Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202202325

  • 4. maí 2022

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #804

    Önn­ur um­ræða um árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar 2021.

    Rekstr­ar­reikn­ing­ur A og B hluta: Rekstr­ar­tekj­ur: 14.436 m.kr. Laun og launa­tengd gjöld 6.952 m.kr. Hækk­un líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar 527 m.kr. Ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur 6.010 mkr. Af­skrift­ir 522 m.kr. Fjár­magns­gjöld 961 m.kr. Tekju­skatt­ur 24,5 m.kr. Rekstr­arnið­ur­staða nei­kvæð um 562 m.kr. Efna­hags­reikn­ing­ur A og B hluta: Eign­ir alls: 26.050 m.kr. Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar: 19.426 m.kr. Eig­ið fé: 6.625 m.kr.

    Sam­þykkt með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sat hjá við af­greiðsl­una.

    ***

    Bók­un D- og V-lista:
    Al­menn­ur rekst­ur Mos­fells­bæj­ar gekk vel á ár­inu 2021 og var í sam­ræmi við þau markmið um þjón­ustu við íbúa sem sett voru. Skatt­tekj­ur voru um­tals­vert meiri en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir og þar vega út­svar­s­tekj­ur mest sem end­ur­spegl­ar hrað­ari við­snún­ing at­vinnu­lífs­ins í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins. Hækk­un reikn­aðr­ar líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar og áhrif verð­lags­hækk­ana á af­komu sveit­ar­fé­lags­ins eru hins veg­ar meiri en gert var ráð fyr­ir í áætlun árs­ins og draga úr já­kvæð­um áhrif­um á rekstr­arnið­ur­stöðu árs­ins.

    Veltufé frá rekstri var já­kvætt um 1.131 millj­ón­ir sem er 645 millj­ón­um betri nið­ur­staða en fjár­hags­áætlun gerði ráð fyr­ir. Þetta gerði það að verk­um að lántaka varð minni en áætlað var þar sem rekst­ur­inn skil­aði meiri fjár­mun­um til fram­kvæmda.

    Rekst­ur mála­flokka gekk vel og er í góðu sam­ræmi við fjár­hags­áætlun. Þá voru um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir í gangi á ár­inu bæði til þess að geta tek­ið við fjölg­un íbúa og til að byggja frek­ar upp inn­viði sveit­ar­fé­lags­ins.

    Árs­reikn­ing­ur fyr­ir árið 2021 varp­ar ljósi á sterka stöðu Mos­fells­bæj­ar til að mæta þeirri fjár­hags­legu ágjöf sem heims­far­ald­ur­inn olli. Skatt­tekj­ur juk­ust á ár­inu um­fram áætlan­ir sem end­ur­spegl­ar hrað­ari við­snún­ing at­vinnu­lífs­ins í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins. Á móti veg­ur að trygg­inga­stærð­fræði­leg út­tekt leið­ir til þess að líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar hækka sem hef­ur áhrif á nið­ur­stöð­ur árs­ins. Við vilj­um nota tæki­fær­ið og þakka starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar, fyr­ir þeirra þátt í þeim ár­angri sem við höf­um náð.

    ***

    Bók­un S-lista
    Nið­ur­staða árs­reikn­ings 2021 er ásætt­an­leg. Rekstr­ar­um­hverf­ið hef­ur tek­ið nokkr­um breyt­ing­um á ár­inu með hækk­un út­svar­stekna og auk­inni verð­bólgu. Mos­fell­ing­um fjölg­ar enn og út­svar­s­tekj­ur aukast en jafn­framt eykst þjón­ustu­þörf og þörf fyr­ir inn­við­a­upp­bygg­ingu sem taka þarf föst­um tök­um á nýju kjör­tíma­bili.

    ***

    Bók­un M-lista
    Full­trúi Mið­flokks­ins hef­ur lagt fram kæru sem er óaf­greidd af hálfu Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og snýr að því að vafi leik­ur á að óhæði end­ur­skoð­and­ans hafi ver­ið stað­fest. Nán­ar má lesa um efni fyr­ir­var­ans og ástæð­ur hjá­setu í árs­reikn­ingn­um sjálf­um.

