3. mars 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framtíðarsýn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201103012
Á fundinn mætir Páll Guðjónsson framkvæmdastjóri SSH og fer yfir vinnutilhögun framtíðarhóps o.fl.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Páll Guðjónsson (PG) framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Til máls tóku: PG og HS.
Páll Guðjónsson fór yfir erindisbréf, hugmyndir og verkefni framtíðarhóps samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og svaraði fyrirspurnum bæjarráðsmanna varðandi verkefnið.
2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2010201102269
Á fundinn mætir Vilborg Helga Harðardóttir frá Capacent og fer yfir þjónustukönnunina.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Vilborg Helga Harðardóttir (VHH) starfsmaður Capacent og Sigríður Dögg Auðunsdóttir (SDA) kynningarstjóri Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: VHH, HS, BH, HSv, JBB, SÓJ og SDA.
Vilborg Helga fór yfir og útskírði könnun sem Capacent vann fyrir 16 sveitarfélög, en útkoma Mosfellsbæjar í þessari könnun er mjög góð þegar á heildina er litið.
3. Laxnes 2, beiðni um að skipta jörðinni201011277
Áður á dagskrá 1014. fundar bæjarráðs. Nú óskar landbúnaðarráðuneyti eftir umsögn Mosfellsbæjar vegna uppskiptingar jarðarinnar.
Fyrirl liggur erindi landbúnaðarráðuneytis varðandi umsókn Héðinshöfða um skiptingu jarðarinnar Laxnes II.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemd við ósk Héðinshöfða ehf. varðandi um uppskiptingu jarðarinnar Laxnes II, landnr. 123695, þess efnis að 37,74 ha. verði skipt út úr jörðinni.<BR>Hin nýja útskipta spilda verði að ósk Héðinshöfða ehf. skráð sem óbyggt land, en upprunajörðin minnki sem nemur flatarmáli hinnar nýju spildu.
4. Uppgjör vegna seldra lóða200807005
Jón Jósef Bjarnason bæjarráðsmaður óskar eftir dagskrárliðnum sbr. meðfylgjandi tölvupóst hans þar um.
Frestað.
5. Erindi Reykjavíkurborgar varðandi uppsögn á samkomulagi um leikskóladvöl201102329
Frestað.
6. Erindi SSH varðandi endurskoðun á núgildandi vatnsvernd201102351
Samþykkt með tveimur atkvæðum að tilnefna framkvæmdastjóra umhvefissviðs, Jóhönnu B. Hansen, í vinnuhóp um endurskoðun vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins.