4. nóvember 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Samþykkt að taka á dagskrá erindi nr. 200807005, 201011048, 201011049 og 2010081792 og koma þau aftan við boðaða dagskrá sem 9., 10., 11. og 12. dagskrárliður.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hljóðritunarbúnaður201009048
Erindinu er vísað til bæjarráðs frá 544. fundi bæjarstjórnar. Sömu fylgiskjöl gilda á þá fylgdu.
Til máls tóku: HS, JBB, SÓJ og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu hvað varðar upptökubúnað og kostnað við hann til yfirstandandi fjárhagsáætlunargerðar. Hvað varðar að skoða nýsamþykktar reglur um hljóðritanir verði framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs falið að skoða reglurnar með tilliti til höfundarréttarlaga.
2. Afhending á heitu vatni til Reykjalundar201010008
Áður á dagskrá 1000. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Til máls tóku: HSv og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga frá samningi við Reykjalund um afhendingu á heitu vatni og leggja fyrir bæjarráð.
3. Eldra íþróttahús að Varmá - þakleki201010152
Áður á dagskrá 1000. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Til máls tók: HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að viðhafa verðkönnun vegna framkvæmdar við viðgerð á þaki íþróttahússins.
4. Minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi samþykkt um fráveitu í Mosfellsbæ - fyrri umræða200812250
Áður á dagskrá 525. fundar bæjarstjórnar, þá vísað aftur til bæjarráðs, nú tekið upp að nýju með framlagningu samþykktar og tilheyrandi gjaldskráa.
Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ og HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa samþykkt um fráveitu í Mosfellsbæ ásamt gjaldskrám fyrir fráveitu og rotþrær til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
5. Erindi Félags hesthúseigenda á Varmárbökkum varðandi frárennslismál201010228
Til máls tóku: HSv, HP, HS, JJB og HBA.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela forstöðumanni Þjónustustöðvar að eiga fund með forsvarsmönnum félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum varðandi frárennslismál í hesthúsahverfi.
6. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi leigusamning reiðhallar201010230
Til máls tóku: HS og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skoðunar við yfirstandandi gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
7. Erindi UMFA varðandi minningarsjóð201010257
Jón Jósef Bjarnason vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: HS og HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum, og vegna sérstakra aðstæðna, að styrkja minningarsjóðinn um 150.000 og verði upphæðin tekin af liðnum ófyrirséð.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum201011014
Til máls tóku: HS og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar og afgreiðslu.
9. Uppgjör vegna seldra lóða - Trúnaðarmál200807005
Til máls tóku: HSv, JJB, SÓJ og HS.
Umræður fóru fram um framvindu og stöðu málsins.
10. Mannauðsmál hjá Mosfellsbæ og launastefna201011048
Frestað.
11. Samningar Mosfellsbæjar og Golfklúbbsins Kjalar201011049
Frestað.
12. Tillaga um sérstaka nefnd sem falið verður að skoða möguleika Mosfellsbæjar í orkumálum2010081792
Frestað.