislegrar afgreiðslu.
Upplýst var að í undirbúningi sé kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna málsins til viðbótar við kvörtun vegna fyrri deiliskipulagsbreytingar við Esjumela.3. Þjónusta sveitarfélaga 2020 - Gallup202101011
Aukaspurningar frá Gallup í tengslum við könnun á þjónustu sveitarfélaga 2020.
Niðurstöður spurninga í aukapakka Gallup í tengslum við könnun á þjónustu sveitarfélaga 2020 lagðar fram til kynningar.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar