21. júní 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hjúkrunarheimili nýbygging201101392
Umhverfissvið óskar heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda vegna innréttingar og frágangs innanhúss í nýbyggingu hjúkrunarheimilisins.
Til máls tóku: HP, JJB og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Hamarsfell ehf., vegna innréttingar og frágangs innanhúss í nýbyggingu hjúkrunarheimilisins.
2. Erindi íbúa Blikahöfða 1 vegna vatnsleka201205214
Áður á dagskrá 1077. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar byggingarfulltrúa og forstöðumanns þjónustusvöðvar. Hjálögð er umsögnin.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara á grundvelli fyrirliggjandi umsagnar.
3. Erindi Agnars Darra Gunnarssonar varðandi afnot af landi í Seljadal201206174
Til máls tóku: HP, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
4. Erindi Hitaveitu Selbæja ehf. varðandi nýtingu borhola201206165
Til máls tóku: HP, HSv, JJB, JS og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
5. Erindi Lögskila ehf. varðandi veg/reiðstíg og lokun á vegi201206166
Til máls tóku: HP, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara.
6. Erindi varðandi boð um kaup á Grenilundi 29201206142
Til máls tóku: HP og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að kaupa landspilduna við fasteignamatsverði ef um það semst.
7. Uppgjör vegna seldra lóða200807005
Erindið varðar frágang vegna ábyrgðarskuldbindingar vegna seldra lóða og verða frekari stuðningsskjöl sett á fundargáttina fyrir hádegi á morgun.
Til máls tóku: HP, HSv, JJB, ÓG, JS og HS.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá samningi við Landsbankann um uppgjör ábyrgðar í samræmi við umræður á fundinum.
Bókun áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Með fullnaðarafgreiðslu á samkomulagi sem samþykkt var að fela bæjarstóra að ganga frá við Landsbankann er brotin 58. grein og 35 gr. sveitarstjórnarlaga, þar kemur fram að bæjarráð hafi ekki heimild til fullnaðarafgreiðslu þrátt fyrir afgreiðslu bæjarstjórnar um að veita bæjarráði fullnaðarafgreiðslurétt.
Tillaga um að fresta málinu þar sem gögn vantaði, var felld, en íbúahreyfingin benti á að nauðsynleg gögn vantar með málinu og gögn sem fylgdu voru send seinna en fundarboðið.<BR>Íbúahreyfingin telur bæjarstjóra brjóta 55. gr. 6.kafla 3.mgr. sveitarstjórnarlaga.
Dagskrárliðurinn ber nafnið "uppgjör lóða", en fjallar um innheimtu Landsbankans vegna sjálfskuldarábyrgðar, tillaga um að setja lýsandi titil var felld.
Bæjarráð er með gjörningnum að afhenda lóðir gegn ólögmætri sjálfskuldarábyrgð. Hagsmunum Mosfellsbæjar væri best borgið með því að fara eftir lögfræðiáliti lögfræðings bæjarins og gangast ekki við sjálfskuldarábyrgðinni.<BR> <BR>Íbúahreyfingin mun kanna hvaða leiðir eru færar til þess að verja hagsmuni Mosfellsbæjar í þessu máli.
Jón Jósef Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Bókun D, V og S lista.<BR>Frá því að uppgjör við Helgafellsbyggingar vegna seldra lóða árið 2008 átti sér stað hefur heiti málsins verið uppgjör seldra lóða eins og fulltrúa Íbúahreyfingarinnar ætti að vera ljóst. Undir málinu fylgja því öll gögn sem orðið hafa til á vinnsluferlinu. Því er engin málefnaleg ástæða til að fresta málinu.<BR>Hvað varðar heimildir bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu er málið þess eðlis að ekki leikur vafi á heimild bæjarráðs til afgreiðslu þess. <BR>Með þessu uppgjörssamkomulagi er skuldareigandi að fella niður ábyrgð Mosfellsbæjar gegn því að Mosfellsbær afsali þeim veðum sem bærinn fékk til tryggingar greiðslu skuldarinnar gegn veittri ábyrgð. Ljóst er því að hagsmuna bæjarins hefur verið gætt í hvívetna og með þessu uppgjöri er ábyrgð fallin niður og fullnaðaruppgjör til bæjarins tryggt.
8. Viðhorfskönnun Mosfellsbæjar 2011201201483
Mannauðsstjóri mætir á fundinn og kynnir helstu niðurstöður viðhorfskönnunar Mosfellsbæjar 2011.
Erindinu frestað til næsta fundar.