10. mars 2021 kl. 13:00,
utan bæjarskrifstofu
Fundinn sátu
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Ingólfur Hrólfsson aðalmaður
- Kristbjörg Steingrímsdóttir (KS) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Úlfhildur Geirsdóttir aðalmaður
- Snjólaug Sigurðardóttir varamaður
- Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir varamaður
- Elva Hjálmarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Elva Hjálmarsdótir Ráðgjafi á fjölskyldusviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun Öldungaráðs 2021202102073
Elva Björg Pálsdóttir, forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ, kynnir fyrir fundarmeðlimum starfsemi Eirhamra.Starfsáætlun öldungaráðs 2021 lögð fram til kynningar
Lokaútgáfa af Starfsáætlun öldungaráðs lögð fram til kynningar og farið yfir verklag tengt fundum.
2. Þjónusta sveitarfélaga 2020 - Gallup202101011
Þjónusta sveitarfélaga - málefni eldri borgara - vangaveltur vegna ítarkönnunar
Öldungaráð fagnar niðurstöðu fjölskyldunefndar varðandi þá ákvörðun að ætla að greina þjónusta við eldri borgara í Mosfellsbæ enn betur en þjónustukönnun frá árinu 2020 gerði.
Öldungaráð mun gefa sér viku (síðasti skiladagur 17. mars 2021) í að senda inn hugmyndir af viðfangsefnum/spurningum sem ráðið leggur til að haft verði til hliðsjónar í þeirri könnun varðandi málefni eldri borgara.