Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. júní 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
 • Herdís Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
 • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Gunnarsson (ÓG) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Hjúkr­un­ar­heim­ili ný­bygg­ing201101392

  Umhverfissvið óskar heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda vegna innréttingar og frágangs innanhúss í nýbyggingu hjúkrunarheimilisins.

  Til máls tóku: HP, JJB og SÓJ.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Ham­ars­fell ehf., vegna inn­rétt­ing­ar og frá­gangs inn­an­húss í ný­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins.

  • 2. Er­indi íbúa Blika­höfða 1 vegna vatnsleka201205214

   Áður á dagskrá 1077. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar byggingarfulltrúa og forstöðumanns þjónustusvöðvar. Hjálögð er umsögnin.

   Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara bréf­rit­ara á grund­velli fyr­ir­liggj­andi um­sagn­ar.

   • 3. Er­indi Agn­ars Darra Gunn­ars­son­ar varð­andi af­not af landi í Selja­dal201206174

    Til máls tóku: HP, JJB og JS.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar.

    • 4. Er­indi Hita­veitu Sel­bæja ehf. varð­andi nýt­ingu bor­hola201206165

     Til máls tóku: HP, HSv, JJB, JS og HS.

     Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar.

     • 5. Er­indi Lögskila ehf. varð­andi veg/reiðstíg og lok­un á vegi201206166

      Til máls tóku: HP, JJB og JS.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara bréf­rit­ara.

      • 6. Er­indi varð­andi boð um kaup á Greni­lundi 29201206142

       Til máls tóku: HP og HSv.

       Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að kaupa land­spild­una við fast­eigna­mats­verði ef um það semst.

       • 7. Upp­gjör vegna seldra lóða200807005

        Erindið varðar frágang vegna ábyrgðarskuldbindingar vegna seldra lóða og verða frekari stuðningsskjöl sett á fundargáttina fyrir hádegi á morgun.

        Til máls tóku: HP, HSv, JJB, ÓG, JS og HS.

        Sam­þykkt með þrem­ur sam­hljóða at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að ganga frá samn­ingi við Lands­bank­ann um upp­gjör ábyrgð­ar í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

         

         

        Bók­un áheyrn­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.

        Með fulln­að­ar­af­greiðslu á sam­komu­lagi sem sam­þykkt var að fela bæj­ar­stóra að ganga frá við Lands­bank­ann er brot­in 58. grein og 35 gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga, þar kem­ur fram að bæj­ar­ráð hafi ekki heim­ild til fulln­að­ar­af­greiðslu þrátt  fyr­ir af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar um að veita bæj­ar­ráði fulln­að­ar­af­greiðslu­rétt.

        Til­laga um að fresta mál­inu þar sem gögn vant­aði, var felld, en íbúa­hreyf­ing­in benti á að nauð­syn­leg gögn vant­ar með mál­inu og gögn sem fylgdu voru send seinna en fund­ar­boð­ið.<BR>Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur bæj­ar­stjóra brjóta 55. gr. 6.kafla 3.mgr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.

        Dag­skrárlið­ur­inn ber nafn­ið "upp­gjör lóða", en fjall­ar um inn­heimtu Lands­bank­ans vegna sjálf­skuld­arábyrgð­ar, til­laga um að setja lýs­andi tit­il var felld.

        Bæj­ar­ráð er með gjörn­ingn­um að af­henda lóð­ir gegn ólög­mætri sjálf­skuld­arábyrgð. Hags­mun­um Mos­fells­bæj­ar væri best borg­ið með því að fara eft­ir lög­fræði­áliti lög­fræð­ings bæj­ar­ins og gang­ast ekki við sjálf­skuld­arábyrgð­inni.<BR>&nbsp;<BR>Íbúa­hreyf­ing­in mun kanna hvaða leið­ir eru fær­ar til þess að verja hags­muni Mos­fells­bæj­ar í þessu máli.

        Jón Jósef Bjarna­son áheyrn­ar­full­trúi

        &nbsp;

        &nbsp;

        Bók­un D, V og S lista.<BR>Frá því að upp­gjör við Helga­fells­bygg­ing­ar vegna seldra lóða árið 2008 átti sér stað hef­ur heiti máls­ins ver­ið upp­gjör seldra lóða eins og full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ætti að vera ljóst. Und­ir mál­inu fylgja því öll gögn sem orð­ið hafa til á vinnslu­ferl­inu. Því er eng­in mál­efna­leg ástæða til að fresta mál­inu.<BR>Hvað varð­ar heim­ild­ir bæj­ar­ráðs til fulln­að­ar­af­greiðslu er mál­ið þess eðl­is&nbsp; að ekki leik­ur vafi á heim­ild bæj­ar­ráðs til af­greiðslu þess. <BR>Með þessu upp­gjörs­sam­komu­lagi er skuld­ar­eig­andi að fella nið­ur ábyrgð Mos­fells­bæj­ar gegn því að Mos­fells­bær af­sali þeim veð­um sem bær­inn fékk til trygg­ing­ar greiðslu skuld­ar­inn­ar gegn veittri ábyrgð.&nbsp; Ljóst er því að hags­muna bæj­ar­ins hef­ur ver­ið gætt í hví­vetna og með þessu upp­gjöri&nbsp; er ábyrgð fallin nið­ur og fulln­að­ar­upp­gjör til bæj­ar­ins tryggt.

        • 8. Við­horfs­könn­un Mos­fells­bæj­ar 2011201201483

         Mannauðsstjóri mætir á fundinn og kynnir helstu niðurstöður viðhorfskönnunar Mosfellsbæjar 2011.

         Er­ind­inu frestað til næsta fund­ar.

         Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30