Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. maí 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bréf varð­andi að­stöðu­mál Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar201804343

    bréf varðandi aðstöðumál Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um á 1352. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar að fela um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar að mynda starfs­hóp með Skóg­rækt­ar­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar til að leggja til hug­mynd­ir að stað­setn­ingu fyr­ir að­stöðu Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar.

  • 2. Til­laga að gjaldskrá vegna beit­ar­hólfa og hand­söm­un­ar hrossa 2018201804350

    Tillaga hestamannafélagsins Harðar að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa fyrir árið 2018, lögð fram í samræmi við ákvæði samnings Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins um umsjón með nýtingu beitarhólfa þar sem kveðið er á um samþykki Mosfellsbæjar á umræddri gjaldskrá.

    Til­laga hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar að gjaldskrá vegna leigu á beit­ar­hólf­um og vegna hand­söm­un­ar- og vörslu­gjalds lausa­göngu­hrossa fyr­ir árið 2018 sam­þykkt á 1352. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar með 3 at­kvæð­um.

  • 3. Um­sókn­ir um lóð­ir í Leir­vogstungu við Fossa­tungu og Kvísl­artungu 2018201804017

    Staðfesting umsókna sem koma til útdráttar.

    1352. fund­ur bæj­ar­ráðs stað­fest­ir fyr­ir­liggj­andi lista yfir um­sókn­ir sem koma til út­drátt­ar vegna út­hlut­un­ar lóða við Fossa­tungu og Kvísl­artungu.

    • 4. Ráðn­ing bygg­inga­full­trúa201707136

      Minnisblað um ráðningu byggingarfulltrúa

      Sam­þykkt á 1352. fundi bæj­ar­ráðs með 3 at­kvæð­um að Árni Jón Sig­fús­son, mann­virkja­hönn­uð­ur, verði ráð­inn í starf bygg­ing­ar­full­trúa.

      Gestir
      • Hanna Guðlaugsdóttir
      • 5. Jafn­launa­vott­un 2018201804049

        Drög að jafnlaunastefnu - Undirbúningur jafnlaunavottunar

        Með­fylgj­andi launa­stefna og með­fylgj­andi jafn­launa­stefna eru sam­þykkt­ar með 3 at­kvæð­um á 1352. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar með þeim fyr­ir­vara að orðalag seinni málslið­ar 7 máls­grein­ar verði lag­að þann­ig að ekki verði gerð krafa um skrif­leg gögn í öll­um til­vik­um.

        Gestir
        • Hanna Guðlaugsdóttir
        • 6. Beiðni um form­leg­ar sam­ræð­ur vegna lóð­ar fyr­ir með­ferð­ar­heim­ili201804391

          Beiðni Barnaverndarstofu um formlegar samræður vegna lóðar fyrir meðferðarheimili.

          Sam­þykkt á 1352. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar að vísa fyr­ir­liggj­andi beiðni Barna­vernd­ar­stofu um form­leg­ar sam­ræð­ur vegna lóð­ar fyr­ir með­ferð­ar­heim­ili til með­ferð­ar bæj­ar­stjóra sem er fal­ið að eiga fund með bréf­rit­ara.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30