Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. mars 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Upp­gjör vegna seldra lóða200807005

    Síðast á dagskrá 1019. fundar bæjarráðs og þá frestað. Dagskrárliðurinn er settur á dagskrá að ósk Jóns Jósefs Bjarnasonar bæjarráðsmanns.

    Til máls tóku: HS, SÓJ, JJB, HSv og JS.

     

    Fyr­ir fund­in­um lágu þrjár spurn­ing­ar frá bæj­ar­ráðs­manni Jóni Jós­efi Bjarna­syni.

     

    Spurn­ing­arn­ar og svörin eru þessi:

    <BR>a) Út­skýr­ing á því hvern­ig hægt er að fá út að trygg veð séu fyr­ir skulda­bréf­inu sem hef­ur meinta ólög­lega sjálf­skuld­arábyrgð eina sem trygg­ingu:

    &nbsp;

    Það álita­efni hvort framsals­ábyrgð­in sé ólög­mæt eða ekki, breyt­ir ekki þeirri stað­reynd að sveit­ar­fé­lag­inu var, og er, heim­ilt að taka við við­skipta­bréf­um sem full­gildri greiðslu. Þar af leið­ir að Mos­fells­bæ er&nbsp;heim­ilt að óska eft­ir veð­um til trygg­ing­ar við­skipta­bréf­um sem bær­inn eign­ast.

    <BR>b) Bygg­inga­rétt­ur er ekki veð­hæf­ur og lóð­ir sem sett­ar voru sem trygg­ing á víxl­ana voru skráð­ar á Mos­fells­bæ, því ósk­um við eft­ir óháðu verð­mati á því sem sett var sem trygg­ing á víxl­ana:

    &nbsp;

    Við út­gáfu á lóð­ar­leigu­rétt­ind­um fyr­ir lóð­ir í Helga­fellslandi fylgdi með rétt­ur­inn til að byggja lóð­ina, svo­kall­að­ur bygg­ing­ar­rétt­ur. Eig­end­um lóð­ar­leigu­rétt­inda er þar með heim­ilt að veð­setja leigu­rétt sinn ásamt rétt­in­um til að byggja upp á lóð­inni. <BR>Það hef­ur þeg­ar kom­ið fram, þurfi Mos­fells­bær að ganga að veð­um sín­um í lóð­un­um við Gerplustræti, að gatna­gerð­ar­gjöld vegna lóð­anna eru í dag ca. 203 millj.kr. auk fast­eign­ar­inn­ar Brekkulands 1 sem met­in er fast­eigna­mati á 39 millj.kr.<BR>Óháð verð­mat fór fram á veð­un­um í júlí 2008 og hljóð­aði það á 244 millj.kr. eða nánast sama upp­hæð og í dag feng­ist í gatna­gerð­ar­gjöld­um og sam­kvæmt fast­eigna­mati Brekkulands 1.

    <BR>c) Út­skýr­ingu á því hvers vegna ekki var far­ið fram á banka­ábyrgð­ir fyr­ir fram­kvæmd­ir líkt og get­ið er um í samn­ingn­um:

    &nbsp;

    Í ág­úst 2008 var geng­ið frá trygg­ing­ar­bréfi sem ábyrgð vegna gatna­gerð­ar­fram­kvæmda o.fl. í Helga­fellslandi sbr. 9. gr. í samn­ingi að­ila. Bréf­ið er að nafn­virði 115 millj.kr. sem á verð­lagi í dag eru 178,3 millj.kr. <BR>Þess skal get­ið að ábyrgð sú sem fjallað er um í 9. gr. á ein­göngu við um ábyrgð á fram­kvæmd­um tengd­um gatna­gerð, gang­stétta­gerð, götu­lýs­ingu, stíga­gerð o.þ.h. í Helga­fellslandi, en á ekki við um aðra þætti samn­ings­ins.

    • 2. Er­indi Reykja­vík­ur­borg­ar varð­andi upp­sögn á sam­komu­lagi um leik­skóla­dvöl201102329

      Síðast á dagskrá 1019. fundar bæjarráðs og þá frestað.

      Til máls tóku: HS, HSv, JJB og BH.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs til um­sagn­ar.

      • 3. Sum­arstörf 2011201103127

        Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri mætir á fundinn og fer yfir drög að fyrirkomulagi sumarstarfa 2011.

        Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt Sig­ríð­ur Ind­riða­dótt­ir (SI) mannauðs­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

        &nbsp;

        Til máls tóku: HS, SI, HSv, JS og BH.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að grein­ar­gerð vinnu­hóps um verklag við sum­arstörf "skipu­lag sum­arstarfs hjá Mos­fells­bæ sum­ar­ið 2011" verði það verklag sem gildi um sum­arstörf hjá Mos­fells­bæ á kom­andi sumri.

        • 4. Er­indi Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins varð­andi lána­mál og ábyrgð­ir201103056

          Til máls tóku: HS, SÓJ,&nbsp;JJB og JS.&nbsp;

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela&nbsp;fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að und­ir­búa að svara er­indi ráðu­neyt­is­ins.

          • 5. Samn­ing­ur við Skóg­rækt­ar­fé­lag Mos­fells­bæj­ar um skógrækt og upp­græðslu á Langa­hrygg201102113

            Drög að samningi við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar um skógrækt og uppgræðslu lögð fram.

            Til máls tóku: HS, HSv, JJB og&nbsp;JS.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa samn­ings­drög­um til um­hverf­is­nefnd­ar til um­sagn­ar.

            • 6. Samn­ing­ur við Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð um upp­græðslu á Langa­hrygg201102114

              Drög að samningi við hestamannafélagið Hörð um uppgræðslu á Langahrygg lögð fram.

              Til máls tók: HS.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa samn­ings­drög­um til um­hverf­is­nefnd­ar til um­sagn­ar.

              • 7. Minn­is­blað um breytt fyr­ir­komulag á rekstri bif­reiða201103121

                &lt;DIV>&lt;DIV>&lt;DIV>&lt;DIV>&lt;DIV>&lt;DIV>&lt;DIV>&lt;DIV>&lt;DIV>&lt;DIV>Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar.&lt;/DIV>&lt;/DIV>&lt;DIV>&nbsp;&lt;/DIV>&lt;DIV>Til máls tóku: HS, PJL, JS, BH og JJB.&lt;/DIV>&lt;DIV>Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að heim­ila fjár­mála­stjóra að ganga frá því að Eigna­sjóð­ur Mos­fells­bæj­ar kaupi bif­reið­ar sem, eft­ir at­vik­um, hafa&nbsp;ver­ið&nbsp;á rekstr­ar­leigu og að­r­ar þær&nbsp;bif­reið­ar sem bær­inn þarf á að halda.&nbsp;Eigna­sjóð­ur mun síð­an leigja&nbsp;bif­reið­arn­ar þeim&nbsp;deild­um bæj­ar­ins sem&nbsp;þær nota.&lt;/DIV>&lt;DIV>Fjár­mála­stjóra verði jafn­framt fal­ið að upp­lýsa nán­ar um fyr­ir­komulag þess­ara hluta áður en er­ind­ið kem­ur til loka­af­greiðslu í bæj­ar­stjórn.&lt;/DIV>&lt;/DIV>&lt;/DIV>&lt;/DIV>&lt;/DIV>&lt;/DIV>&lt;/DIV>&lt;/DIV>&lt;/DIV>

                • 8. Er­indi Hrafns Páls­son­ar varð­andi land­spildu í Skóg­ar­bring­um201102287

                  Frestað.

                  • 9. Er­indi Nor­ræna fé­lags­ins varð­andi sum­arstörf fyr­ir Nor­djobb sum­ar­ið 2011201102328

                    Frestað.

                    • 10. Er­indi Al­þing­is, óskað um­sagn­ar um þings­álykt­un­ar­til­lögu vegna fræðslu um kristni og önn­ur trú­ar­brögð og lífs­við­horf201102345

                      Frestað.

                      • 11. XXV. Lands­þing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga201102352

                        Er­ind­ið lagt fram.

                        • 12. Er­indi Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga ohf. varð­andi kjör stjórn­ar og vara­stjórn­ar201103057

                          Er­ind­ið lagt fram.

                          • 13. Er­indi Um­boðs­manns Barna varð­andi nið­ur­skurð sem bitn­ar á börn­um201103058

                            Frestað.

                            • 14. Er­indi Fé­lags tón­list­ar­skóla­kenn­ara varð­andi mót­mæla­fund­ar "Sam­staða um fram­hald tón­list­ar­skól­anna".201103095

                              Frestað.

                              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30