Mál númer 202112358
- 4. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #804
Lögð fyrir bæjarráð niðurstaða útboðs vegna grassláttar í Mosfellsbæ til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1532. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. apríl 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1532
Lögð fyrir bæjarráð niðurstaða útboðs vegna grassláttar í Mosfellsbæ til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við Garðlist ehf. um grasslátt á vestursvæði Mosfellsbæjar og Hreina Garða ehf. um grasslátt á austursvæði Mosfellsbæjar, að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því kæranda var eða mátti verða kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 6. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #802
Niðurstaða útboðs vegna grassláttar í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1529. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. mars 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1529
Niðurstaða útboðs vegna grassláttar í Mosfellsbæ.
Málinu frestað.
- 26. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #797
Lögð fyrir bæjarráð beiðni um heimild til útboðs á grasslætti og hirðingu í Mosfellsbæ 2022-2024.
Afgreiðsla 1519. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. janúar 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1519
Lögð fyrir bæjarráð beiðni um heimild til útboðs á grasslætti og hirðingu í Mosfellsbæ 2022-2024.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að bjóða út grasslátt og hirðingu í Mosfellsbæ 2022-2024 í samræmi við fyrirliggjandi gögn.