26. nóvember 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsleyfistillaga fyrir Sorpu201904230
Umhverfisstofnun vekur athygli á að tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar SORPU bs. í Álfsnesi er komin í auglýsingu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til umhverfisstjóra til umsagnar og afgreiðslu. Jafnframt samþykkt að tillagan verði kynnt fyrir umhverfisnefnd.
2. Umsóknir um lóðir í Leirvogstungu við Fossatungu og Kvíslartungu 2018201804017
Úthlutun lóðanna Fossatungu 20-22 og Fossatungu 21-23.
Samþykkt með þremur atkvæðum bæjarráðs að úthluta lóðunum með eftirfarandi hætti:
Lóðinni Fossatungu 20-22 er úhlutað til Halldórs Gunnarssonar / Jarþrúðar Þórhallsdóttur og Sigrúnar Þorsteinsdóttur í samræmi við umsókn, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar, kr. 16.406.250, er gefinn út og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við umsækjendur.
Lóðinni Fossatungu 21-23 er úthlutað til umsækjendanna, Sveins Gíslasonar og Helga Gíslasonar í samræmi við umsókn, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Samkvæmt úthlutunarskilmálum er verð fyrir lóðina ákveðið kr. 15.000.000 og miðast það við parhús sem er að hámarki 330 fermetrar að stærð. Greiðsluseðill verði gefinn út og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við umsækjendur. Samkvæmt deiliskipulagi kann að vera heimilt að byggja stærra hús á lóðinni, en fyrir alla fermetra sem sótt er um byggingarleyfi um fram 330 er innheimt viðbótar gatnagerðargjald skv. gjaldskrá sem í gildi er á þeim tíma sem umsókn kemur fram. Jafnframt verði lagt á byggingarréttargjald að fjárhæð kr. 14.000 á fermetra.
3. Ósk Mosverja um að nýta auglýsingapláss á símstöðinni við Varmá.202010271
Beiðni skátafélagsins Mosverja um að nýta áfram auglýsingapláss á gömlu símstöðinni við Varmá. Tillaga að samkomulagi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarstjóra verði heimilað að gera samning við Mosverja til þriggja ára um að nýta auglýsingapláss á gömlu símstöðinni við Varmá með heimild til framlengingar og uppsagnar í tilteknum tilvikum líkt og fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði.
4. Betri vinnutími - hvatning til sveitastjórnarfólks202011247
Hvatning til sveitastjórnarfólks varðandi innleiðingu betri vinnutíma frá fulltrúum ASÍ, BHM, BSRB, Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda leikskóla.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til mannauðsstjóra til afgreiðslu.
5. Frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi) - beiðni um umsögn202011226
Frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi) - beiðni um umsögn fyrir 2. desember nk.
Lagt fram.
6. Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum - beiðni um umsögn202011219
Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum - beiðni um umsögn fyrir 2. desember nk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda málið til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar og afgreiðslu.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd - beiðni um umsögn202011209
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd - beiðni um umsögn fyrir 1. desember nk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda málið til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar og afgreiðslu.
8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga - beiðni um umsögn202011272
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga - beiðni um umsögn fyrir 3. desember nk.
Lagt fram.
9. Þingsályktun um menntastefnu 2020-2030 - beiðni um umsögn202011271
Þingsályktun um menntastefnu 2020-2030 - beiðni um umsögn fyrir 3. desember nk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda málið til framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs til umsagnar og afgreiðslu. Jafnframt að málið verði kynnt í fræðslunefnd.
10. Þingsályktun um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum - beiðni um umsögn202011195
Þingsályktun um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum - beiðni um umsögn fyrir 1. desember nk.
Lagt fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að senda málið til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd.
11. Þingsályktun um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega - beiðni um umsögn202011227
Þingsályktun um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega - beiðni um umsögn fyrir 2. desember nk.
Lagt fram.
12. Þingsályktun um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum - beiðni um umsögn202011225
Þingsályktun um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum - beiðni um umsögn fyrir 2. desember nk.
Lagt fram.