Mál númer 200807005
- 5. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1082
Áður á dagskrá 1081. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað. Hjálögð er boðuð bókun/ greinargerð áheyrnarfulltrúa Þórðar Björns Sigurðssonar.
Til máls tóku: HP, ÞBS og BH. Bókun áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.Með því að ganga til samkomulags við Landsbankann á grundvelli þeirra uppgjörsdraga sem lögð voru fyrir bæjarráð þann 21. júní 2012 lýsir Mosfellsbær því yfir að lögformlega rétt hafi verið staðið að öllum ákvörðunum varðandi sjálfskuldarábyrgð Mosfellsbæjar á láni Helgafellsbygginga hf. Sú yfirlýsing stangast á við niðurstöður minnisblaðs LEX lögmannsstofu frá 4. feb. 2011 sem Mosfellsbær lét gera. Í minnisblaðinu segir í niðurlagi:"Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður talið að ákvörðun bæjarráðs Mosfellsbæjar frá 10. júlí 2008 um ábyrgð sveitarfélagsins á víxlum útgefnum af Helgafellsbyggingum hf. og þeir gerningar sem fram fóru í kjölfarið hafi farið í bága við ákvæði 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Ákvörðun bæjarráðs frá 23. september 2009 um áframhaldandi ábyrgð sveitarfélagsins í formi sjálfskuldarábyrgðar fyrir höfuðstólsfjárhæð láns Landsbankans til handa Helgafellsbyggingum hf. verður einnig talin hafa brotið í bága við ákvæði 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.Ákvæði 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga er talið fortakslaust og ófrávíkjanlegt þegar ábyrgðir sveitarfélaga eru veittar. Samkvæmt ákvæðinu getur sveitarfélag annars vegar ábyrgst lán til stofnana og fyrirtækja sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu sveitarfélagsins sjálfs. Hins vegar getur sveitarfélag veitt einfalda ábyrgð vegna lánveitinga til framkvæmda á vegum félaga sem sveitarfélagið á og rekur í samvinnu við önnur sveitarfélög eða aðra opinbera aðila til að veita lögákveðna þjónustu.Fyrir liggur því að ábyrgð á lánveitingum til handa Helgafellsbyggingum hf. uppfyllti ekki skilyrði 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga enda var félagið hvorki í eigu sveitarfélagsins né í eigu annarra opinberra aðila á þeim tíma sem umræddir gerningar voru framkvæmdir."Nauðsynlegt er að aflétta trúnaði á uppgjörssamkomulaginu svo hægt sé að taka efni þess til umfjöllunar á opinberum vettvangi. Efni samkomulagsins snertir almannahagsmuni bæði út frá sjónarhóli Mosfellinga og annarra landsmanna þar sem Landsbankinn er að meirhluta eign ríkisins.Allt frá því minnisblað LEX lögmannsstofu lá fyrir var ljóst að pottur hafði verið brotinn í þessu máli. Þá hefði verið viðeigandi af hálfu þeirra sem bera ábyrgð á málinu að horfast í augu við mistökin og biðjast afsökunar. Það var því miður ekki gert. Í staðinn forhertust umræddir aðilar í afstöðu sinni. Afstöðu sem einkennist af samtryggingu þeirra sem vita upp á sig ranga gjörð en geta ekki með nokkru móti gengist við henni vegna pólitískra offjárfestinga í hinni röngu gjörð. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í málinu af hálfu meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með dyggum stuðningi Samfylkingarinnar. Lögbrot eru aldrei hagsmunir Mosfellsbæjar.Þórður Björn Sigurðsson, Varabæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ. Bókun D, V og S lista.Fyrirliggjandi samkomulag milli Landsbankans og Mosfellsbæjar er engin yfirlýsing um lögmæti eða hugsanlegt ólögmæti ábyrgðar Mosfellsbæjar. Kjarninn í samkomulaginu er sá að Landsbankinn innleysir ábyrgðina með því að taka yfir þau veð sem Mosfellsbær fékk á sínum tíma vegna uppgjörs milli bæjarins og Helgafellsbygginga hf. til að tryggja samingsbundna greiðslu til bæjarins.