Mál númer 202305102
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa vegna erindis um deiliskipulag lands að Suður-Reykjalandi, í samræmi við afgreiðslu á 591. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi landeigenda til afgreiðslu.
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #592
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa vegna erindis um deiliskipulag lands að Suður-Reykjalandi, í samræmi við afgreiðslu á 591. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi landeigenda til afgreiðslu.
Í samræmi við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði skipulagsfulltrúa og fyrri afgreiðslu á 500. fundi nefndarinnar, synjar skipulagsnefnd ósk um deiliskipulag landsins þar sem ekki liggur fyrir áætlun um uppbyggingu eða framkvæmd nauðsynlegra innviða.
Afgreitt með fimm atkvæðum. - 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Borist hefur erindi frá Birni Stefáni Hallssyni og Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, dags. 04.05.2023, með ósk um gerð deiliskipulags 2 ha svæðis í landi Suður-Reykja innan íbúðarsvæðis 317-ÍB í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
Afgreiðsla 591. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #591
Borist hefur erindi frá Birni Stefáni Hallssyni og Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, dags. 04.05.2023, með ósk um gerð deiliskipulags 2 ha svæðis í landi Suður-Reykja innan íbúðarsvæðis 317-ÍB í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
Erindinu er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Samþykkt með fimm atkvæðum.