12. apríl 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði - beiðni um umsögn201804007
Frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði - beiðni um umsögn fyrir 13. apríl
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um frumvarpið.
2. Frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur - beiðni um umsögn201803427
Frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur - beiðni um umsögn fyrir 12. apríl
Bæjarráð samþykkti með þremur atkvæðum, að tillögu lögmanns Mosfellsbæjar, að gera ekki athugasemdir við frumvarpið
3. Aðkoma og vegtenging við Heiðarhvamm og Reykjafell201604224
Erindi vegna aðkomu og vegtengingar við Heiðarhvamm og Reykjafell.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar
4. Stjórnsýslukæra eigenda frístundahúsa í Helgadal201804048
Stjórnsýslukæra eigenda frístundahúsa í Helgadal - vegna neitunar um tengingu við hitaveitu
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að svara erindinu.
5. Umsóknir um lóðir í Leirvogstungu við Fossatungu og Kvíslartungu 2018201804017
Fjöldi umsókna um lóðir og næstu skref í vinnslu málsins.
Málið kynnt. Bæjarráð ítrekar að hlutlaus aðili verður fulltrúi Sýslumanns.
6. Mat við ráðningu opinberra starfsmanna201803364
Mat við ráðningu opinberra starfsmanna - ósk um upplýsingar við ráðningar starfsmanna
Kynnt og lagt fram.
7. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Kynning á áframhaldandi hönnunarvinnu Helgafellsskóla og samkomulag vegna fullnaðarhönnunar 2.-4.áfanga skólabyggingar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi í samræmi við framlögð gögn.
8. Skíðasvæðin - endurnýjun og uppbygging mannvirkja201804130
Samningur þess efnis að sveitarfélögin skuldbindi sig til að takast á við uppbyggingu 2018 -2024 með þeim hætti sem lýst er í gögnunum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka málið á dagskrá.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita samning í samræmi við framlögð gögn að því gefnu að ráðist verði í endurnújun lyftu í Skálafelli eigi síðar en árið 2020.