Í sambandi við tilvísun til lögfræðiálits Lex um ábyrgð Mosfellsbæjar á sínum tíma er rétt að geta þess að fengin voru tvenn lögfræðiálit sem gengu hvort í sína áttina þ.e. í áliti Lex var komist að þeirri niðurstöðu að ábyrgð Mosfellsbæjar hefði verið óheimil á meðan í áliti Juris lögfræðistofu, sem var grunnur að svari til Innanríkisráðuneytisins á sínum tíma, var komist að þeirri niðurstöðu að ábyrgðin væri eðlileg ábyrgð tengd samningsbundnum viðskiptum þar sem hagsmunir Mosfellsbæjar réðu ferð. Að hagsmunir Mosfellsbæjar réðu ferð og ættu að ráða ferð var samhljóða afstaða bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þegar uppgjör fór fram á sínum tíma milli Mosfellsbæjar og Helgafellsbygginga hf.Það að uppgjörssamkomulagið sé merkt trúnaðarmál er tilkomið vegna hefðbundinna vinnubragða fjármálastofnunar, í þessu tilfelli Landsbankans. Það breytir hins vegar ekki því að það er mat bæjarfulltrúa D, V og S lista að ekkert í samkomulaginu stríði gegn hagsmunum viðsemjanda bæjarins eða þriðja aðila og því ekkert sem ætti að mæla gegn því að samkomulagið komi fyrir augu almennings og hefur viðsemjandi bæjarins verið upplýstur um þetta sjónarmið.Varðandi fullyrðingu þess efnis að lögfræðiálit Lex sýni að pottur hafi verið brotinn í málinu er því alfarið hafnað með vísan til þess sem að framan segir um gagnstætt álit Juris lögfræðistofu. Það er ekki á færi nokkurs annars en dómstóla að kveða endanlega upp úr með það hvort lög hafi verið brotin, eða ekki, með ábyrgð Mosfellsbæjar. Lögfræðiálit eða stjórnsýsluálit breyta þar engu um. Það sem mestu skiptir í þessu máli er það að Mosfellsbær hefur engu tapað, fékk sínar samningsbundnu 246 milljónir á sínum tíma og fær með uppgjörssamkomulaginu afléttingu á ábyrgð bæjarins gegn afhendingu þeirra veða sem bærinn fékk í sinn hlut í tengslum við málið á sínum tíma. Bókun fulltrúa M lista.Í bókun D, V og S lista segir:"Fyrirliggjandi samkomulag milli Landsbankans og Mosfellsbæjar er engin yfirlýsing um lögmæti eða hugsanlegt ólögmæti ábyrgðar Mosfellsbæjar."Þegar samkomulagið sem lagt var fyrir bæjarráð þann 21. júní 2012 er tekið til skoðunar kemur í ljós að ofangreind fullyrðing fæst ekki staðist. Í samkomulaginu segir í 4. gr.:"Með undirritun sinni undir samning þennan lýsir Mosfellsbær eftirfarandi yfir:a) að Mosfellsbær hafi staðið lögformlega rétt að öllum þeim ákvörðunum sem nauðsynlegt var að taka af hálfu Mosfellsbæjar til að skuldbinda sig samkvæmt samningi þessum þeim skjölum sem vísað er til í 3.gr. ..."Í 3. gr. samkomulagsins er vísað í "Lánssamninginn" með eftirfarandi orðum:"Aðilar samnings þessa hafa komist að samkomulagi um að ábyrgðarskuldbinding Mosfellsbæjar samkvæmt Lánssamningnum verði að fullu gerð upp..."Í 1. gr. uppgjörssamkomulagsins er "Lánssamningurinn" skilgreindur svo:"Þann 24. september 2009 undirrituðu Helgafellsbyggingar hf., kt. 640506-0320, Hæðasmára 6, 201 Kópavogur (hér eftir "Helgafellsbyggingar hf"), sem lántaki, Mosfellsbær, sem sjálfskuldarábyrgðaraðili, og Landsbankinn (heiti bankans var þá "NBI hf."), sem lánveitandi, lánssamning (hér eftir "lánssamningurinn")..." Með vísan til ofangreindra tilvísana í samkomulagið er ljóst að með því að ganga til samkomulags við Landsbankann á grundvelli þeirra uppgjörsdraga sem lögð voru