    ***

    Bók­un L-lista
    Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar ít­rek­ar þakk­ir til starfs­manna og end­ur­skoð­enda Mos­fell­sæj­ar sem hafa nú sem endra­nær und­ir­bú­ið árs­reikn­inga­gerð­ina.

    Stóra og gleði­lega frétt­in í þess­um árs­reikn­ingi eru aukin og óvænt tekju­aukn­ing uppá tæp­an milljarð króna, tekju­aukn­ing sem sveifl­ar okk­ur úr áætl­uðu tapi í nánast núllpunkt.

    ***

    Bók­un full­trúa C-lista
    Bæj­ar­full­trúi Við­reisn­ar í Mos­fells­bæ þakk­ar starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar fyr­ir vel unn­in störf við krefj­andi að­stæð­ur í miðj­um heims­far­aldri á ár­inu 2021. Þessi árs­reikn­ing­ur end­ur­spegl­ar þann veru­leika þar sem tekj­ur drag­ast sam­an og skuld­ir aukast hjá Mos­fells­bæ. Skulda­við­mið sam­kvæmt reglu­gerð er nú kom­ið í 102% og skulda­hlut­fall er 133%. Skuld­ir hafa auk­ist um 2,6 millj­arða á milli ára 2020 og 2021 eða um 16,7% Eru skuld­ir pr. íbúa með því hæsta sem ger­ist í ná­grana­sveit­ar­fé­lög­um. Framund­an er erf­ið­ur tími þar sem gert er ráð fyr­ir að af­borg­an­ir skulda verða um 1,5 milj­arð­ur á þessu og næsta ári og verð­bólga mæl­ist áfram há. Í slíku ár­ferði er geta háar skuld­ir ver­ið íþyngj­andi.

  • 20. apríl 2022

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #803

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar vegna 2021 lagð­ur fyr­ir bæj­ar­ráð til und­ir­rit­un­ar og til­vís­un­ar til end­ur­skoð­un­ar og stað­fest­ing­ar bæj­ar­stjórn­ar. Jafn­framt er árs­reikn­ing­ur Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar 2021 lagð­ur fram til stað­fest­ing­ar.

    Af­greiðsla 1531. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 803. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 20. apríl 2022

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #803

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2021 lagð­ur fram til fyrri um­ræðu.

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2021 lagð­ur fram til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn. Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið mættu Magnús Jóns­son end­ur­skoð­andi Mos­fells­bæj­ar (MJ), Pét­ur J. Lockton fjár­mála­stjóri og Anna María Ax­els­dótt­ir verk­efna­stjóri í fjár­mála­deild.

    Bæj­ar­stjóri hóf um­ræð­una, ræddi nið­ur­stöð­ur árs­reikn­ings og þakk­aði end­ur­skoð­anda og starfs­mönn­um fyr­ir vel unn­in störf í tengsl­um við gerð árs­reikn­ings. Þá fór end­ur­skoð­andi yfir helstu efn­is­at­riði í drög­um árs­reikn­ings og end­ur­skoð­un­ar­skýrslu sinni vegna árs­ins 2021. Í kjöl­far­ið fóru fram um­ræð­ur og þökk­uðu að­r­ir sem til máls tóku einn­ig end­ur­skoð­anda og starfs­mönn­um fyr­ir vel unn­in störf í tengsl­um við gerð árs­reikn­ings.

    ***
    Sam­þykkt með níu at­kvæð­um að vísa árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar 2021 til annarr­ar og síð­ari um­ræðu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar þann 4. maí 2022.

  • 20. apríl 2022

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #803

    Bæj­ar­stjóri og fjár­mála­stjóri kynna stöðu vinnu við árs­reikn­ings.

