Mál númer 202210549
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Niðurstaða útboðs kynnt auk tillögu um næstu skref.
Afgreiðsla 1562. fundar bæjarráðs samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. desember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1562
Niðurstaða útboðs kynnt auk tillögu um næstu skref.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila fræðslu- og frístundasviði að leita samninga við aðila um kaup á skólamat í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
***
Ásgeir Sveinsson vék af fundi kl. 9:20 þegar afgreiðslu á máli nr. 6 var lokið. - 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Lagt er til að bæjarráð heimili fræðslu- og frístundasviði að hefja útboðsferli á aðkeyptum mat fyrir Kvíslarskóla og Varmárskóla frá janúar til júní 2023 og að fenginn verði sérhæfður aðili til að annast umsjón útboðs.
Afgreiðsla 1555. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. nóvember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1555
Lagt er til að bæjarráð heimili fræðslu- og frístundasviði að hefja útboðsferli á aðkeyptum mat fyrir Kvíslarskóla og Varmárskóla frá janúar til júní 2023 og að fenginn verði sérhæfður aðili til að annast umsjón útboðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila fræðslu- og frístundasviði að hefja undirbúning á útboðsferli á aðkeyptum mat fyrir Kvíslarskóla og Varmárskóla frá janúar til júní 2023 og að fenginn verði sérhæfður aðili til að annast umsjón útboðs, með fyrirvara um samþykki fjárhagsáætlunar 2023.