fyrir bæjarráð þann 21. júní 2012 lýsir Mosfellsbær því yfir að lögformlega rétt hafi verið staðið að öllum ákvörðunum varðandi sjálfskuldarábyrgð Mosfellsbæjar á láni Helgafellsbygginga hf. Slík yfirlýsing er í andstöðu við niðurstöðu minnisblaðs LEX lögmannsstofu sem Mosfellsbær lét gera. Sú ákvörðun fulltrúa D, V og S lista að líta framhjá þeirri staðreynd við afgreiðslu málsins dæmir sig sjálf. Það sem kemur fram í bókun D, V og S lista með vísan til álits Juris er vísað á bug. Umrætt álit hefur aldrei verið birt og er ekki hluti af gögnum málsins.Hvað varðar fullyrðingu fulltrúa D, V og S lista um að Mosfellsbær hafi engu tapað er hún ótímabær. Málinu er ekki lokið. Þá er slík yfirlýsing til marks um þröngt hagsmunamat. Hverjum sem skoðar sögu málsins verður ljóst að Mosfellsbær hefur tapað virðingu sinni fyrir hagsmunum stjórnmálamanna sem leita nú allra leiða til sópa misgjörðum sínum undir teppið.Samkomulagið sem um ræðir snýr að uppgjöri á ábyrgðarskuldbindingu Mosfellsbæjar við Landsbankann með afsali á fasteignum Mosfellsbæjar til Landsbankans. Ábyrgðarskuldbindingu sem nemur 246 milljónum króna. Telja verður að um sé að ræða verulega fjárhaglslega hagsmuni í skilningi 58. gr. sveitarstjórnalaga. Þá er í engu vikið að uppgjörinu í gildandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar. Af þeim sökum sem að framan greinir er bæjarráði óheimilt að taka ákvörðun í þessu máli og ber að vísa því til bæjarstjórnar. Bókun D, V og S lista.Framkominni bókun M lista er vísað á bug með tilvísunar til fyrri bókunar okkar í málinu.
- 2. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1081
Á 1080. fundi bæjarráðs var samþykkt að taka þetta erindi á dagskrá, en því frestað líkt og flestum öðrum erindum sem á dagskrá fundarins voru.
Til máls tóku: HP, HSv, ÞBS, BH og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta erindinu.
- 28. júní 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1080
Erindinu frestað.
- 21. júní 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1079
Erindið varðar frágang vegna ábyrgðarskuldbindingar vegna seldra lóða og verða frekari stuðningsskjöl sett á fundargáttina fyrir hádegi á morgun.
Til máls tóku: HP, HSv, JJB, ÓG, JS og HS.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá samningi við Landsbankann um uppgjör ábyrgðar í samræmi við umræður á fundinum.
Bókun áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Með fullnaðarafgreiðslu á samkomulagi sem samþykkt var að fela bæjarstóra að ganga frá við Landsbankann er brotin 58. grein og 35 gr. sveitarstjórnarlaga, þar kemur fram að bæjarráð hafi ekki heimild til fullnaðarafgreiðslu þrátt fyrir afgreiðslu bæjarstjórnar um að veita bæjarráði fullnaðarafgreiðslurétt.
Tillaga um að fresta málinu þar sem gögn vantaði, var felld, en íbúahreyfingin benti á að nauðsynleg gögn vantar með málinu og gögn sem fylgdu voru send seinna en fundarboðið.<BR>Íbúahreyfingin telur bæjarstjóra brjóta 55. gr. 6.kafla 3.mgr. sveitarstjórnarlaga.
Dagskrárliðurinn ber nafnið "uppgjör lóða", en fjallar um innheimtu Landsbankans vegna sjálfskuldarábyrgðar, tillaga um að setja lýsandi titil var felld.
Bæjarráð er með gjörningnum að afhenda lóðir gegn ólögmætri sjálfskuldarábyrgð. Hagsmunum Mosfellsbæjar væri best borgið með því að fara eftir lögfræðiáliti lögfræðings bæjarins og gangast ekki við sjálfskuldarábyrgðinni.<BR> <BR>Íbúahreyfingin mun kanna hvaða leiðir eru færar til þess að verja hagsmuni Mosfellsbæjar í þessu máli.
