11. maí 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Sveitarstjórnarkosningar 2018201802082
Staðfesting kjörskrár
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða kjörskrá vegna komandi sveitastjórnarkosninga 26. maí 2018. Jafnframt er bæjarstjóra, og lögmanni bæjarins í hans fjarveru, veitt fullnaðarumboð til að fjalla um athugasemdir, úrskurða um og gera breytingar á kjörskránni eftir atvikum fram að kjördegi.
2. Stjórnsýslukæra eigenda frístundahúsa í Helgadal201804048
Svarbréf vegna stjórnsýslukæru eigenda frístundahúsa í Helgadal - Til kynningar
Svarbréf lagt fram og kynnt.
3. Krafa um greiðslu vegna vatnsréttinda201804384
Krafa um greiðslu vegna vatnsréttinda í landi Laxnes 1
Samþykkt með 3 atkvæðum 1353. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar að fela lögmanni Mosfellsbæjar málið til umsagnar og afgreiðslu.
4. Umsóknir um lóðir í Leirvogstungu við Fossatungu og Kvíslartungu 2018201804017
Staðfesting útdráttar umsókna og tillaga um að bæjarlögmanni verði falið að kanna hvort skilyrðum sé fullnægt í þeim umsóknum sem dregnar voru út.
1353. fundur bæjarráðs samþykkir útdrátt umsókna um lóðir í Leirvogstungu, við Fossatungu og Kvíslartungu með 3 atkvæðum og felur lögmanni Mosfellsbæjar að kanna hvort skilyrðum sé fullnægt í þeim umsóknum sem dregnar voru út og leggja fyrir bæjarráð endanlegan lista umsókna til úthlutunar.
5. Krafa Ný-húsa vegna færslu byggingar við Gerplustræti 1-5201802230
Til samþykktar drög að samkomulagi við Byggingafélagið Ný-hús ehf., kt. 610415-0240
Samþykkt með 3 atkvæðum á 1353. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar að fela Sigurði Snædal Júlíussyni, hæstaréttarlögmanni, að ganga frá samkomulagi við Ný-hús ehf. í samræmi við umræður á fundinum og tillögu lögmannsins.
Gestir
- Sigurður Snædal Júlíusson, hæstaréttarlögmaður
6. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2017201801245
Yfirferð ábendinga í endurskoðunarskýrslu.
Ábendingar í endurskoðendaskýrslu kynntar á 1353. fundi bæjarráðs.
Gestir
- Pétur Jens Lockton fjármálastjóri Mosfellsbæjar
- Arnar Jónsson, fostöðumaður þjónustu- og samskiptasviðs Mosfellsbæjar
7. Sveitarstjórnarkosningar 2018201802082
Fyrir hönd Íbúahreyfingarinnar óskar Sigrún Pálsdóttir eftir umfjöllun um auglýsingar frambða við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar.
Fjallað um auglýsingar framboða við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar á 1353. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
Tillaga:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fer þess á leit við bæjarráð að það leiti eftir því við fulltrúa D-lista að þeir fjarlægi kosningaáróður sinn úr gluggum Kjarnans og af vegg við innganginn að bæjarskrifstofunni.Rökstuðningur Íbúahreyfingarinnar:
Kjarni er opinber bygging þar sem hann hýsir bæjarskrifstofur , fundarsali bæjarstjórnar og bæjarráðs, auk annarra fagnefnda. Einnig Bókasafn Mosfellsbæjar, Listasal Mosfellsbæjar og Heilsugæslu Mosfellsbæjar. Í húsinu fundar yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar.
Á Íslandi, eins og í öðrum lýðræðisríkjum, er grundvallarregla að hengja ekki upp kosningaráróður á og í opinberum byggingum. Íbúar í Mosfellsbæ eiga rétt á því að þeim sé hlíft við slíkum áróðri þegar þeir koma í erindagjörðum á bæjarskrifstofu sína.
Íbúahreyfingin hvetur Sjálfstæðisflokkinn til að virða þá meginreglu að merkja framboði sínu ekki húsið sem í hugum Mosfellinga er ráðhús bæjarins.Tillagan er felld með 2 atkvæðum. Fulltrúi S-lista situr hjá.
Bókun Íbúahreyfingarinnar:
Þetta athæfi Sjálfstæðisflokksins vekur upp alvarlegar spurningar um siðferði í stjórnmálum.
Eignarhald á húsum geta ekki ráðið úrslitum um siðgæði.Bókun S-lista:
Merkingar Sjálfstæðisflokksins á Kjarna vegna kosninga eru til vansa. Ekki er um að ræða merkingar á skrifstofu framboðsins, sem eru í öðrum hluta hússins heldur í gluggum sem vísa í aðra átt og blasa við öllum sem koma inn á bókasafn og heilsugæslu. Samfylkingin telur að þær merkingar séu óviðeigandi. Þessir sömu gluggar hafa verið notaðir til auglýsinga af öðrum stjórnmálaflokkum áður sem hafa þá haft skrifstofu á þeim stað. Hvort tveggja er til vansa og umhugsunarvert að það sé ekkert í íslenskum kosningalögum sem tekur á því hvernig fara skuli með auglýsingar stjórnmálaflokka í byggingum sem hýsa stjórnsýslu og almannaþjónustu sveitarfélaga ásamt annarri óopinberri starfsemi.Bókun D- lista:
Merkingar á gluggum og verslunarrýmum getur ekki fallist undir verksvið bæjarráðs, þrátt fyrir þá staðreynd að bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar séu hýstar í umræddu húsi. Fjöldi fyrirtækja er staðsett í húsinu og auglýsa sig með þeim hætti sem þau kjósa.
Fordæmi eru fyrir sambærilegum merkingum framboða fyrir kosningar t.a.m voru bæði B-listi og V- listi með sambærilegar auglýsingar fyrir kosningar 2014 í sömu gluggum og nú eru notaðir auk fleiri glugga á sömu hæð í byggingunni. Það mál var ekki rætt á vettvangi bæjarins enda á það mál ekki erindi hér frekar en þá.
Vísum fullyrðingum um siðgæði á bug, enda hér um eðlilegan hluta kosningabaráttu að ræða, kosningar til sveitarstjórnar eru haldnar á 4 ára fresti og það að koma framboðum á frambæri til almennings er hluti af því lýðræðislega ferli.