Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. apríl 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Kol­við­ur, ósk um 12 til­raun­ar­eiti í skógrækt á Mos­fells­heiði201904297

  Bæjarráð vísaði á 1477. fundi sínum þann 18.02.2021 erindi Kolviðar um skógrækt á Mosfellsheiði til umsagnar umhverfissviðs. Lögð er fram umsögn umhverfissviðs.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar í tengsl­um við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags. Við um­fjöllun máls­ins hafi skipu­lags­nefnd náði sam­st­arf við um­hverf­is­nefnd. Jafn­framt sam­þykkt að vísa mál­inu til kynn­ing­ar um­hverf­is­nefnd­ar.

 • 2. Að­gerðaráætlun sveit­ar­fé­laga til við­spyrnu fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf og heim­ili202104018

  Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. mars 2021, með mati á stöðu verkefna í viðspyrnuáætlun Samandsins frá mars 2020 lagt fram til kynningar.

  Lagt fram.

 • 3. Merkja­teig­ur 4 - ósk um stækk­un lóð­ar202104019

  Erindi frá íbúum að Merkjateig 4, dags. 6. apríl 2021, með ósk um stækkun lóðar íbúðarhúss að Merkjateig 4 svo lóðin taki yfir núverandi leikvöll á svæðinu.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar á um­hverf­is­sviði.

 • 4. Þings­álykt­un­ar­til­laga um lýð­heilsu­stefnu til árs­ins 2030 - beiðni um um­sögn202104108

  Tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030 - beiðni um umsögn fyrir 21. apríl nk.

  Lagt fram.

 • 5. Há­holt 14 - ósk um stækk­un lóð­ar202104011

  Erindi frá húsfélaginu Háholti 14, dags. 31. mars 2021, með ósk um stækkun lóðar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar á um­hverf­is­sviði.

 • 6. Um­sókn Skála­túns um stofn­fram­lag202103240

  Tillaga um veitingu stofnframlags til Skálatúns lögð fyrir bæjarráð til samþykktar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um um­sókn Skála­túns um stofn­fram­lag á ár­inu 2021 að upp­hæð kr. 29,3 m.kr. Bæj­ar­ráð stað­fest­ir jafn­framt að um­sókn Skála­túns rúm­ast inn­an fjár­fest­ingaráætl­un­ar árs­ins 2021.

 • 7. Þátttaka Mos­fells­bæj­ar í at­vinnu­átak­inu Hefj­um störf202103392

  Ósk Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L-lista, um almenna umræðu um stöðu verkefnisins og möguleika bæjarins að nýta sér átakið.

  Hanna Guð­laugs­dótt­ir, mannauðs­stjóri Mos­fells­bæj­ar, mætti til fund­ar­ins og fór yfir stöðu verk­efn­is­ins og mögu­leika bæj­ar­ins að nýta sér átak­ið.

  Gestir
  • Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri

Næsti fund­ur bæj­ar­ráðs verð­ur hald­inn mið­viku­dag­inn 21. apríl kl. 7:30 vegna sum­ar­dags­ins fyrsta. Sam­þykkt að fund­ar­boð næsta fund­ar verði sent mánu­dag­inn 19. apríl.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55