Jón Jósef Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Bókun D, V og S lista.<BR>Frá því að uppgjör við Helgafellsbyggingar vegna seldra lóða árið 2008 átti sér stað hefur heiti málsins verið uppgjör seldra lóða eins og fulltrúa Íbúahreyfingarinnar ætti að vera ljóst. Undir málinu fylgja því öll gögn sem orðið hafa til á vinnsluferlinu. Því er engin málefnaleg ástæða til að fresta málinu.<BR>Hvað varðar heimildir bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu er málið þess eðlis að ekki leikur vafi á heimild bæjarráðs til afgreiðslu þess. <BR>Með þessu uppgjörssamkomulagi er skuldareigandi að fella niður ábyrgð Mosfellsbæjar gegn því að Mosfellsbær afsali þeim veðum sem bærinn fékk til tryggingar greiðslu skuldarinnar gegn veittri ábyrgð. Ljóst er því að hagsmuna bæjarins hefur verið gætt í hvívetna og með þessu uppgjöri er ábyrgð fallin niður og fullnaðaruppgjör til bæjarins tryggt.
- 16. mars 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #554
Síðast á dagskrá 1019. fundar bæjarráðs og þá frestað. Dagskrárliðurinn er settur á dagskrá að ósk Jóns Jósefs Bjarnasonar bæjarráðsmanns.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, HSv, BH, HP, JS, KT og HS.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna uppgjörs vegna seldra lóða.<BR>Íbúahreyfingin óskaði eftir skýringum í kjölfar greinar meirihlutans í Mosfellingi um meinta ólöglega sjálfskuldarábyrgð bæjarstjórnar á síðasta kjörtímabili.<BR>Íbúahreyfingin sér ekki að spurningu um trygg veð hafi verið svarað auk þess er nefnt mat óháðra aðila ekki að finna meðal gagna í málinu, óskað hefur verið eftir þessum upplýsingum en þær hafa enn ekki borist.</DIV><DIV> </DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun bæjarfulltrúa D og V-lista.</DIV><DIV>Ítrekað hefur spurningum Íbúahreyfingarinnar um umrædd mál verið svarað auk þess sem sérstakur upplýsingafundir hafa verið haldnir með fulltrúum Íbúahreyfingarinnar vegna málsins.<BR>Hvað varðar veð vegna umrædds skuldabréfs þá er líkt og fram kemur í svari b) að um er að ræða fjölbýlishúsalóðir með 52 íbúðum en gatnagerðagjöld af þeim lóðum eru 203 millj.kr og einbýlishús við Brekkuland að fasteignamati 39 mill.kr. Þá er ekki tekið tillit til hugsanlegs verðmæti byggingarréttar. <BR>Í svari við spurningu b) kemur jafnframt fram að óháð verðmat fór fram í júlí 2008. Var það gert af löggiltum fasteignasala. Hljóðaði matið upp á 244 millj. kr eða nánast sömu upphæð og í dag fengist í gatnagerðargjöldum og fyrir eignina að Brekkulandi 1.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Erindið lagt fram á 554. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 16. mars 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #554
Jón Jósef Bjarnason bæjarráðsmaður óskar eftir dagskrárliðnum sbr. meðfylgjandi tölvupóst hans þar um.
<DIV>Erindinu var frestað á 1019. fundi bæjarráðs. Frestað á 554. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 10. mars 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1020
Síðast á dagskrá 1019. fundar bæjarráðs og þá frestað. Dagskrárliðurinn er settur á dagskrá að ósk Jóns Jósefs Bjarnasonar bæjarráðsmanns.
Til máls tóku: HS, SÓJ, JJB, HSv og JS.
Fyrir fundinum lágu þrjár spurningar frá bæjarráðsmanni Jóni Jósefi Bjarnasyni.
Spurningarnar og svörin eru þessi:
<BR>a) Útskýring á því hvernig hægt er að fá út að trygg veð séu fyrir skuldabréfinu sem hefur meinta ólöglega sjálfskuldarábyrgð eina sem tryggingu:
Það álitaefni hvort framsalsábyrgðin sé ólögmæt eða ekki, breytir ekki þeirri staðreynd að sveitarfélaginu var, og er, heimilt að taka við viðskiptabréfum sem fullgildri greiðslu. Þar af leiðir að Mosfellsbæ er heimilt að óska eftir veðum til tryggingar viðskiptabréfum sem bærinn eignast.
