Mál númer 201804017
- 13. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #791
Tillaga um úthlutun lóðarinnar Kvíslartungu 134.
Afgreiðsla 1505. fundar bæjarráðs samþykkt á 791. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 30. september 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1505
Tillaga um úthlutun lóðarinnar Kvíslartungu 134.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að úthluta lóðinni Kvíslartungu 134 til Sigurgísla Jónassonar í samræmi við umsókn, útdrátt og fyrirliggjandi gögn að því gefnu að umsækjandi leggi fram ný gögn sem sýni fram á að hann uppfylli skilyrði úthlutunarskilmála m.a. um fjárhagslega getu. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingarréttar kr. 13.000.000 verði gefin út þegar fullnægjandi gögn hafa verið lögð fram og að þeim greiddum verði lóðarleigusamningur gefinn út.
Jafnframt samþykkt að komi til þess að lóðinni verði ekki úthlutað til Sigurgísla Jónassonar er lagt til að lóðinni verði úthlutað til félagsins BH bygg ehf. sem var dregið út númer þrjú en uppfylli það ekki skilyrði úthlutunar verði lóðin auglýst aftur laus til úthlutunar.
- 10. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #776
Tillaga um úthlutun lóðanna Fossatungu 24-26.
Afgreiðsla 1474. fundar bæjarráðs samþykkt á 776. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. janúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1474
Tillaga um úthlutun lóðanna Fossatungu 24-26.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta lóðinni Fossatungu 24-26 til Bjarna Boga Gunnarssonar og Guðlaugs Jóns Gunnarssonar í samræmi við umsókn, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar, kr. 15.949.367, verði gefinn út og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við umsækjendur.
- 27. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #775
Tillaga um úthlutun lóðanna Fossatungu 24-26.
Afgreiðsla 1473. fundar bæjarráðs samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
- 21. janúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1473
Tillaga um úthlutun lóðanna Fossatungu 24-26.
Erindi frestað vegna tímaskorts.
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Úthlutun lóðanna Fossatungu 20-22 og Fossatungu 21-23.
Afgreiðsla 1467. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. nóvember 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1467
Úthlutun lóðanna Fossatungu 20-22 og Fossatungu 21-23.
Samþykkt með þremur atkvæðum bæjarráðs að úthluta lóðunum með eftirfarandi hætti:
Lóðinni Fossatungu 20-22 er úhlutað til Halldórs Gunnarssonar / Jarþrúðar Þórhallsdóttur og Sigrúnar Þorsteinsdóttur í samræmi við umsókn, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar, kr. 16.406.250, er gefinn út og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við umsækjendur.
Lóðinni Fossatungu 21-23 er úthlutað til umsækjendanna, Sveins Gíslasonar og Helga Gíslasonar í samræmi við umsókn, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Samkvæmt úthlutunarskilmálum er verð fyrir lóðina ákveðið kr. 15.000.000 og miðast það við parhús sem er að hámarki 330 fermetrar að stærð. Greiðsluseðill verði gefinn út og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við umsækjendur. Samkvæmt deiliskipulagi kann að vera heimilt að byggja stærra hús á lóðinni, en fyrir alla fermetra sem sótt er um byggingarleyfi um fram 330 er innheimt viðbótar gatnagerðargjald skv. gjaldskrá sem í gildi er á þeim tíma sem umsókn kemur fram. Jafnframt verði lagt á byggingarréttargjald að fjárhæð kr. 14.000 á fermetra.
- 13. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #749
Frestað frá síðasta fundi. Úthlutun lóða sem ekki fóru til umsækjenda sem dregnir voru í 1. sæti.
Afgreiðsla 1419. fundar bæjarráðs samþykkt á 749. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. október 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1419
Frestað frá síðasta fundi. Úthlutun lóða sem ekki fóru til umsækjenda sem dregnir voru í 1. sæti.
Samþykkt með 3 atkvæðum að lóðinni Fossatungu 8-12 sé úthlutað til Helgatúns ehf. með fyrirvara um greiðslu gjalda og undirritun lóðarleigusamnings. Samþykkt með 3 atkvæðum að bréf í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað verði rituð þeim sem rétt eiga til úthlutunar á lóðunum Fossatungu 21-13, Fossatungu 20-22 og Fossatungu 24-26.
- 30. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #748
Úthlutun lóða til aðila sem dregnir voru út nr. 2.
Afgreiðsla 1418. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. október 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1418
Úthlutun lóða til aðila sem dregnir voru út nr. 2.
Frestað til næsta fundar.
- 27. júní 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #721
Lagt til að alls 10 lóðum verði úthlutað. Lagt til að þremur umsækjendum sem dregnir voru út verði send bréf þar sem þeim verði tilkynnt að umsóknir þeirra hafi verið ófullnægjandi og að liðnum andmælafresti verði könnuð skilyrði til úthlutunar til þeirra sem áttu umsóknir sem dregnar voru út fyrst til vara varðandi umræddar lóðir.
