Mál númer 202203853
- 6. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #802
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 23.03.2022, með ósk um umsögn á frummatsskýrslu mats á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vegagerðarinnar á Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá. Í umsögn skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í frummatsskýrslu út frá starfssviði umsagnaraðila, svo sem um gögn sem byggt er á, úrvinnslu gagna, mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa eða framsetningu umhverfismatsskýrslu. Umsagnafrestur er til 25. apríl 2022.
Afgreiðsla 563. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #802
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 23.03.2022, með ósk um umsögn á frummatsskýrslu mats á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vegagerðarinnar á Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá. Í umsögn skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í frummatsskýrslu út frá starfssviði umsagnaraðila, svo sem um gögn sem byggt er á, úrvinnslu gagna, mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa eða framsetningu umhverfismatsskýrslu. Umsagnafrestur er til 25. apríl 2022.
Afgreiðsla 563. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 801. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. apríl 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #563
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 23.03.2022, með ósk um umsögn á frummatsskýrslu mats á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vegagerðarinnar á Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá. Í umsögn skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í frummatsskýrslu út frá starfssviði umsagnaraðila, svo sem um gögn sem byggt er á, úrvinnslu gagna, mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa eða framsetningu umhverfismatsskýrslu. Umsagnafrestur er til 25. apríl 2022.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemd við umfjöllun um framkvæmdina sem fram kemur í frummatsskýrslu sem unnin er af Eflu verkfræðistofu. Framsetning gerir vandlega grein fyrir helstu áhrifaþáttum framkvæmdar og sérstaklega hefur verið unnið vel að rýni sjónrænna áhrifa og áhrifa á landrými.
Um 320 metra kafli framkvæmdarinnar er innan sveitarfélagamarka Mosfellsbæjar á einkalandi næst Hólmsá. Mosfellsbær mun annast útgáfu framkvæmdaleyfis á því svæði á grunni aðalskipulags Mosfellsbæjar, til Vegagerðarinnar og landeiganda, í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Samþykkt með fimm atkvæðum.