15. apríl 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kolviður, ósk um 12 tilraunareiti í skógrækt á Mosfellsheiði201904297
Bæjarráð vísaði á 1477. fundi sínum þann 18.02.2021 erindi Kolviðar um skógrækt á Mosfellsheiði til umsagnar umhverfissviðs. Lögð er fram umsögn umhverfissviðs.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar í tengslum við endurskoðun aðalskipulags. Við umfjöllun málsins hafi skipulagsnefnd náði samstarf við umhverfisnefnd. Jafnframt samþykkt að vísa málinu til kynningar umhverfisnefndar.
2. Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili202104018
Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. mars 2021, með mati á stöðu verkefna í viðspyrnuáætlun Samandsins frá mars 2020 lagt fram til kynningar.
Lagt fram.
3. Merkjateigur 4 - ósk um stækkun lóðar202104019
Erindi frá íbúum að Merkjateig 4, dags. 6. apríl 2021, með ósk um stækkun lóðar íbúðarhúss að Merkjateig 4 svo lóðin taki yfir núverandi leikvöll á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar á umhverfissviði.
4. Þingsályktunartillaga um lýðheilsustefnu til ársins 2030 - beiðni um umsögn202104108
Tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030 - beiðni um umsögn fyrir 21. apríl nk.
Lagt fram.
5. Háholt 14 - ósk um stækkun lóðar202104011
Erindi frá húsfélaginu Háholti 14, dags. 31. mars 2021, með ósk um stækkun lóðar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar á umhverfissviði.
6. Umsókn Skálatúns um stofnframlag202103240
Tillaga um veitingu stofnframlags til Skálatúns lögð fyrir bæjarráð til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum umsókn Skálatúns um stofnframlag á árinu 2021 að upphæð kr. 29,3 m.kr. Bæjarráð staðfestir jafnframt að umsókn Skálatúns rúmast innan fjárfestingaráætlunar ársins 2021.
7. Þátttaka Mosfellsbæjar í atvinnuátakinu Hefjum störf202103392
Ósk Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L-lista, um almenna umræðu um stöðu verkefnisins og möguleika bæjarins að nýta sér átakið.
Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri Mosfellsbæjar, mætti til fundarins og fór yfir stöðu verkefnisins og möguleika bæjarins að nýta sér átakið.
Gestir
- Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri
Næsti fundur bæjarráðs verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl kl. 7:30 vegna sumardagsins fyrsta. Samþykkt að fundarboð næsta fundar verði sent mánudaginn 19. apríl.