10. mars 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Áskorun frá Sveitarfélaginu Vogar vegna Suðurnesjalínu 2202203071
Áskorun frá Sveitarfélaginu Vogar vegna Suðurnesjalínu 2 lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
2. Kolviður, ósk um 12 tilraunareiti í skógrækt á Mosfellsheiði201904297
Lögð fram umsögn umhverfissviðs um erindi Kolviðar um skógrækt á Mosfellsheiði.
Í samræmi við fyrirliggjandi umsögn samþykkir bæjarráð að fela umhverfissviði Mosfellsbæjar að ræða við Kolvið og Skógræktarfélag Mosfellsbæjar um frekari afmörkun verkefnisins og að niðurstaða þeirrar vinnu verði lögð fyrir bæjarráð.
3. Erindi Arion banka hf. um kaup Mosfellsbæjar á lóðinni Furulundi 96202203085
Erindi Arion banka hf. þar sem þess er óskað að Mosfellsbær kaupi lóðina Furulund 96 sem er á vatnsverndarsvæði.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að kaupa lóðina Furulund 96, L124099, á fasteignamatsverði.
4. Heimild til kaupa á lóðum á vatnsverndarsvæði201910102
Tillaga um að bæjarstjóra verði veitt heimild til kaupa á frístundalóðum sem staðsettar eru á vatnsverndarsvæði í Skógarbringum.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra heimild til kaupa á frístundalóðum við Skógarbringur sem staðsettar eru á vatnsverndarsvæði, komi fram beiðni um slíkt, á verði sem er jafnt og eða lægra en fasteignamatsverð.
5. Stjórn sumarhúsaeigenda við Krókatjörn, Myrkutjörn og Silungatjörn vegna hitaveituframkvæmda202005346
Lagt fyrir erindi sumarhúsaeigenda við Króka-, Myrkur- og Silungatjörn varðandi hitaveituframkvæmd.
Bæjarráð synjar með þremur atkvæðum erindi félags sumarhúsaeigenda við Krókatjörn, Myrkurtjörn og Silungatjörn þar sem það samræmist ekki reglugerð um starfsemi Hitaveitu Mosfellsbæjar.
6. Samningar við Eldingu líkamsrækt201412010
Viðaukar við húsaleigumsaning og samning um þjónustu Eldingar lagðir fram til kynningar.
Viðaukar við húsaleigusamning og þjónustusamning við Eldingu líkamsrækt þar sem samningar eru framlengdir tímabundið til 30. júní nk., hafi ekki verið gert samkomulag um annað fyrir þann tíma, lagðir fram til kynningar.
7. Erindi bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar um birtingu þjónustukannana á vef Mosfellsbæjar202203131
Erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L-lista, varðandi birtingu þjónustukannana á vef Mosfellsbæjar.
Frestað vegna tímaskorts.
8. Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingar varðandi móttöku flóttafólks frá Úkraínu202203114
Tillaga Önnu Sigríðar Guðnadóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, varðandi móttöku flóttafólks frá Úkraínu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
9. Stafræn ásýnd og vefmál Mosfellsbæjar202101439
Kynning á vinnu við gerð nýs aðalvefs Mosfellsbæjar.
Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar og Sigurlaug Sturlaugsdóttir, vefstjóri, kynntu vinnu við gerð nýs aðalvefs Mosellsbæjar.
Gestir
- Valdimar Birgisson
- Sigurlaug Sturlaugsdóttir
10. Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga - beiðni um umsögn202203105
Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga - umsagnarfrestur til 21. mars nk.
Lagt fram.
11. Drög að framvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum - íbúakosningar á vegum sveitarfélaga202203104
Drög að frumvarpi til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum varðandi íbúakosningar í sveitarfélögum hefur verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram.
12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum stjórn fiskveiða - beiðni um umsögn202202489
Fraumvarp til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja)- umsagnarfrestur til 10. mars nk.
13. Frumvarp til laga um almannatryggingar - beiðni um umsögn202203001
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar - umsagnarfrestur til 14. mars nk.
Lagt fram.
14. Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar-og hjúkrunarrýmum202203058
Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar-og hjúkrunarrýmum - umsagnfarfrestur til 16. mars nk.
Lagt fram.