<BR>b) Byggingaréttur er ekki veðhæfur og lóðir sem settar voru sem trygging á víxlana voru skráðar á Mosfellsbæ, því óskum við eftir óháðu verðmati á því sem sett var sem trygging á víxlana:
Við útgáfu á lóðarleiguréttindum fyrir lóðir í Helgafellslandi fylgdi með rétturinn til að byggja lóðina, svokallaður byggingarréttur. Eigendum lóðarleiguréttinda er þar með heimilt að veðsetja leigurétt sinn ásamt réttinum til að byggja upp á lóðinni. <BR>Það hefur þegar komið fram, þurfi Mosfellsbær að ganga að veðum sínum í lóðunum við Gerplustræti, að gatnagerðargjöld vegna lóðanna eru í dag ca. 203 millj.kr. auk fasteignarinnar Brekkulands 1 sem metin er fasteignamati á 39 millj.kr.<BR>Óháð verðmat fór fram á veðunum í júlí 2008 og hljóðaði það á 244 millj.kr. eða nánast sama upphæð og í dag fengist í gatnagerðargjöldum og samkvæmt fasteignamati Brekkulands 1.
<BR>c) Útskýringu á því hvers vegna ekki var farið fram á bankaábyrgðir fyrir framkvæmdir líkt og getið er um í samningnum:
Í ágúst 2008 var gengið frá tryggingarbréfi sem ábyrgð vegna gatnagerðarframkvæmda o.fl. í Helgafellslandi sbr. 9. gr. í samningi aðila. Bréfið er að nafnvirði 115 millj.kr. sem á verðlagi í dag eru 178,3 millj.kr. <BR>Þess skal getið að ábyrgð sú sem fjallað er um í 9. gr. á eingöngu við um ábyrgð á framkvæmdum tengdum gatnagerð, gangstéttagerð, götulýsingu, stígagerð o.þ.h. í Helgafellslandi, en á ekki við um aðra þætti samningsins.
- 3. mars 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1019
Jón Jósef Bjarnason bæjarráðsmaður óskar eftir dagskrárliðnum sbr. meðfylgjandi tölvupóst hans þar um.
Frestað.
- 16. febrúar 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #552
Áður á dagskrá 1006. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt að að leita álits Lex. Álit Lex hjálagt og einnig minnisblað bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi álitið.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><P style="LINE-HEIGHT: normal; MARGIN: 0cm 0cm 0pt; BACKGROUND: white" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Til máls tóku: HSv, JJB, SÓJ, JS, KT, HP, HS og BH.<?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /><o:p></o:p></SPAN></P><P style="LINE-HEIGHT: normal; MARGIN: 0cm 0cm 0pt; BACKGROUND: white" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;> <o:p></o:p></SPAN></P><P style="LINE-HEIGHT: normal; MARGIN: 0cm 0cm 0pt; BACKGROUND: white" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=DA mso-bidi-font-family: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; DA? mso-ansi-language: Tahoma;>Bókun og tillaga bæjarfulltrúa D og V-lista.<o:p></o:p></SPAN></P><P style="LINE-HEIGHT: normal; MARGIN: 0cm 0cm 0pt; BACKGROUND: white" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=DA mso-bidi-font-family: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; DA? mso-ansi-language: Tahoma;>Vegna þeirrar stöðu sem upp er komin með áliti LEX lögmannsstofu dags. 4. feb. sl. þar sem talið er að framsalsábyrgð Mosfellsbæjar á viðskiptabréfi sé í andstöðu við 73. gr. sveitarstjórnarlaga og geti ekki fallið undir daglegan rekstur sveitarfélagsins, þá verði leitað eftir viðhorfi Sambands íslenskra sveitarfélaga til málsins almennt hvað varðar sveitarfélögin í landinu.<BR>Leitaði var til endurskoðenda Mosfellsbæjar KPMG vegna málsins og barst umfjöllun frá þeim 16.02.2011. Þar segir m.a: <BR>"Að okkar mati fer sams konar starfsemi og hér um ræðir fram hjá flestum þeim sveitarfélögum þar sem á annað borð er um að ræða úthlutun lóða og byggingu gatna- og umferðarmannvirkja. Þetta hefur að við teljum almennt verið talið falla undir daglegan rekstur sveitarfélaganna. Þessari starfsemi hefur jafnan fylgt móttaka á skuldaviðurkenningum sem oft hafa verið framseldar til lánastofnana með framsalsábyrgð viðkomandi sveitarfélags. Um slíkar ábyrgðir sem í gildi eru í lok hvers árs er almennt getið í reikningsskilum viðkomandi sveitarfélags, eins og gert hefur verið hjá Mosfellsbæ undanfarin ár."