Afgreiðsla 1357. fundar bæjarráðs samþykkt á 721. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. júní 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #721
Lagt til að alls 10 lóðum verði úthlutað. Lagt til að þremur umsækjendum sem dregnir voru út verði send bréf þar sem þeim verði tilkynnt að umsóknir þeirra hafi verið ófullnægjandi og að liðnum andmælafresti verði könnuð skilyrði til úthlutunar til þeirra sem áttu umsóknir sem dregnar voru út fyrst til vara varðandi umræddar lóðir.
Afgreiðsla 1357. fundar bæjarráðs samþykkt á 721. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. júní 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1357
Lagt til að alls 10 lóðum verði úthlutað. Lagt til að þremur umsækjendum sem dregnir voru út verði send bréf þar sem þeim verði tilkynnt að umsóknir þeirra hafi verið ófullnægjandi og að liðnum andmælafresti verði könnuð skilyrði til úthlutunar til þeirra sem áttu umsóknir sem dregnar voru út fyrst til vara varðandi umræddar lóðir.
Lóðinni Fossatunga 1-7 er úthlutað til félagsins E. Sigurðsson ehf. í samræmi við umsókn félagsins, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við félagið.
Lóðinni Fossatunga 9-15 er úthlutað til félagsins Deshús byggingarfélag ehf. í samræmi við umsókn félagsins, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við félagið.
Lóðinni Fossatunga 2-6 er úthlutað til félagsins E. Sigurðsson ehf. í samræmi við umsókn félagsins, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við félagið.
Lóðinni Fossatunga 14-18 er úthlutað til félagsins Helgatún ehf. í samræmi við umsókn félagsins, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við félagið.
Lóðinni Fossatunga 17-19 er úthlutað til Sveins Gíslasonar og Helga Gíslasonar í samræmi við sameiginlega umsókn þeirra, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við þá Svein og Helga.
Lóðinni Fossatunga 20-22 er úthlutað til Halldórs Gunnarssonar og Jarþrúðar Þórhallsdóttur annarsvegar og Sigrúnar Þórarinsdóttur hinsvegar í samræmi við sameiginlega umsókn þeirra, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við þau Halldór og Jarþrúði og Sigrúnu.
Lóðinni Fossatunga 25-27 er úthlutað til Sigurgísla Jónassonar og Jónasar Björnssonar í samræmi við umsóknir, beiðni þeirra og Söndru Rósar Jónasdóttur um makaskipti, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við þá Sigurgísla og Jónas.
Lóðinni Fossatunga 29-31 er úthlutað til félagsins Helgatún ehf. í samræmi við umsókn félagsins, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við félagið.
Lóðinni Kvíslartunga 120 er úthlutað til Söndru Rósar Jónasdóttur í samræmi við umsóknir, beiðni hennar, Sigurgísla Jónassonar og Jónasar Björnssonar um makaskipti, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við Söndru Rós.
Lóðinni Kvíslartunga 134 er úthlutað til félagsins Hornsteinn ehf. í samræmi við umsókn félagsins, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við félagið.
Lögmanni Mosfellsbæjar er falið að tilkynna þeim umsækjendum sem fyrstir voru dregnir voru út varðandi lóðirnar Fossatunga 8-12, Fossatunga 21-23 og Fossatunga 24-26 um að umsóknir þeirra hafi verið metnar ófullnægjandi og að ekki verði að úthlutun til þeirra þrátt fyrir útdrátt. Umsækjendum verði gefinn stuttur tími til andmæla en að honum liðnum verði vinna hafin við að kanna þær umsóknir sem dregnar voru fyrstar til vara varðandi þessar lóðir.
- 16. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #717
Staðfesting útdráttar umsókna og tillaga um að bæjarlögmanni verði falið að kanna hvort skilyrðum sé fullnægt í þeim umsóknum sem dregnar voru út.
Afgreiðsla 1353. fundar bæjarráðs samþykkt á 717. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #717
Staðfesting umsókna sem koma til útdráttar.
Afgreiðsla 1352. fundar bæjarráðs samþykkt á 717. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. maí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1353
Staðfesting útdráttar umsókna og tillaga um að bæjarlögmanni verði falið að kanna hvort skilyrðum sé fullnægt í þeim umsóknum sem dregnar voru út.
1353. fundur bæjarráðs samþykkir útdrátt umsókna um lóðir í Leirvogstungu, við Fossatungu og Kvíslartungu með 3 atkvæðum og felur lögmanni Mosfellsbæjar að kanna hvort skilyrðum sé fullnægt í þeim umsóknum sem dregnar voru út og leggja fyrir bæjarráð endanlegan lista umsókna til úthlutunar.
- 3. maí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1352
Staðfesting umsókna sem koma til útdráttar.
1352. fundur bæjarráðs staðfestir fyrirliggjandi lista yfir umsóknir sem koma til útdráttar vegna úthlutunar lóða við Fossatungu og Kvíslartungu.
- 18. apríl 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #715
Fjöldi umsókna um lóðir og næstu skref í vinnslu málsins.
Afgreiðsla 1350. fundar bæjarráðs samþykkt á 715. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. apríl 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1350
Fjöldi umsókna um lóðir og næstu skref í vinnslu málsins.
Málið kynnt. Bæjarráð ítrekar að hlutlaus aðili verður fulltrúi Sýslumanns.