3. maí 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bréf varðandi aðstöðumál Skógræktarfélags Mosfellsbæjar201804343
bréf varðandi aðstöðumál Skógræktarfélags Mosfellsbæjar
Samþykkt með 3 atkvæðum á 1352. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar að fela umhverfissviði Mosfellsbæjar að mynda starfshóp með Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar til að leggja til hugmyndir að staðsetningu fyrir aðstöðu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar.
2. Tillaga að gjaldskrá vegna beitarhólfa og handsömunar hrossa 2018201804350
Tillaga hestamannafélagsins Harðar að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa fyrir árið 2018, lögð fram í samræmi við ákvæði samnings Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins um umsjón með nýtingu beitarhólfa þar sem kveðið er á um samþykki Mosfellsbæjar á umræddri gjaldskrá.
Tillaga hestamannafélagsins Harðar að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa fyrir árið 2018 samþykkt á 1352. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar með 3 atkvæðum.
3. Umsóknir um lóðir í Leirvogstungu við Fossatungu og Kvíslartungu 2018201804017
Staðfesting umsókna sem koma til útdráttar.
1352. fundur bæjarráðs staðfestir fyrirliggjandi lista yfir umsóknir sem koma til útdráttar vegna úthlutunar lóða við Fossatungu og Kvíslartungu.
4. Ráðning byggingafulltrúa201707136
Minnisblað um ráðningu byggingarfulltrúa
Samþykkt á 1352. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum að Árni Jón Sigfússon, mannvirkjahönnuður, verði ráðinn í starf byggingarfulltrúa.
Gestir
- Hanna Guðlaugsdóttir
6. Beiðni um formlegar samræður vegna lóðar fyrir meðferðarheimili201804391
Beiðni Barnaverndarstofu um formlegar samræður vegna lóðar fyrir meðferðarheimili.
Samþykkt á 1352. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar að vísa fyrirliggjandi beiðni Barnaverndarstofu um formlegar samræður vegna lóðar fyrir meðferðarheimili til meðferðar bæjarstjóra sem er falið að eiga fund með bréfritara.