<BR>Endurskoðendurnir telja svo í lok samantektar sinnar að þeim þætti æskilegt að fá viðhorf Sambands íslenskra sveitarfélaga til álitaefnisins almennt.<BR>Því er hér lögð fram sú tillaga að bæjarstjórn samþykki af þessu tilefni að leita verði eftir viðhorfi Sambands íslenskra sveitarfélaga til álitamálsins.<o:p></o:p></SPAN></P><P style="LINE-HEIGHT: normal; MARGIN: 0cm 0cm 0pt; BACKGROUND: white" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=DA mso-bidi-font-family: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; DA? mso-ansi-language: Tahoma;>Jafnframt leiti sambandið til innanríkisráðuneytisins eftir því sem við á.<o:p></o:p></SPAN></P><P style="LINE-HEIGHT: normal; MARGIN: 0cm 0cm 0pt; BACKGROUND: white" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=DA mso-bidi-font-family: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; DA? mso-ansi-language: Tahoma;>Embættismönnum sveitarfélagsins verði falið að upplýsa og aðstoða sambandið við verkið, í því mæli sem eftir kann að verða leitað af hálfu sambandsins.<o:p></o:p></SPAN></P><P style="LINE-HEIGHT: normal; MARGIN: 0cm 0cm 0pt; BACKGROUND: white" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=DA mso-bidi-font-family: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; DA? mso-ansi-language: Tahoma;><o:p> </o:p></SPAN></P><P style="LINE-HEIGHT: normal; MARGIN: 0cm 0cm 0pt; BACKGROUND: white" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=DA mso-bidi-font-family: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; DA? mso-ansi-language: Tahoma;><o:p> </o:p></SPAN></P><P style="LINE-HEIGHT: normal; MARGIN: 0cm 0cm 0pt; BACKGROUND: white" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=DA mso-bidi-font-family: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; DA? mso-ansi-language: Tahoma;>Bókun og tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar. <o:p></o:p></SPAN></P><P style="LINE-HEIGHT: normal; MARGIN: 0cm 0cm 0pt; BACKGROUND: white" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=DA mso-bidi-font-family: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; DA? mso-ansi-language: Tahoma;>Í námskeiðsefni Sambands Ísl. sveitarfélaga Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna, eftir Önnu Guðrúnu Björnsdóttur, segir:<BR> <BR>"Sveitarstjórnin er æðsta stjórnvald sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarmaðurinn ber þar af leiðandi, sem fulltrúi í sveitarstjórn, hina endanlegu pólitísku ábyrgð á öllu sem gerist innan stjórnkerfis sveitarfélagsins, jafnvel þótt honum hafi ekki verið kunnugt um tiltekið mál. Sveitarstjórnarmaðurinn ber ábyrgð á ákvörðunum sem hann hefur átt þátt í að taka en það er líka hægt að draga hann til ábyrgðar ef hann hefur ekki brugðist við aðstæðum sem hann hefði átt að bregðast við."<BR> <BR>Í lögfræðiáliti sem lögmannsstofan Lex vann fyrir Mosfellsbæ vegna þess máls sem hér er til umræðu segir:<BR> <BR>"Fyrir liggur því að ábyrgð á lánveitingum til handa Helgafellsbyggingum hf. uppfyllti ekki skilyrði 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga enda var félagið hvorki í eigu sveitarfélagsins né í eigu annarra opinberra aðila á þeim tíma sem umræddir gerningar voru framkvæmdir."<BR> <BR>6. mgr. 73. gr. kveður á um að sveitarstjórnum sé óheimilt að ábyrgjast skuldir einkaaðila og um ákvæðið segir í áliti Lex að það "er talið fortakslaust og ófrávíkjanlegt þegar ábyrgðir sveitarfélaga eru veittar."<BR> <BR>Í ljósi þess sem að framan greinir fer Íbúahreyfingin fram á afsögn þeirra kjörnu fulltrúa sem ábyrgð bera á 246 milljóna sjálfskuldarábyrgð Mosfellsbæjar á láni til einkaaðila.<BR> <BR>Íbúahreyfingin fer fram á að málinu verði vísað til úrskurðar Innanríkisráðuneytisins.<BR> <BR>Þá leggur Íbúahreyfingin til að tekið verði til sérstakrar skoðunar hvers vegna endurskoðendur gerðu engar athugasemdir á ársreikningum varðandi þessi meintu lögbrot fyrrverandi bæjarstjórnar. Draga verður faglega tortryggni endurskoðendanna í efa í ljósi þess að þeir telja sig ekki geta greint hvað teljist til daglegs reksturs, skv. umbeðnu áliti þeirra, en hér er um að ræða viðskipti sem eiga sér enga hliðstæðu í bókhaldi sveitarfélagsins.