Mál númer 202002306
- 20. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #803
Tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar, nr. 238/2014, með síðari breytingum, sem lýtur að fjölgun bæjarfulltrúa í bæjarstjórn úr 9 í 11 og bæjarráði úr 3 í 5, sem taki gildi við sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí 2022. Síðari umræða.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, við síðari umræðu, fyrirliggjandi tillögu á breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar um fjölgun bæjarfulltrúa í bæjarstjórn í 11 og bæjarráði í 5, sem taki gildi við sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí 2022.
- 6. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #802
Tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar, nr. 238/2014, með síðari breytingum, sem lýtur að fjölgun bæjarfulltrúa í bæjarstjórn úr 9 í 11 og bæjarráði úr 3 í 5, sem taki gildi við sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí 2022. Fyrri umræða.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, við fyrri umræðu, fyrirliggjandi tillögu á breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar um fjölgun bæjarfulltrúa í bæjarstjórn í 11 og bæjarráði í 5, sem taki gildi við sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí 2022.
- 24. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #794
Lagt er til að við samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar verði bætt ákvæði sem heimilar þátttöku í fundum með rafrænum hætti. Síðari umræða.
Breytingar á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar, nr. 238/2014 með síðari breytingum, samþykktar með níu atkvæðum. Breytingarnar fela í sér að við samþykktirnar verði bætt ákvæði sem heimilar þátttöku í fundum bæjarstjórnar og fastanefndar með rafrænum hætti.
- 10. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #793
Lagt er til að við samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar verði bætt ákvæði sem heimilar þátttöku í fundum með rafrænum hætti.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum tillögu um breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar nr. 238/2014 með síðari breytingum, er lýtur að heimild til þátttöku í fundum með rafrænum hætti.
- 25. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #772
Breyting á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar.
Breytingar á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar, nr. 238/2014 með síðari breytingum, samþykktar með níu atkvæðum. Breytingarnar fela í sér að þegar samþykktar en óbirtar breytingar á samþykktum eru felldar inn í 35. gr. og 46. gr. og þær birtar aftur í heild sinni auk breytinga á 35. gr. a, líkt og fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði.
- 11. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #771
Lögð er fram tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar, sbr. meðfylgjandi minnisblað.
Breytingar á samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, nr. 238/2014 með síðari breytingum, samþykktar með níu atkvæðum. Breytingarnar fela í sér að þegar samþykktar en óbirtar breytingar á samþykktum eru felldar inn í 46. gr. og hún birt aftur í heild sinni auk breytinga 35. gr. og 35. gr. a, líkt og fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði.