Mál númer 202210022
- 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Kynning á innleiðingu laga um samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna.
Afgreiðsla 1555. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. nóvember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1555
Kynning á innleiðingu laga um samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna.
Íris Dögg Hugrúnardóttir Marteinsdóttir, verkefnastjóri Farsældarhringsins, kynnti innleiðingu á lögum um samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna.
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Kynning á framkvæmd og skipulagi Mofellsbæjar á samþættri þjónustu í þágu farsældar barna í samræmi við samnefnd lög nr. 86/2021.
Afgreiðsla 325. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. október 2022
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #325
Kynning á framkvæmd og skipulagi Mofellsbæjar á samþættri þjónustu í þágu farsældar barna í samræmi við samnefnd lög nr. 86/2021.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Nefndin fagnar þeirri góðu vinnu sem farin er af stað með tilkomu Farsældarhringsins í þágu farsældar barna í Mosfellsbæ.
- 12. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #813
Kynning á framkvæmd og skipulagi Mosfellsbæjar á samþættri þjónustu í þágu farsældar barna í samræmi við samnefnd lög nr. 86/2021.
Afgreiðsla 411. fundar fræðslunefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 5. október 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #411
Kynning á framkvæmd og skipulagi Mosfellsbæjar á samþættri þjónustu í þágu farsældar barna í samræmi við samnefnd lög nr. 86/2021.
Fræðslu og frístundasvið ásamt Fjölskyldusviði Mosfellsbæjar hefur unnið markvisst að því á undanförnum mánuðum að efla þverfaglegar áherslur og samhæfa verklag þvert á svið í anda snemmtæks stuðnings við börn og unglinga. Sú vinna er í anda nýrra laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og Menntastefnu Mosfellsbæjar. Markmiðið er að styðja enn betur við farsæld allra barna í Mosfellsbæ með samhæfðari skóla- og velferðarþjónustu. Fræðslunefnd styður þessa þróun og hvetur til þess að nýtt verklag og aðferðir verði kynntar vel fyrir foreldrum og öðrum hlutaðeigandi.