<o:p></o:p></SPAN></P><P style="LINE-HEIGHT: normal; MARGIN: 0cm 0cm 0pt; BACKGROUND: white" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=DA mso-bidi-font-family: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; DA? mso-ansi-language: Tahoma;> <o:p></o:p></SPAN></P><P style="LINE-HEIGHT: normal; MARGIN: 0cm 0cm 0pt; BACKGROUND: white" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=DA mso-bidi-font-family: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; DA? mso-ansi-language: Tahoma;>Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.<o:p></o:p></SPAN></P><P style="LINE-HEIGHT: normal; MARGIN: 0cm 0cm 0pt; BACKGROUND: white" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=DA mso-bidi-font-family: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; DA? mso-ansi-language: Tahoma;> <o:p></o:p></SPAN></P><P style="LINE-HEIGHT: normal; MARGIN: 0cm 0cm 0pt; BACKGROUND: white" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=DA mso-bidi-font-family: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; DA? mso-ansi-language: Tahoma;>Tillaga bæjarfulltrúa D og V-lista borin upp og samþykkt með sex atkvæðum.</SPAN></P><P style="LINE-HEIGHT: normal; MARGIN: 0cm 0cm 0pt; BACKGROUND: white" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=DA mso-bidi-font-family: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; DA? mso-ansi-language: Tahoma;></SPAN> </P><P style="LINE-HEIGHT: normal; MARGIN: 0cm 0cm 0pt; BACKGROUND: white" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=DA mso-bidi-font-family: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; DA? mso-ansi-language: Tahoma;>Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.<BR>6. mgr. 73. Gr. Sveitarstjórnar hljóðar svona:<BR>"Eigi má binda sveitarsjóð í ábyrgðir vegna skuldbindinga annarra aðila en stofnana sveitarfélagsins. Prókúruhafa sveitarsjóðs er þó heimilt fyrir hönd sveitarfélags að ábyrgjast með framsalsáritun greiðslu viðskiptaskjala sem sveitarfélagið hefur eignast á eðlilegan hátt í tengslum við daglegan rekstur þess."<BR>Í bréfi bæjarstjóra er því borið við að sjálfskuldarábyrgð bæjarins sé til komin vegna túlkunar á orðalaginu "daglegur rekstur".<BR>Í fyrsta lagi er álit Lex alveg skýrt að þessu leiti en þar segir:<BR>"Þótt hugtakið "daglegur rekstur" sé ekki skilgreint sérstaklega í sveitarstjórnarlögunum, þá má með hliðsjón af venjulegri orðskýringu, öðrum ákvæðum laganna og með hliðsjón af eðli og umfangi starfseminnar, afmarka hugtakið við það sem getur talist eðlilegt í daglegum störfum framkvæmdastjóra, þ.e. þeim störfum sem hann kann að þurfa að framkvæma daglega. Alla jafna myndu þannig ráðstafanir sem eru óvenjulegar eða mikilsháttar ekki falla undir hinn daglega rekstur."<BR>Í öðru lagi er málsmeðferðin í sjálfri sér viðurkenning á því að ekki var litið á afgreiðslu málsins sem daglegan rekstur þar sem Það var afgreitt í bæjarráði og bæjarstjórn, sem varla er venja með daglegan rekstur bæjarins, enda skrifar prókúruhafi bæjarins undir sjálfskuldarábyrgðina með vísun í afgreiðslu 950. fundar bæjarráðs.<BR>Íbúahreyfingin lítur svo á að hagsmunagæsla fyrir íbúana geti aldrei falið í sér lögbrot.<o:p></o:p></SPAN></P></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 10. febrúar 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1016
Áður á dagskrá 1006. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt að að leita álits Lex. Álit Lex hjálagt og einnig minnisblað bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi álitið.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: BH, HSv, SÓJ, JJB, JS, HP og KT.</DIV><DIV>Lagt fram álit lögfræðistofunnar Lex varðandi uppgjör seldra lóða.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 1. desember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #547
Síðast á dagskrá 1003. fundar bæjarráðs. Lagðar verða fram tillögur um að álita verði aflað í tengslum við ábyrgð Mosfellsbæjar. Engin fylgiskjöl lögð fram.
