Mál númer 202305723
- 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Tillaga D lista varðandi garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1581. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Tillaga D lista varðandi garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja í Mosfellsbæ.
Bæjarfulltrúi C-lista lagði fram eftirfarandi málsmeðferðartillögu: Leggjum til að tillaga D-lista verði send til umsagnar og mats fræðslusviðs. Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum. Fulltrúar D-lista sátu hjá.
Afgreiðsla 1582. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1582
Tillaga D lista varðandi garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja í Mosfellsbæ.
Tillögunni synjað með þremur atkvæðum B, C og S lista. Fulltrúar D lista greiddu atkvæði með tillögunni.
Bókun B, C og S lista:
Því miður er fyrirliggjandi tillaga of seint fram komin til þess að hægt sé fjölga þeim skiptum sem standa eldri borgurum og öryrkjum til boða sumarið 2023. Vinnuskólinn hefur hvorki afkastagetu né tækjakost til auka við þjónustuna. Til þess að hægt sé að fjölga skiptum þarf að bæta tækjakost með tilheyrandi kostnaði sem aftur vekur spurningar um hvort sveitarfélagið sé þar með að færa sig inn á samkeppnismarkað. Svo virðist sem önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu séu ekki lengur að veita þessa þjónustu með þessum hætti heldur niðurgreiða þjónustu einkaaðila. Þrátt fyrir góðan ásetning um samfélagslegan ávinning af mögulegri samveru eldri borgara og unglinga þá verður að skoða vel kosti og galla aðkomu sveitarfélagsins að þessari þjónustu. - 25. maí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1581
Tillaga D lista varðandi garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja í Mosfellsbæ.
Málinu frestað vegna tímaskorts.