10. mars 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Uppgjör vegna seldra lóða200807005
Síðast á dagskrá 1019. fundar bæjarráðs og þá frestað. Dagskrárliðurinn er settur á dagskrá að ósk Jóns Jósefs Bjarnasonar bæjarráðsmanns.
Til máls tóku: HS, SÓJ, JJB, HSv og JS.
Fyrir fundinum lágu þrjár spurningar frá bæjarráðsmanni Jóni Jósefi Bjarnasyni.
Spurningarnar og svörin eru þessi:
<BR>a) Útskýring á því hvernig hægt er að fá út að trygg veð séu fyrir skuldabréfinu sem hefur meinta ólöglega sjálfskuldarábyrgð eina sem tryggingu:
Það álitaefni hvort framsalsábyrgðin sé ólögmæt eða ekki, breytir ekki þeirri staðreynd að sveitarfélaginu var, og er, heimilt að taka við viðskiptabréfum sem fullgildri greiðslu. Þar af leiðir að Mosfellsbæ er heimilt að óska eftir veðum til tryggingar viðskiptabréfum sem bærinn eignast.
<BR>b) Byggingaréttur er ekki veðhæfur og lóðir sem settar voru sem trygging á víxlana voru skráðar á Mosfellsbæ, því óskum við eftir óháðu verðmati á því sem sett var sem trygging á víxlana:
Við útgáfu á lóðarleiguréttindum fyrir lóðir í Helgafellslandi fylgdi með rétturinn til að byggja lóðina, svokallaður byggingarréttur. Eigendum lóðarleiguréttinda er þar með heimilt að veðsetja leigurétt sinn ásamt réttinum til að byggja upp á lóðinni. <BR>Það hefur þegar komið fram, þurfi Mosfellsbær að ganga að veðum sínum í lóðunum við Gerplustræti, að gatnagerðargjöld vegna lóðanna eru í dag ca. 203 millj.kr. auk fasteignarinnar Brekkulands 1 sem metin er fasteignamati á 39 millj.kr.<BR>Óháð verðmat fór fram á veðunum í júlí 2008 og hljóðaði það á 244 millj.kr. eða nánast sama upphæð og í dag fengist í gatnagerðargjöldum og samkvæmt fasteignamati Brekkulands 1.
<BR>c) Útskýringu á því hvers vegna ekki var farið fram á bankaábyrgðir fyrir framkvæmdir líkt og getið er um í samningnum:
Í ágúst 2008 var gengið frá tryggingarbréfi sem ábyrgð vegna gatnagerðarframkvæmda o.fl. í Helgafellslandi sbr. 9. gr. í samningi aðila. Bréfið er að nafnvirði 115 millj.kr. sem á verðlagi í dag eru 178,3 millj.kr. <BR>Þess skal getið að ábyrgð sú sem fjallað er um í 9. gr. á eingöngu við um ábyrgð á framkvæmdum tengdum gatnagerð, gangstéttagerð, götulýsingu, stígagerð o.þ.h. í Helgafellslandi, en á ekki við um aðra þætti samningsins.
2. Erindi Reykjavíkurborgar varðandi uppsögn á samkomulagi um leikskóladvöl201102329
Síðast á dagskrá 1019. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Til máls tóku: HS, HSv, JJB og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar.
3. Sumarstörf 2011201103127
Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri mætir á fundinn og fer yfir drög að fyrirkomulagi sumarstarfa 2011.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Sigríður Indriðadóttir (SI) mannauðsstjóri Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: HS, SI, HSv, JS og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að greinargerð vinnuhóps um verklag við sumarstörf "skipulag sumarstarfs hjá Mosfellsbæ sumarið 2011" verði það verklag sem gildi um sumarstörf hjá Mosfellsbæ á komandi sumri.
4. Erindi Innanríkisráðuneytisins varðandi lánamál og ábyrgðir201103056
Til máls tóku: HS, SÓJ, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að undirbúa að svara erindi ráðuneytisins.
5. Samningur við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar um skógrækt og uppgræðslu á Langahrygg201102113
Drög að samningi við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar um skógrækt og uppgræðslu lögð fram.
Til máls tóku: HS, HSv, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa samningsdrögum til umhverfisnefndar til umsagnar.
6. Samningur við Hestamannafélagið Hörð um uppgræðslu á Langahrygg201102114
Drög að samningi við hestamannafélagið Hörð um uppgræðslu á Langahrygg lögð fram.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa samningsdrögum til umhverfisnefndar til umsagnar.
7. Minnisblað um breytt fyrirkomulag á rekstri bifreiða201103121
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.</DIV></DIV><DIV> </DIV><DIV>Til máls tóku: HS, PJL, JS, BH og JJB.</DIV><DIV>Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila fjármálastjóra að ganga frá því að Eignasjóður Mosfellsbæjar kaupi bifreiðar sem, eftir atvikum, hafa verið á rekstrarleigu og aðrar þær bifreiðar sem bærinn þarf á að halda. Eignasjóður mun síðan leigja bifreiðarnar þeim deildum bæjarins sem þær nota.</DIV><DIV>Fjármálastjóra verði jafnframt falið að upplýsa nánar um fyrirkomulag þessara hluta áður en erindið kemur til lokaafgreiðslu í bæjarstjórn.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
8. Erindi Hrafns Pálssonar varðandi landspildu í Skógarbringum201102287
Frestað.
9. Erindi Norræna félagsins varðandi sumarstörf fyrir Nordjobb sumarið 2011201102328
Frestað.
10. Erindi Alþingis, óskað umsagnar um þingsályktunartillögu vegna fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf201102345
Frestað.
11. XXV. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga201102352
Erindið lagt fram.
12. Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. varðandi kjör stjórnar og varastjórnar201103057
Erindið lagt fram.
13. Erindi Umboðsmanns Barna varðandi niðurskurð sem bitnar á börnum201103058
Frestað.
14. Erindi Félags tónlistarskólakennara varðandi mótmælafundar "Samstaða um framhald tónlistarskólanna".201103095
Frestað.