4. febrúar 2021 kl. 16:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Una Hildardóttir formaður
- Mikael Rafn L Steingrímsson varaformaður
- Unnur Sif Hjartardóttir aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) aðalmaður
- Kjartan Due Nielsen aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Tamar Lipka Þormarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson
- Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeild
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónusta sveitarfélaga 2020 - Gallup202101011
Könnun Gallup á afstöðu íbúa til þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þakkar fyrir kynninguna á þjónustukönnun sveitarfélagana fyrir árið 2020. Í meginatriðum er niðurstaða íbúa gagnvart þjónustu Mosfellsbæjar jákvæð og þeir eru á heildina litið ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins. Mosfellsbær situr í efstu sætum meðal bæjarfélaga á Íslandi eins og undanfarin ár en ánægjan minnkar á milli ára á afmörkuðum sviðum og eykst á öðrum. Þar eru því til staðar vísbendingar sem gefa tilefni til að rýna niðurstöður nánar og vinna að umbótum.
2. Mosfellsbær barnvænt sveitarfélag2020081051
Ritað hefur verið undir samstarfssamning við félagasmálaráðuneytið og Unicef. Kynning á efni samningsins og umræður um næstu skref.
Lagt fram.
3. Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum 2019 til 2022201906226
Kynning jafnréttisfulltrúa og forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar á stöðu verkefna á sviði jafnréttis- og mannréttindamála.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þakkar jafnréttisfulltrúa fyrir kynningu á stöðu vinnu við verkefni framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum.