25. nóvember 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
. Óskað er eftir því að tekið verði á dagskrá sem 8. og síðasta dagskrármál, erindi 200903248 Heilsufélag Mosfellsbæjar.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Uppgjör vegna seldra lóða200807005
Síðast á dagskrá 1003. fundar bæjarráðs. Lagðar verða fram tillögur um að álita verði aflað í tengslum við ábyrgð Mosfellsbæjar. Engin fylgiskjöl lögð fram.
Til máls tóku: HSv, JJB, HP, JS og BH.
Tillaga um að óskað verði álits sveitarstjórnarráðuneytsins varðandi uppgjörs vegna seldra lóða felld með þremur atkvæðum.
Tillaga um að óskað verði álits lögmanns bæjarins Þórunnar Guðmundsdóttur hrl. varðandi uppgjör vegna seldra lóða samþykkt með þremur atkvæðum.
2. Laxnes I - sameigendur landsins o.fl.201009288
Frestað á 1005. fundi bæjarráðs. Þórunn Guðmundsdóttir hrl. mætir á fundinn og gerir grein fyrir stöðu málsins. Engin fylgiskjöl lögð fram.
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið lögmaður bæjarins, Þórunn Guðmundsdóttir hrl. (ÞG).
Til máls tóku: ÞG, HSv, BH, JS, JJB, SÓJ og HP.
Þórunn Guðmundsdóttir hrl. reifaði samskipti sín við aðra sameigendur Mosfellsbæjar á óskiptu landi Laxness I.
3. Hamraborg, götulýsing201009383
Áður á dagskrá 1000. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Umsögnin er hjálögð.
Til máls tóku: BH, JJB og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum í samræmi við framlagt minnisblað að ekki sé hægt að fallast á beiðni bréfritara.
4. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ200802201
Síðast á dagskrá 998. fundar bæjarráðs þar sem heimilað var að auglýsa útboð á verkfræðiráðgjöf. Hjálagt er minnisblað og niðurstaða þess útboðs.
Til máls tóku: BH, HSv og HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við eftirtaldar verkfræðistofur um hönnun hjúkrunarheimilis samkvæmt fyirliggjandi tilboðum:
Burðarþol, Verkfræðiþjónustan verkfræðistofa.<BR>Lagnir og loftræsting, VSB verkfræðistofa.<BR>Rafmagn, Verk-hönnun verkfræðistofa.
5. Erindi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna varðandi styrk201011196
Til máls tóku: BH, JJB og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu hjá framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
6. Erindi Famos varðandi hús í Helgafellshverfi201011209
Til máls tóku: BH, HSv, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs, fjölskyldusviðs sem og fjölskyldunefndar til umsagnar.
7. Erindi FMOS varðandi íþróttaakademíu201011219
Til máls tóku: BH, HSv, JS, HP og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.
8. Heilsufélag Mosfellsbæjar200903248
Minnisblað forstöðumanns kynningarmála varðandi stofnun Heilsufélags Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: HSv, BH, JJB og HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar hjá þróunar- og ferðamálanefnd.