Mál númer 202202325
- 4. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #804
Önnur umræða um ársreikning Mosfellsbæjar 2021.
Rekstrarreikningur A og B hluta: Rekstrartekjur: 14.436 m.kr. Laun og launatengd gjöld 6.952 m.kr. Hækkun lífeyrisskuldbindingar 527 m.kr. Annar rekstrarkostnaður 6.010 mkr. Afskriftir 522 m.kr. Fjármagnsgjöld 961 m.kr. Tekjuskattur 24,5 m.kr. Rekstrarniðurstaða neikvæð um 562 m.kr. Efnahagsreikningur A og B hluta: Eignir alls: 26.050 m.kr. Skuldir og skuldbindingar: 19.426 m.kr. Eigið fé: 6.625 m.kr.
Samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista sat hjá við afgreiðsluna.
***
Bókun D- og V-lista:
Almennur rekstur Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2021 og var í samræmi við þau markmið um þjónustu við íbúa sem sett voru. Skatttekjur voru umtalsvert meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og þar vega útsvarstekjur mest sem endurspeglar hraðari viðsnúning atvinnulífsins í kjölfar heimsfaraldursins. Hækkun reiknaðrar lífeyrisskuldbindingar og áhrif verðlagshækkana á afkomu sveitarfélagsins eru hins vegar meiri en gert var ráð fyrir í áætlun ársins og draga úr jákvæðum áhrifum á rekstrarniðurstöðu ársins.Veltufé frá rekstri var jákvætt um 1.131 milljónir sem er 645 milljónum betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Þetta gerði það að verkum að lántaka varð minni en áætlað var þar sem reksturinn skilaði meiri fjármunum til framkvæmda.
Rekstur málaflokka gekk vel og er í góðu samræmi við fjárhagsáætlun. Þá voru umfangsmiklar framkvæmdir í gangi á árinu bæði til þess að geta tekið við fjölgun íbúa og til að byggja frekar upp innviði sveitarfélagsins.
Ársreikningur fyrir árið 2021 varpar ljósi á sterka stöðu Mosfellsbæjar til að mæta þeirri fjárhagslegu ágjöf sem heimsfaraldurinn olli. Skatttekjur jukust á árinu umfram áætlanir sem endurspeglar hraðari viðsnúning atvinnulífsins í kjölfar heimsfaraldursins. Á móti vegur að tryggingastærðfræðileg úttekt leiðir til þess að lífeyrisskuldbindingar hækka sem hefur áhrif á niðurstöður ársins. Við viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki Mosfellsbæjar, fyrir þeirra þátt í þeim árangri sem við höfum náð.
***
Bókun S-lista
Niðurstaða ársreiknings 2021 er ásættanleg. Rekstrarumhverfið hefur tekið nokkrum breytingum á árinu með hækkun útsvarstekna og aukinni verðbólgu. Mosfellingum fjölgar enn og útsvarstekjur aukast en jafnframt eykst þjónustuþörf og þörf fyrir innviðauppbyggingu sem taka þarf föstum tökum á nýju kjörtímabili.***
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins hefur lagt fram kæru sem er óafgreidd af hálfu Innanríkisráðuneytisins og snýr að því að vafi leikur á að óhæði endurskoðandans hafi verið staðfest. Nánar má lesa um efni fyrirvarans og ástæður hjásetu í ársreikningnum sjálfum.***
Bókun L-lista
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar ítrekar þakkir til starfsmanna og endurskoðenda Mosfellsæjar sem hafa nú sem endranær undirbúið ársreikningagerðina.Stóra og gleðilega fréttin í þessum ársreikningi eru aukin og óvænt tekjuaukning uppá tæpan milljarð króna, tekjuaukning sem sveiflar okkur úr áætluðu tapi í nánast núllpunkt.
***
Bókun fulltrúa C-lista
Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ þakkar starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir vel unnin störf við krefjandi aðstæður í miðjum heimsfaraldri á árinu 2021. Þessi ársreikningur endurspeglar þann veruleika þar sem tekjur dragast saman og skuldir aukast hjá Mosfellsbæ. Skuldaviðmið samkvæmt reglugerð er nú komið í 102% og skuldahlutfall er 133%. Skuldir hafa aukist um 2,6 milljarða á milli ára 2020 og 2021 eða um 16,7% Eru skuldir pr. íbúa með því hæsta sem gerist í nágranasveitarfélögum. Framundan er erfiður tími þar sem gert er ráð fyrir að afborganir skulda verða um 1,5 miljarður á þessu og næsta ári og verðbólga mælist áfram há. Í slíku árferði er geta háar skuldir verið íþyngjandi.- FylgiskjalÁrsreikningur 2021 undirritaður seinni umræða.pdfFylgiskjalEndurskoðunarskýrsla - Mosfellsbær_29042022 .pdfFylgiskjalSundurliðunarbók ársreiknings Mosfellsbæjar 2021 - 13.04.2022.pdfFylgiskjalRekstraryfirlit - janúar til desember 2021 - 13.04.2022.pdfFylgiskjalÁbyrgða- og skuldbindingaryfirlit 2021.pdf
- 20. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #803
Ársreikningur Mosfellsbæjar vegna 2021 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2021 lagður fram til staðfestingar.
