29. apríl 2021 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Sigurður Gunnarsson varamaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ201912163
Lögð fram drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Varmárósa í Mosfellsbæ
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framlögð drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Varmárósa í Mosfellsbæ og óskar eftir að Umhverfisstofnun ljúki við gerð áætlunarinnar.
2. Erindi Michele Rebora um friðlýsingu Blikastaðakróar-Leiruvogs2021041591
Lagt fram erindi Michele Rebora um friðlýsingu Blikastaðakróar-Leiruvogs.
Umhverfisnefnd óskar eftir umsögn frá umhverfissviði um erindið.
3. Kolviður, ósk um 12 tilraunareiti í skógrækt á Mosfellsheiði201904297
Bæjarráð fjallaði á 1485. fundi sínum þann 15.04.2021 um erindi Kolviðs um skógrækt á Mosfellsheiði. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar í tengslum við endurskoðun aðalskipulags. Við umfjöllun málsins hafi skipulagsnefnd náið samstarf við umhverfisnefnd. Jafnframt samþykkt að vísa málinu til kynningar umhverfisnefndar.
Erindið lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd undirstrikar mikilvægi þess að gott samstarf sé um verkefnið við skipulagsnefnd.
4. Erindi Önnu Sigríðar Guðnadóttur um loftgæðamælingar í Mosfellsbæ202104266
Lagt fram erindi Önnu Sigríðar Guðnadóttur um loftgæðamælingar í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd minnir á mikilvægi þess að hefja loftgæðamælingar í Mosfellsbæ í samræmi við umhverfisstefnu og vísar erindinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
5. Loftgæðamælanet fyrir höfuðborgarsvæðið202104236
Kynning ReSource International ehf. á hugmyndum um sameiginilegt loftmælanet fyrir höfuðborgarsvæðið. Fulltrúi ráðgjafafyrirtækisins kemur á fundinn.
Karl Eðvaldsson frá ReSouce International kynnti hugmyndir um loftgæðamælanet fyrir höfuðborgarsvæðið.
Umhverfisnefnd leggur til að Mosfellsbær skoði tillögur ReSource International og felur umhverfisstjóra að vinna áfram að málinu.Gestir
- Karl Eðvaldsson
6. Fulltrúi í samstarfshópi um friðlýsingu Blikastaðakróar2021041677
Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun um skipun fulltrúa Mosfellsbæjar í starfshóp um friðlýsingu Blikastaðakróar.
Umhverfisnefnd tilnefnir Bjart Steingrímsson, Michele Rebora og Tómas Gíslason í samstarfshóp um friðlýsingu Blikastaðakróar.