    Af­greiðsla 1530. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 803. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 13. apríl 2022

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1531

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar vegna 2021 lagð­ur fyr­ir bæj­ar­ráð til und­ir­rit­un­ar og til­vís­un­ar til end­ur­skoð­un­ar og stað­fest­ing­ar bæj­ar­stjórn­ar. Jafn­framt er árs­reikn­ing­ur Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar 2021 lagð­ur fram til stað­fest­ing­ar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fram­lagð­an árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2021 með árit­un sinni og vís­ar hon­um til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar. Fyrri um­ræða bæj­ar­stjórn­ar er fyr­ir­hug­uð þann 20. apríl 2022 og síð­ari um­ræða á fundi bæj­ar­stjórn­ar þann 4. maí 2022. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir jafn­framt með þrem­ur at­kvæð­um árs­reikn­ing Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar 2020.

  • 7. apríl 2022

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1530

    Bæj­ar­stjóri og fjár­mála­stjóri kynna stöðu vinnu við árs­reikn­ings.

    Bæj­ar­stjóri og fjár­mála­stjóri kynntu stöðu við vinnu við árs­reikn­ing.

    • 6. apríl 2022

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #802

      Minn­is­blað bæj­ar­stjóra og fjár­mála­stjóra um gerð árs­reikn­ings 2021.

      Af­greiðsla 1529. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 802. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 31. mars 2022

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1529

        Minn­is­blað bæj­ar­stjóra og fjár­mála­stjóra um gerð árs­reikn­ings 2021.

        Bæj­ar­stjóri og fjár­mála­stjóri kynntu stöðu vinnu vegna árs­reikn­ings. Fyr­ir­hug­að er að bæj­ar­ráð vísi árs­reikn­ingi til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar á fundi þann 20. apríl nk.

        • 23. mars 2022

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #801

          Fjár­mála­stjóri legg­ur fram minn­is­blað um af­skrift við­skiptakrafna.

          Af­greiðsla 1527. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 801. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 17. mars 2022

            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1527

            Fjár­mála­stjóri legg­ur fram minn­is­blað um af­skrift við­skiptakrafna.

            Pét­ur J. Lockton, fjár­mála­stjóri, mætti á fund­inn og kynnti yf­ir­lit yfir af­skrift krafna í sam­ræmi við fram­lagt yf­ir­lit yfir teg­und, fjár­hæð og fjölda krafna sem fyr­ir­hug­að er að af­skrifa fyr­ir af­greiðslu árs­reikn­ings 2021.

            • 9. mars 2022

              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #800

              Kynn­ing KPMG vegna end­ur­skoð­un­ar árs­reikn­ings 2021 og til­laga um nýt­ingu und­an­þágu­ákvæð­is reglu­gerð­ar nr. 1212/2015 um bók­hald, fjár­hags­áætlan­ir og árs­reikn­inga sveit­ar­fé­laga.

              Af­greiðsla 1524. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 800. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 24. febrúar 2022

                Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1524

                Kynn­ing KPMG vegna end­ur­skoð­un­ar árs­reikn­ings 2021 og til­laga um nýt­ingu und­an­þágu­ákvæð­is reglu­gerð­ar nr. 1212/2015 um bók­hald, fjár­hags­áætlan­ir og árs­reikn­inga sveit­ar­fé­laga.

                Bók­un M-lista
                Full­trúi Mið­flokks­ins ger­ir fyr­ir­vara um það fyr­ir­komulag er varð­ar end­ur­skoð­un hjá Mos­fells­bæ í ljósi þess að ekki hafi ver­ið sett á lagg­irn­ar end­ur­skoð­un­ar­nefnd hjá Mos­fells­bæ í sam­ræmi við lög um árs­reikn­inga nr. 3/2006.

                ***

                End­ur­skoð­un­ar­áætlun 2021 lögð fram til kynn­ing­ar. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að nýta und­an­þágu­ákvæði sem er að finna í ákvæði til bráða­birgða í reglu­gerð nr. 1212/2015 um bók­hald, fjár­hags­áætlan­ir og árs­reikn­inga sveit­ar­fé­laga, um að færa ekki í árs­reikn­ing 2021 hlut­deild í ein­stök­um lið­um rekstr­ar og efna­hags við­kom­andi eign­ar­hluta fé­laga­forma með ótak­mark­aða ábyrgð sveit­ar­fé­lags­ins.