Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. nóvember 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varamaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari

Sam­þykkt að taka á dagskrá er­indi nr. 200807005, 201011048, 201011049 og 2010081792 og koma þau aft­an við boð­aða dagskrá sem 9., 10., 11. og 12. dag­skrárlið­ur.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hljóð­rit­un­ar­bún­að­ur201009048

    Erindinu er vísað til bæjarráðs frá 544. fundi bæjarstjórnar. Sömu fylgiskjöl gilda á þá fylgdu.

    Til máls tóku: HS, JBB, SÓJ og HSv.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu hvað varð­ar upp­töku­bún­að og kostn­að við hann til yf­ir­stand­andi fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar. Hvað varð­ar að skoða ný­sam­þykkt­ar regl­ur um hljóð­rit­an­ir verði fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs fal­ið að skoða regl­urn­ar með til­liti til höf­und­ar­rétt­ar­laga.

    • 2. Af­hend­ing á heitu vatni til Reykjalund­ar201010008

      Áður á dagskrá 1000. fundar bæjarráðs og þá frestað.

      Til máls tóku: HSv og JJB.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ganga frá samn­ingi við Reykjalund um af­hend­ingu á heitu vatni og leggja fyr­ir bæj­ar­ráð.

      • 3. Eldra íþrótta­hús að Varmá - þakleki201010152

        Áður á dagskrá 1000. fundar bæjarráðs og þá frestað.

        Til máls tók: HSv.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að við­hafa verð­könn­un vegna fram­kvæmd­ar við við­gerð á þaki íþrótta­húss­ins.

        • 4. Minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs varð­andi sam­þykkt um frá­veitu í Mos­fells­bæ - fyrri um­ræða200812250

          Áður á dagskrá 525. fundar bæjarstjórnar, þá vísað aftur til bæjarráðs, nú tekið upp að nýju með framlagningu samþykktar og tilheyrandi gjaldskráa.

          Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ og HP.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa sam­þykkt um frá­veitu í Mos­fells­bæ ásamt gjald­skrám fyr­ir frá­veitu og rot­þrær til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn.

          • 5. Er­indi Fé­lags hest­hús­eig­enda á Varmár­bökk­um varð­andi frá­rennslis­mál201010228

            Til máls tóku: HSv, HP, HS, JJB og HBA.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela for­stöðu­manni Þjón­ustu­stöðv­ar að eiga fund með for­svars­mönn­um fé­lags hest­húsa­eig­enda á Varmár­bökk­um varð­andi frá­rennslis­mál í hest­húsa­hverfi.

            • 6. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar varð­andi leigu­samn­ing reið­hall­ar201010230

              Til máls tóku: HS og HSv.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skoð­un­ar við yf­ir­stand­andi gerð fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2011.

              • 7. Er­indi UMFA varð­andi minn­ing­ar­sjóð201010257

                Jón Jósef Bjarna­son vék af fundi und­ir þess­um dag­skrárlið.

                 

                Til máls tóku: HS og HP.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um, og vegna sér­stakra að­stæðna, að styrkja minn­ing­ar­sjóð­inn um 150.000 og verði upp­hæð­in tekin af liðn­um ófyr­ir­séð.

                • 8. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um breyt­ingu á raf­orku­lög­um201011014

                  Til máls tóku: HS og JJB.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                  • 9. Upp­gjör vegna seldra lóða - Trún­að­ar­mál200807005

                    Til máls tóku: HSv, JJB, SÓJ og HS.

                    Um­ræð­ur fóru fram um fram­vindu og stöðu máls­ins.

                    • 10. Mannauðs­mál hjá Mos­fells­bæ og launa­stefna201011048

                      Frestað.

                      • 11. Samn­ing­ar Mos­fells­bæj­ar og Golf­klúbbs­ins Kjal­ar201011049

                        Frestað.

                        • 12. Til­laga um sér­staka nefnd sem fal­ið verð­ur að skoða mögu­leika Mos­fells­bæj­ar í orku­mál­um2010081792

                          Frestað.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30