Mál númer 202210556
- 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að umsögn nefndar við innsendar athugasemdir auglýstrar deiliskipulagsbreytingar ásamt tillögu skipulagsfulltrúa um afgreiðslu, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir voru teknar fyrir til umræðu og kynntar á 587. fundi nefndarinnar. Tillaga deiliskipulagsbreytingar lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. apríl 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #589
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að umsögn nefndar við innsendar athugasemdir auglýstrar deiliskipulagsbreytingar ásamt tillögu skipulagsfulltrúa um afgreiðslu, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir voru teknar fyrir til umræðu og kynntar á 587. fundi nefndarinnar. Tillaga deiliskipulagsbreytingar lögð fram til afgreiðslu.
Til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði og umsögn skipulagsfulltrúa synjar skipulagsnefnd kynntri deiliskipulagsbreytingu fyrir Þrastarhöfða 14, 16 og 20. Skipulagsnefnd hefur rýnt þær athugasemdir sem bárust og telur að breytingin geti komið niður á heildarhagsmunum hverfisins, líkt og fram kemur í samantekt. Forsendum um byggingar efri hæða skal þannig ekki breytt og gildandi skipulag standa. Synjun hefur ekki fordæmisgefandi áhrif á mögulegar aðrar tillögur að breytingum í hverfinu, eða á öðrum svæðum í sveitarfélaginu, sem ekki hafa sömu eða sambærileg grenndaráhrif, enda gilda um breytingar meðferð í samræmi við skipulagslög og reglugerð hverju sinni.
Afgreitt með fimm atkvæðum.- FylgiskjalMinnisblað athugasemda og umsagnir.pdf.pdfFylgiskjalMinnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa við innsendum athugasemdum.pdfFylgiskjalÞrastarhöfði 20_deiliskipulag til breytingar-þrastarhöfði 14 16 og 20 deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalSkuggavarpssnið.pdfFylgiskjalÞrastarhöfði 20_skuggavarp_11_11_2022.pdf
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi fyrir Þrastarhöfða 14, 16 og 20, samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að breyta heimildum skipulagsins svo hækka megi einbýlishúsin að Þrastarhöfða 14, 16 og 20 um eina hæð, mest 60 fermetra. Athugasemdafrestur var frá 06.02.2023 til og með 09.03.2023. Umsagnir og athugasemdir bárust frá Gunnlaugi Hoffritz og Vilborgu Nåbye, Þrastarhöfða 18, dags. 16.02.2023, Jórunni E Hafsteinsdóttur og Óskari Sigvaldasyni, Þrastarhöfða 22, dags. 16.02.2023, Jóhanni Oddgeirssyni og Herdísi A Friðfinnsdóttóttur, Þrastarhöfða 24, dags. 16.02.2023, Hermanni G. Bridde og Elínu Eiríksdóttur, Þrastarhöfða 43, dags. 27.02.2023, Auði Magnúsdóttur og Friðriki F Sigfússyni, Þrastarhöfða 30, dags. 02.03.2023 og dags. 03.03.2023, Helgu Þorleifsdóttur og Karli Gunnlaugssyni, Þrastarhöfða 28, Georg Andersen og Gyðu Hlín Björnsdóttur, Þrastarhöfða 26, Brynhildi Þ Gunnarsdóttur, Þrastarhöfða 34, Gunnari Steinþórssyni, Þrastarhöfða 36, húsfélagi Þrastarhöfða 4-6, þeim Rannveigu B Gylfadóttur og Jóni Gunnari Axelssyni, Elíasi Péturssyni, Helgu Ólöfu Eiríksdóttur, Steinunni B Magnúsdóttur og Stefáni Bjarnasyni, Degi Ó Guðmundssyni og Maríu Guðmundsdóttur, Sigurði V Fjeldsted, Magneu S Ingimundardóttur, Rúnu S Harðardóttur, Helgu L Kristinsdóttur, Rúnari Ingasyni og Guðrúnu Þ Sigurbjörnsdóttur, Helgu C Magnúsdóttur, Arnari Jóhannssyni, Birni Þ Sigurbjörnssyni, Orra K Karlssyni, Hildi Sigurðardóttur, Aroni Bjarnasyni, Sigurði R Sigurðssyni, Davíð Gunnlaugssyni og Guðbjörgu Þorgeirsdóttur, dags. 07.03.2023, Guðnýju Helgadóttur og Hákoni Gunnarssyni, Danielle P Neben og Steinari Kristjánssyni, Þrastarhöfða 10-12, dags. 08.03.2023, Ósk Kristjánsdóttur, Þrastarhöfða 6, dags. 09.03.2023, Jónasi Rafni Tómassyni, Andreu Guðrúnu Gunnlaugsdóttur, Kristjáni U Nikulássyni og Katrínu Guðlaugsdóttur Blikahöfða 18 og 20, dags. 09.03.2023
Afgreiðsla 587. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. mars 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #587
Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi fyrir Þrastarhöfða 14, 16 og 20, samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að breyta heimildum skipulagsins svo hækka megi einbýlishúsin að Þrastarhöfða 14, 16 og 20 um eina hæð, mest 60 fermetra. Athugasemdafrestur var frá 06.02.2023 til og með 09.03.2023. Umsagnir og athugasemdir bárust frá Gunnlaugi Hoffritz og Vilborgu Nåbye, Þrastarhöfða 18, dags. 16.02.2023, Jórunni E Hafsteinsdóttur og Óskari Sigvaldasyni, Þrastarhöfða 22, dags. 16.02.2023, Jóhanni Oddgeirssyni og Herdísi A Friðfinnsdóttóttur, Þrastarhöfða 24, dags. 16.02.2023, Hermanni G. Bridde og Elínu Eiríksdóttur, Þrastarhöfða 43, dags. 27.02.2023, Auði Magnúsdóttur og Friðriki F Sigfússyni, Þrastarhöfða 30, dags. 02.03.2023 og dags. 03.03.2023, Helgu Þorleifsdóttur og Karli Gunnlaugssyni, Þrastarhöfða 28, Georg Andersen og Gyðu Hlín Björnsdóttur, Þrastarhöfða 26, Brynhildi Þ Gunnarsdóttur, Þrastarhöfða 34, Gunnari Steinþórssyni, Þrastarhöfða 36, húsfélagi Þrastarhöfða 4-6, þeim Rannveigu B Gylfadóttur og Jóni Gunnari Axelssyni, Elíasi Péturssyni, Helgu Ólöfu Eiríksdóttur, Steinunni B Magnúsdóttur og Stefáni Bjarnasyni, Degi Ó Guðmundssyni og Maríu Guðmundsdóttur, Sigurði V Fjeldsted, Magneu S Ingimundardóttur, Rúnu S Harðardóttur, Helgu L Kristinsdóttur, Rúnari Ingasyni og Guðrúnu Þ Sigurbjörnsdóttur, Helgu C Magnúsdóttur, Arnari Jóhannssyni, Birni Þ Sigurbjörnssyni, Orra K Karlssyni, Hildi Sigurðardóttur, Aroni Bjarnasyni, Sigurði R Sigurðssyni, Davíð Gunnlaugssyni og Guðbjörgu Þorgeirsdóttur, dags. 07.03.2023, Guðnýju Helgadóttur og Hákoni Gunnarssyni, Danielle P Neben og Steinari Kristjánssyni, Þrastarhöfða 10-12, dags. 08.03.2023, Ósk Kristjánsdóttur, Þrastarhöfða 6, dags. 09.03.2023, Jónasi Rafni Tómassyni, Andreu Guðrúnu Gunnlaugsdóttur, Kristjáni U Nikulássyni og Katrínu Guðlaugsdóttur Blikahöfða 18 og 20, dags. 09.03.2023
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd vísar innsendum athugasemdum til frekari úrvinnslu og rýni til skipulagsfulltrúa, í samræmi við umræður.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu frekari gögn málsaðila vegna tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Þrastarhöfða 14, 16 og 20, í samræmi við afgreiðslu á 576. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 582. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. janúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #582
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu frekari gögn málsaðila vegna tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Þrastarhöfða 14, 16 og 20, í samræmi við afgreiðslu á 576. fundi nefndarinnar.
Með hliðsjón af 5.8.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 telur skipulagsnefnd breytinguna óverulega þar sem landnotkun er hin sama en nýtingarhlutfall, útlit og form húsa geta tekið breytingum. Breytingin varðar grenndarhagsmuni.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan skal grenndarkynnt þar sem óskað verður eftir umsögnum og athugasemdum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.- Fylgiskjalþrastarhöfði 20_skuggavarp_11_11_2022.pdfFylgiskjal01 11 2022 Þrastarhöfði 20_deiliskipulag til breytingar-þrastarhöfði 14 16 og 20 deiliskipulagsbreyting (2).pdfFylgiskjalSnið og skuggavarp.pdfFylgiskjalSnið og skuggavarp2.pdfFylgiskjalÞrastarhöfði - kynningarsvæði - ákvörðun nefndar.pdf
- 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Borist hefur erindi frá Ívari Haukssyni, dags. 31.10.2022, f.h. Brynjólfs Flosasonar húseiganda að Þrastarhöfða 14, Guðmundar Björnssonar húseiganda að Þrastarhöfða 16 og Elíasar Víðissonar húseigenda að Þrastarhöfða 20, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir umrædd einbýlishús. Breytingin byggir á að breyta heimildum skipulagsins svo hækka megi Þrastarhöfða 14, 16 og 20 um eina hæð, mest 60 fermetra.
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #576
Borist hefur erindi frá Ívari Haukssyni, dags. 31.10.2022, f.h. Brynjólfs Flosasonar húseiganda að Þrastarhöfða 14, Guðmundar Björnssonar húseiganda að Þrastarhöfða 16 og Elíasar Víðissonar húseigenda að Þrastarhöfða 20, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir umrædd einbýlishús. Breytingin byggir á að breyta heimildum skipulagsins svo hækka megi Þrastarhöfða 14, 16 og 20 um eina hæð, mest 60 fermetra.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari skýringargögnum málsaðila svo hægt verði að meta grenndaráhrif tillögunnar út frá ásýnd götunnar og hugsanlegu skuggavarpi á nágrannalóðir vegna hækkunar húsa.
Samþykkt með fimm atkvæðum.