Afgreiðsla 1531. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #803
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2021 lagður fram til fyrri umræðu.
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2021 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Á fundinn undir þessum dagskrárlið mættu Magnús Jónsson endurskoðandi Mosfellsbæjar (MJ), Pétur J. Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir verkefnastjóri í fjármáladeild.
Bæjarstjóri hóf umræðuna, ræddi niðurstöður ársreiknings og þakkaði endurskoðanda og starfsmönnum fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings. Þá fór endurskoðandi yfir helstu efnisatriði í drögum ársreiknings og endurskoðunarskýrslu sinni vegna ársins 2021. Í kjölfarið fóru fram umræður og þökkuðu aðrir sem til máls tóku einnig endurskoðanda og starfsmönnum fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings.
***
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2021 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar þann 4. maí 2022. - 20. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #803
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynna stöðu vinnu við ársreiknings.
Afgreiðsla 1530. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. apríl 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1531
Ársreikningur Mosfellsbæjar vegna 2021 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2021 lagður fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagðan ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2021 með áritun sinni og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fyrri umræða bæjarstjórnar er fyrirhuguð þann 20. apríl 2022 og síðari umræða á fundi bæjarstjórnar þann 4. maí 2022. Bæjarráð samþykkir jafnframt með þremur atkvæðum ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar 2020.
- FylgiskjalÁrsreikningur 2021 Mosfellsbær - vísað til fyrri umræðu 20.04.2022.pdfFylgiskjalSundurliðunarbók ársreiknings Mosfellsbæjar 2021 - 13.04.2022.pdfFylgiskjalRekstraryfirlit - janúar til desember 2021 - 13.04.2022.pdfFylgiskjalHitaveita ársreikningur 2021 til áritunar 13.04.22.pdfFylgiskjalÁrsreikningur 2021 Kynning í bæjarráði 13.04.22.pdfFylgiskjalÁbyrgða- og skuldbindingaryfirlit 2021.pdf
- 7. apríl 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1530
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynna stöðu vinnu við ársreiknings.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynntu stöðu við vinnu við ársreikning.
- 6. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #802
Minnisblað bæjarstjóra og fjármálastjóra um gerð ársreiknings 2021.
Afgreiðsla 1529. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. mars 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1529
Minnisblað bæjarstjóra og fjármálastjóra um gerð ársreiknings 2021.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynntu stöðu vinnu vegna ársreiknings. Fyrirhugað er að bæjarráð vísi ársreikningi til afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi þann 20. apríl nk.
- 23. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #801
Fjármálastjóri leggur fram minnisblað um afskrift viðskiptakrafna.
Afgreiðsla 1527. fundar bæjarráðs samþykkt á 801. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. mars 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1527
Fjármálastjóri leggur fram minnisblað um afskrift viðskiptakrafna.
Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, mætti á fundinn og kynnti yfirlit yfir afskrift krafna í samræmi við framlagt yfirlit yfir tegund, fjárhæð og fjölda krafna sem fyrirhugað er að afskrifa fyrir afgreiðslu ársreiknings 2021.
- 9. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #800
Kynning KPMG vegna endurskoðunar ársreiknings 2021 og tillaga um nýtingu undanþáguákvæðis reglugerðar nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Afgreiðsla 1524. fundar bæjarráðs samþykkt á 800. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. febrúar 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1524
Kynning KPMG vegna endurskoðunar ársreiknings 2021 og tillaga um nýtingu undanþáguákvæðis reglugerðar nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins gerir fyrirvara um það fyrirkomulag er varðar endurskoðun hjá Mosfellsbæ í ljósi þess að ekki hafi verið sett á laggirnar endurskoðunarnefnd hjá Mosfellsbæ í samræmi við lög um ársreikninga nr. 3/2006.***
Endurskoðunaráætlun 2021 lögð fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að nýta undanþáguákvæði sem er að finna í ákvæði til bráðabirgða í reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, um að færa ekki í ársreikning 2021 hlutdeild í einstökum liðum rekstrar og efnahags viðkomandi eignarhluta félagaforma með ótakmarkaða ábyrgð sveitarfélagsins.