Mál númer 202210556
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu frekari gögn málsaðila vegna tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Þrastarhöfða 14, 16 og 20, í samræmi við afgreiðslu á 576. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 582. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. janúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #582
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu frekari gögn málsaðila vegna tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Þrastarhöfða 14, 16 og 20, í samræmi við afgreiðslu á 576. fundi nefndarinnar.
Með hliðsjón af 5.8.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 telur skipulagsnefnd breytinguna óverulega þar sem landnotkun er hin sama en nýtingarhlutfall, útlit og form húsa geta tekið breytingum. Breytingin varðar grenndarhagsmuni.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan skal grenndarkynnt þar sem óskað verður eftir umsögnum og athugasemdum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.- Fylgiskjalþrastarhöfði 20_skuggavarp_11_11_2022.pdfFylgiskjal01 11 2022 Þrastarhöfði 20_deiliskipulag til breytingar-þrastarhöfði 14 16 og 20 deiliskipulagsbreyting (2).pdfFylgiskjalSnið og skuggavarp.pdfFylgiskjalSnið og skuggavarp2.pdfFylgiskjalÞrastarhöfði - kynningarsvæði - ákvörðun nefndar.pdf
- 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Borist hefur erindi frá Ívari Haukssyni, dags. 31.10.2022, f.h. Brynjólfs Flosasonar húseiganda að Þrastarhöfða 14, Guðmundar Björnssonar húseiganda að Þrastarhöfða 16 og Elíasar Víðissonar húseigenda að Þrastarhöfða 20, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir umrædd einbýlishús. Breytingin byggir á að breyta heimildum skipulagsins svo hækka megi Þrastarhöfða 14, 16 og 20 um eina hæð, mest 60 fermetra.
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #576
Borist hefur erindi frá Ívari Haukssyni, dags. 31.10.2022, f.h. Brynjólfs Flosasonar húseiganda að Þrastarhöfða 14, Guðmundar Björnssonar húseiganda að Þrastarhöfða 16 og Elíasar Víðissonar húseigenda að Þrastarhöfða 20, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir umrædd einbýlishús. Breytingin byggir á að breyta heimildum skipulagsins svo hækka megi Þrastarhöfða 14, 16 og 20 um eina hæð, mest 60 fermetra.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari skýringargögnum málsaðila svo hægt verði að meta grenndaráhrif tillögunnar út frá ásýnd götunnar og hugsanlegu skuggavarpi á nágrannalóðir vegna hækkunar húsa.
Samþykkt með fimm atkvæðum.