Mál númer 202304518
- 13. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #834
Lagt er til að bæjarráð samþykki fyrirliggjandi viljayfirlýsingu milli Mosfellsbæjar, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Byggingarfélagsins Bakka um uppbyggingu íbúða við Huldugötu 2-4 og 6-8 sem uppfylla skilyrði til að hljóta hlutdeildarlán.
Afgreiðsla 1592. fundar bæjarráðs samþykkt á 834. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. september 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1592
Lagt er til að bæjarráð samþykki fyrirliggjandi viljayfirlýsingu milli Mosfellsbæjar, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Byggingarfélagsins Bakka um uppbyggingu íbúða við Huldugötu 2-4 og 6-8 sem uppfylla skilyrði til að hljóta hlutdeildarlán.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi viljayfirlýsingu um uppbyggingu íbúða við Huldugötu 2-4 og 6-8 sem uppfylla skilyrði til að hljóta hlutdeildarlán.
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Viðauki við uppbyggingarsamkomulag IV. áfanga Helgafellshverfis lagður fyrir til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1586. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 832. fundi bæjarstjórnar.
- 29. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1586
Viðauki við uppbyggingarsamkomulag IV. áfanga Helgafellshverfis lagður fyrir til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við uppbyggingarsamkomulag um IV. áfanga Helgafellshverfis sem varðar uppbyggingu á hagstæðum íbúðum við Huldugötu 2-4 og 6-8 fyrir ungt fólk og efnaminni einstaklinga sem fallið geta undir reglugerð HMS um hlutdeildarlán. Jafnframt er bæjarstjóra falið að undirbúa viljayfirlýsingu milli Mosfellsbæjar, HMS og Bakka um uppbygginguna.
- 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og lögmanns lögð fram.
Afgreiðsla 1582. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1582
Umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og lögmanns lögð fram.
Umsögn skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns lögð fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa þeim hluta erindis er varðar deiliskipulag til skipulagsnefndar. Bæjarráð er jákvætt fyrir því að gera breytingar á kvöð um tiltekinn fjölda íbúða fyrir 55 ára og eldri. Með þessari breytingu er Mosfellsbær að auka möguleika fyrstu kaupenda og efnaminni, sem uppfylla skilyrði HMS til hlutdeildarlána, til að komast inn á fasteignamarkað. Bæjarstjóra er falið að undirbúa viðauka við uppbyggingarsamkomulag IV. áfanga Helgafellshverfis þar að lútandi á grundvelli þeirrar forsendu að byggðar verði íbúðir sem uppfylli skilyrði HMS um hlutdeildarlán.
- 10. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #827
Erindi frá Byggingarfélaginu Bakka ehf. varðandi breytingu á samkomulagi um uppbyggingu á IV. áfanga Helgafellshverfis.
Afgreiðsla 1578. fundar bæjarráðs samþykkt á 827. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. maí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1578
Erindi frá Byggingarfélaginu Bakka ehf. varðandi breytingu á samkomulagi um uppbyggingu á IV. áfanga Helgafellshverfis.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns.