Mál númer 201904297
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Kolviður vann að tilraunarverkefni um skógrækt á Mosfellsheiði og skilaði niðurstöðum til bæjarráðs 17.01.2022. Hjálögð eru drög að umhverfismati valkosta nýrra skógræktarsvæða sem falla innan tilraunarsvæða Kolviðar.
Afgreiðsla 580. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Kolviður vann að tilraunarverkefni um skógrækt á Mosfellsheiði og skilaði niðurstöðum til bæjarráðs 17.01.2022. Hjálögð eru drög að umhverfismati valkosta nýrra skógræktarsvæða sem falla innan tilraunarsvæða Kolviðar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 581. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. desember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #581
Kolviður vann að tilraunarverkefni um skógrækt á Mosfellsheiði og skilaði niðurstöðum til bæjarráðs 17.01.2022. Hjálögð eru drög að umhverfismati valkosta nýrra skógræktarsvæða sem falla innan tilraunarsvæða Kolviðar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Rúnar Dýrmundur Bjarnason, ráðgjafi umhverfismála við vinnslu aðalskipulags, kynnti gögn og svaraði spurningum.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar ákveður nefndin að skógræktarsvæði á Mosfellsheiðinni verði skoðað frekar og breytt landnotkun færð inn í drög nýs aðalskipulags. Til samræmis við umfjöllun og upplýsingar í fyrirliggjandi drögum að umhverfismati samþykkir skipulagsnefnd að tillögu og útfræslu verði vísað til frekari úrvinnslu og afgreiðslu skipulagsfulltrúa og ráðgjafa.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum. - 6. desember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #580
Kolviður vann að tilraunarverkefni um skógrækt á Mosfellsheiði og skilaði niðurstöðum til bæjarráðs 17.01.2022. Hjálögð eru drög að umhverfismati valkosta nýrra skógræktarsvæða sem falla innan tilraunarsvæða Kolviðar.
Frestað vegna tímaskorts.
- 23. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #801
Lögð fram umsögn umhverfissviðs um erindi Kolviðar um skógrækt á Mosfellsheiði.
Afgreiðsla 1526. fundar bæjarráðs samþykkt á 801. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. mars 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1526
Lögð fram umsögn umhverfissviðs um erindi Kolviðar um skógrækt á Mosfellsheiði.
Í samræmi við fyrirliggjandi umsögn samþykkir bæjarráð að fela umhverfissviði Mosfellsbæjar að ræða við Kolvið og Skógræktarfélag Mosfellsbæjar um frekari afmörkun verkefnisins og að niðurstaða þeirrar vinnu verði lögð fyrir bæjarráð.
- 23. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #799
Erindi Kolviðar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skógrækt á Mosfellsheiði
Afgreiðsla 1522. fundar bæjarráðs samþykkt á 799. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. febrúar 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1522
Erindi Kolviðar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skógrækt á Mosfellsheiði
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar á umhverfissviði.
- 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði á 1485. fundi sínum erindi Kolviðar um skógrækt á Mosfellsheiði til til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar í tengslum við endurskoðun aðalskipulags.
Afgreiðsla 543. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 784. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. maí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #543
Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði á 1485. fundi sínum erindi Kolviðar um skógrækt á Mosfellsheiði til til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar í tengslum við endurskoðun aðalskipulags.
Lagt fram og kynnt.
- 5. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #782
Bæjarráð fjallaði á 1485. fundi sínum þann 15.04.2021 um erindi Kolviðs um skógrækt á Mosfellsheiði. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar í tengslum við endurskoðun aðalskipulags. Við umfjöllun málsins hafi skipulagsnefnd náið samstarf við umhverfisnefnd. Jafnframt samþykkt að vísa málinu til kynningar umhverfisnefndar.
Afgreiðsla 218. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 782. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. apríl 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #218
Bæjarráð fjallaði á 1485. fundi sínum þann 15.04.2021 um erindi Kolviðs um skógrækt á Mosfellsheiði. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar í tengslum við endurskoðun aðalskipulags. Við umfjöllun málsins hafi skipulagsnefnd náið samstarf við umhverfisnefnd. Jafnframt samþykkt að vísa málinu til kynningar umhverfisnefndar.
Erindið lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd undirstrikar mikilvægi þess að gott samstarf sé um verkefnið við skipulagsnefnd.
- 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Bæjarráð vísaði á 1477. fundi sínum þann 18.02.2021 erindi Kolviðar um skógrækt á Mosfellsheiði til umsagnar umhverfissviðs. Lögð er fram umsögn umhverfissviðs.
Afgreiðsla 1485. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. apríl 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1485
Bæjarráð vísaði á 1477. fundi sínum þann 18.02.2021 erindi Kolviðar um skógrækt á Mosfellsheiði til umsagnar umhverfissviðs. Lögð er fram umsögn umhverfissviðs.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar í tengslum við endurskoðun aðalskipulags. Við umfjöllun málsins hafi skipulagsnefnd náði samstarf við umhverfisnefnd. Jafnframt samþykkt að vísa málinu til kynningar umhverfisnefndar.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Erindi Kolviðar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skógrækt á Mosfellsheiði
Afgreiðsla 1477. fundar bæjarráðs samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. febrúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1477
Erindi Kolviðar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skógrækt á Mosfellsheiði
Áfangaskýrsla, dags. 17. desember 2020, um skógræktartilraun á Mosfellsheiði lögð fram til kynningar. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindi Kolviðar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, frá 1. febrúar 2021, til umsagnar umhverfissviðs.
- 15. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #739
Á 483. fundi skipulagsnefnar 26. apríl 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar." Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra.
Afgreiðsla 484. fundar skipulagsnefndr samþykkt á 739. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. maí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #484
Á 483. fundi skipulagsnefnar 26. apríl 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar." Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi byggðu á ákvæði í Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
- 2. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #738
Borist hefur erindi frá Kolviði dags. 9.apríl 2019 varðandi 12 tilraunareiti í skógrækt á Mosfellsheiði.
Afgreiðsla 483. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 738. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. apríl 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #483
Borist hefur erindi frá Kolviði dags. 9.apríl 2019 varðandi 12 tilraunareiti í skógrækt á Mosfellsheiði.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.