Afgreiðsla 1006. fundar bæjarráðs samþykkt á 547. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 25. nóvember 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1006
Síðast á dagskrá 1003. fundar bæjarráðs. Lagðar verða fram tillögur um að álita verði aflað í tengslum við ábyrgð Mosfellsbæjar. Engin fylgiskjöl lögð fram.
Til máls tóku: HSv, JJB, HP, JS og BH.
Tillaga um að óskað verði álits sveitarstjórnarráðuneytsins varðandi uppgjörs vegna seldra lóða felld með þremur atkvæðum.
Tillaga um að óskað verði álits lögmanns bæjarins Þórunnar Guðmundsdóttur hrl. varðandi uppgjör vegna seldra lóða samþykkt með þremur atkvæðum.
- 17. nóvember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #546
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, HP, SÓJ, HSv, HS, HB, JS og KT.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun.<BR>Íbúahreyfingin vill upplýsa að undir þessum lið voru eingöngu rædd viðskipti bæjarins við Helgafellsbyggingar hf.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Erindið lagt fram á 546. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 4. nóvember 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1003
Til máls tóku: HSv, JJB, SÓJ og HS.
Umræður fóru fram um framvindu og stöðu málsins.
- 7. október 2009
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #520
Áður á dagskrá 942. fundar bæjarráðs. Bæjarstjóri og bæjarritari gera nánari grein fyrir málinu á fundinum.
Afgreiðsla 950. fundar bæjarráðs staðfest á 520. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 7. október 2009
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #520
Áður á dagskrá 942. fundar bæjarráðs. Bæjarstjóri og bæjarritari gera nánari grein fyrir málinu á fundinum.
Afgreiðsla 950. fundar bæjarráðs staðfest á 520. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 24. september 2009
Bæjarráð Mosfellsbæjar #950
Áður á dagskrá 942. fundar bæjarráðs. Bæjarstjóri og bæjarritari gera nánari grein fyrir málinu á fundinum.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HSv og SÓJ.</DIV><DIV>Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá málinu í samræmi við umræður á fundinum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 9. júlí 2009
Bæjarráð Mosfellsbæjar #942
<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>Til máls tóku: HSv og SÓJ.%0D<DIV>Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að framlengja víxil vegna uppgjörs seldra lóða í samræmi við umræður á fundinum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 13. ágúst 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #494
Fjallað var um málið á 888. fundi bæjarráðs. Unnið er að lokafrágangi gagna og verða þau send fundarmönnum til skoðunar á miðvikudag.
Afgreiðsla 889. fundar bæjarráðs staðfest á 494. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 13. ágúst 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #494
Meðfylgjandi er tillaga að leið við uppgjör Helgafellsbygginga við Mosfellsbæ vegna seldra lóða í Helgafellslandi.
Afgreiðsla 888. fundar bæjarráðs staðfest á 494. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 10. júlí 2008
Bæjarráð Mosfellsbæjar #889
Fjallað var um málið á 888. fundi bæjarráðs. Unnið er að lokafrágangi gagna og verða þau send fundarmönnum til skoðunar á miðvikudag.
%0DBæjarráð samþykkir kynnt drög að samkomulagi um uppgjör og heimilar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs og fjármálastjóra að ljúka málinu á grundvelli þeirra.
- 3. júlí 2008
Bæjarráð Mosfellsbæjar #888
Meðfylgjandi er tillaga að leið við uppgjör Helgafellsbygginga við Mosfellsbæ vegna seldra lóða í Helgafellslandi.
%0DPJL mætti á fundinn undir þessum lið.%0D %0DTil máls tóku: PJL, JS, BG, MM og HS.%0D %0DBæjarráð heimilar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs og fjármálastjóra áframhaldandi skoðun málsins og óskar eftir því að lokatillaga að lausn málsins verði borin undir bæjarráð til samþykktar.